Málstofa: Mælaborð um farsæld barna
Askja
N-131
Mælaborð um farsæld barna hefur verið í þróun frá því að hafist var handa við að móta löggjöf um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Markmið mælaborðsins er að draga fram heildstæða mynd af farsæld barna hér á landi á grundvelli þeirra fjölþættu tölfræðigagna sem eru til staðar hjá ríki og Sveitarfélögum.
Hjördís Eva Þórðardóttir sem kemur frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu, segir frá þróun og mótun mælaborðsins. Hún fer yfir það hvernig mælaborðið getur nýst rannsakendum og þeim sem vinna á vettvangi. Einnig mun Hjördís segja frá áherslum Mennta- og barnamálaráðuneytisins hvað varðar gagnastýrða stefnumótun í þágu farsældar barna og nýju teymi ráðuneytisins sem leiðir vinnu með hagrænar greiningar og árangursmælikvarða á málefnasviði ráðuneytisins.
Málstofa: Mælaborð um farsæld barna