Skip to main content

Lénsreikningar 1645-1648. Hvað geta þeir sagt okkur?

Lénsreikningar 1645-1648. Hvað geta þeir sagt okkur? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. september 2023 16:00 til 17:00
Hvar 

Árnagarður

Stofa 422

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kristjana Kristinsdóttir, skjalavörður og sagnfræðingur, heldur fyrirlestur í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist „Lénsreikningar 1645-1648. Hvað geta þeir sagt okkur?“

Málstofan verður í stofu 422 í Árnagarði, þriðjudaginn 19. september kl. 16:00-17:00. 

Um fyrirlesturinn

Markmiðið með þessum fyrirlestri um lénsreikninga frá 1645 til 1648  er að varpa ljósi á hvers konar heimild lénsreikningur í reikningsléni er um tekjur og gjöld konungs af léninu, búrekstur, kvaðir og útgerð konungs.

Í fyrirlestrinum er hverri færslu í reikningunum fylgt og leitast við að sýna hverjar tekjur konungs voru og útgjöld og hvernig tenging var á milli innkominna tekna og útgjalda. Reikningarnir voru endurskoðaðir í rentukammeri og bar fulltrúa konungs hér á landi skylda til að afhenda reikningana árlega fyrir 1. maí, en reikningsárið var frá 24. júní til 24. júní (Jónsmessa). Ef þeir afhentu þá ekki áttu þeir á hættu að missa lénið. Jens Söffrensen sem var fulltrúi konungs á þessum árum og sá sem sá um reikninghaldið var ekki aðalsmaður eins og tíðkaðist heldur borgari í Kaupmannahöfn og varð eftir dvölina á Íslandi borgarstjóri í Kristjánshöfn.

Smellið hér til að kynna ykkur dagskrá Málstofu í félags- og hagsögu.

Kristjana Kristinsdóttir.

Lénsreikningar 1645-1648. Hvað geta þeir sagt okkur?