Konur sem kusu - gagnagrunnur um kosningaþátttöku kvenna 1883–1910
Árnagarður
Stofa 304
Þórður G. Guðmundsson, raforkuverkfræðingur og MA-nemi í sagnfræði, heldur erindi í Málstofu í félags- og hagsögu sem nefnist Konur sem kusu - gagnagrunnur um kosningaþátttöku kvenna 1883–1910.
Málstofan er í stofu 304 í Árnagarði, þriðjudaginn 24. september kl. 16:00-17:00. Verið öll velkomin.
Um erindið:
Í erindinu verður fjallað um gagnagrunn um kosningaþátttöku kvenna á árunum 1883–1910, en þá hafði afmarkaður hópur kvenna rétt til þess að kjósa til bæjarstjórna, hrepps-, sýslu- og niðurjöfnunarnefnda. Einnig gátu konurnar kosið í prestskosningum. Markmiðið er að skrá og rannsaka öll gögn er varða kosningaþátttöku kvenna á áðurnefndu tímabili. Gögnin gefa nokkuð skýra sýn á hvernig kosningaþáttöku kvenna var háttað. Auk þess að fjalla um uppbyggingu gagnagrunnsins verður greint frá nokkrum helstu niðurstöðum, meðal annars því hvort Andrea Guðmundsdóttir hafi verið fyrst kvenna til að kjósa samkvæmt nýjum kosningalögum árið 1884 eins og hingað til hefur verið haldið fram. Eins verður skoðað hvort virkni kvenna hafi verið mismunandi eftir tegund kosninga og hvernig hún þróaðist á umræddu tímabili.
Þórður G. Guðmundsson, verkfræðingur og MA-nemi í sagnfræði.