Kennaramenntun í kastjósinu. Hvað er að gerast í öðrum löndum?

Aðalbygging
Hátíðarsalur
Dr. Karen Hammersness, menntasérfræðingur og yfirmaður menntarannsókna hjá American Museum of Natural History ásamt því að vera Fulbright specialist á vegum Fulbright stofnunarinnar heldur erindið Kennaramenntun í kastljósinu. Hvað er að gerast í öðrum löndum? fimmtudaginn 20. febrúar kl. 15-16.30 í Hátíðarsal.
HÉR ER HLEKKUR Á UPPTÖKU AF STREYMI
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Mennta- og barnamálaráðherra heldur ávarp í upphafi. Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið er fundarstjóri og stýrir umræðum að erindi loknu. Erindi Hammersness er þriðja erindi fyrirlestraraðar Menntavísindasviðs HÍ í samstarfi við Miðstöð menntunar og þjónustu, sem ber heitið: Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækifæri. Þar sem leiðandi alþjóðlegir sérfræðingar stíga á stokk og deila reynslu annarra þjóða.
Verið öll velkomin!
Um erindið:
Dr. Hammerness mun leitast við að svara eftirfarandi spurningum í erindi sínu: Hvað getum við lært af alþjóðlegum rannsóknum um kerfisbundinn stuðning við nám og undirbúning kennara sem leiðir til hágæða kennarastarfs? og Hvernig hafa kennarar notað þessar niðurstöður til að styrkja kennaranám sitt? Hún byggir erindi sitt á umfangsmiklu alþjóðlegu rannsóknarverkefni, „Empowered Educators“, sem hún var meðhöfundur að ásamt dæmisögum um umbætur í kennaramenntun. Hún mun deila dæmum um aðferðir, stefnur og starfshætti frá löndum þar á meðal Ástralíu, Kanada, Finnlandi, Noregi, Singapúr og Bandaríkjunum.
Um Hammersness:
Dr. Karen Hammerness er menntasérfræðingur og yfirmaður menntarannsókna hjá American Museum of Natural History. Rannsóknir hennar beinast að hönnun og kennslufræði kennaramenntunar í Bandaríkjunum og á alþjóðavettvangi. Nýlega lauk hún fjögurra ára alþjóðlegri samanburðarrannsókn á kennaranámsbrautum í fimm löndum, þar á meðal Chile, Noregi, Kúbu, Finnlandi og Bandaríkjunum, með samstarfsfólki við Oslóarháskóla. Hún hefur skrifað bók um stefnu kennara ásamt Pasi Sahlberg og Raisa Ahtiainen, Empowered Educators in Finland: How high-performing systems shape teaching quality (2017), um heildstæð kerfi sem styðja gæðakennslu í Finnlandi. Í nýjustu bók hennar Preparing Science Teachers Through Practice-Based Education (Harvard Education Press, 2020) er lögð áhersla á að undirbúa kennara til að taka þátt í sanngjörnum kennsluháttum þannig að hugmyndir nemenda stýri kennslunni. Það kann að virðast óvenjulegt að menntunarfræðingur vinni á safni; en American Museum of Natural History hefur sinnt undirbúningi fyrir kennara í yfir 100 ár og er nú með kennaraundirbúningsáætlun. Með langvarandi samstarfi við menntamálaráðuneyti borgarinnar, veitir safnið einnig starfsþróun í vísindum til yfir 900 kennara á ári. Á safninu stýrir Dr. Hammerness' deild menntarannsókna og mats; Rannsóknir deildarinnar beinast að rannsóknum á náttúrufræðinámi fyrir kennara, unglinga, börn, fjölskyldur og gesti safnsins.
.
