Skip to main content

Ísland árið 1703: Hvernig var ástandið?

Ísland árið 1703: Hvernig var ástandið? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. febrúar 2025 13:30 til 16:15
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af útgáfu bókarinnar Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi. Málþingið er haldið í Odda 101 laugardaginn 1. febrúar kl. 13:30–16:15 og verður í formi pallborðsumræðna þar sem höfundar kynna framlag sitt í stuttu máli og skiptast á skoðunum við aðra fræðimenn um valda þætti úr bókinni.

Á málþinginu verður einnig opnuð ný og stórbætt útgáfa af vef gagnagrunnsins 1703.is sem búinn var til í tengslum við rannsóknarverkefnið.

Málþingsstjóri er Anna Agnarsdóttir.

Verið öll velkomin!

Dagskrá

13:30–15:00. Fyrri hluti

  • Setning málþings: Anna Agnarsdóttir, prófessor emerita í sagnfræði
  • Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði: Örkynning á Ástandinu.
  • Áhrif harðindanna 1696–1702 á mannfjölda og fjölskyldur.
    Ólöf Garðarsdóttir, prófessor í félagssögu, Sigríður Hjördís Jörundsdóttir skjalavörður og Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði.
  • Grasbúð, hjáleiga, húsmenn, höfuðból ...? Vandinn við að skilgreina 300 ára gamlan veruleika.
    Óskar Guðlaugsson doktorsnemi í sagnfræði og Hrefna Róbertsdóttir þjóðskjalavörður.
  • Tengsl byggðamynsturs og náttúrufars á 18. öld.
    Ingibjörg Jónsdóttir, dósent í landfræði og Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði.

15:00– 15:15.  Kaffihlé

15:15–16:15. Seinni hluti

  • Ástand höfuðbóla um 1700.
    Árni Daníel Júlíusson, sérfræðingur á Hugvísindasviði og Helgi Þorláksson, prófessor emeritus í sagnfræði.
  • „Fátækur en frjáls“? Hlutskipti íslenska bóndans.
    Guðmundur Jónsson og Már Jónsson, prófessor í sagnfræði.
  • Opnun nýrrar útgáfu af vefnum 1703.is. Óskar Guðlaugsson og Ingibjörg Jónsdóttir kynna.

16.15: Málþingi slitið.

Boðið verður upp á léttar veitingar að málþingi loknu.

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af útgáfu bókarinnar Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi. Málþingið er haldið í Odda 101 laugardaginn 1. febrúar kl. 13:30–16:15.

Ísland árið 1703: Hvernig var ástandið?