Skip to main content

Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk

Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. maí 2024 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

Stofa 101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Tveir fyrirlestrar verða á dagskrá miðvikudaginn 29. maí í fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins um innflytjendur og flóttafólk.

Slóð á streymi >

Fyrra erindi:
Það er ekki Rómafólk á Íslandi...eða hvað?
 Marco Solimene, lektor í mannfræði við Háskóla Íslands. 

Litið yfir rannsóknir á Rómafólki á Íslandi. Hættan á sérstakri tegund kynþáttafordóma, sem einnig er þekkt sem anti-gypsyism, er skoðuð út frá hinu íslenska tilviki. Marco mun flytja erindið á ensku.

This contribution presents an overview of an ongoing research project on the Roma presence in Iceland.  By unraveling the peculiarity of the Icelandic case, it also reflects on the dangers behind a specific form of racism known as anti-Gypsyism. 

Seinna erindi:
Ungir innflytjendur á Íslandi: Tengsl við skóla og samfélagið
Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands

Í erindinu verður farið yfir nýja rannsókn þar sem upplýsinga var aflað meðal grunn- og framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Tengsl ungs fólks við jafnaldra, skólaumhverfið, hverfið sitt, borgina og samfélagið í heild voru könnuð. Farið verður yfir nokkra lykilþætti í upplifun þess að tilheyra meðal ungmenna með erlendan bakgrunn í samanburði við jafnaldra sem hafa íslenskan bakgrunn.

Vegna mikilvægi aðlögunar/inngildingar (e. integration) fyrir innflytjendur sjálfa og samfélagið í heild, hefur fjöldi rannsókna verið gerðar til auka skilning á þáttum er auðvelda eða hindra aðlögunarferli innflytjenda. Þungamiðjan í aðlögunarferlinu er að innflytjendur upplifi að þeir tilheyri samfélaginu, en þessi tilfinning er sérstaklega mikilvæg á unglingsárunum. Þrátt fyrir hraðan vöxt innflytjenda á Íslandi hafa þessir þættir ekki verið kannaðir hér á landi.  

Slóð á streymi >

Þau sem flytja erindi í þessari umferð eru: Marco Solimene, lektor í mannfræði og Margrét Valdimarsdóttir, dósent í félagsfræði

Fyrirlestraröð Þjóðarspegilsins: Innflytjendur og flóttafólk