Framtíð bankaþjónustu á Íslandi

Hvenær
14. maí 2019 12:00 til 13:00
Hvar
Háskólatorg
101
Nánar
Aðgangur ókeypis
Bankaþjónusta hefur aldrei staðið á jafn miklum tímamótum og nú þegar lítil sem stór fjártæknifyrirtæki hafa bæst í hóp samkeppnisaðila og bankarnir eru að breytast hratt til að koma til móts við nútíma þarfir viðskiptavina. Edda Hermannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka mun ræða um framtíð banka á Íslandi, fara yfir þær áskoranir sem framtíðarstjórnendur munu standa frammi fyrir og hversu mikilvæg samskipti verða samhliða örum tæknibreytingum.
Edda Hermannsdóttir - Forstöðumaður markaðs- og samskiptasviðs Íslandsbanka
