Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf

Grand Hotel Reykjavík, Háteigur 4.hæð
Ráðstefnan Fjöltyngdar fjölskyldur og skólastarf fer fram 21. september kl. 9-15 á Grand Hotel Reykjavík.
Tungumálastefna, fjöltyngi og skólastarf verða í brennidepli á ráðstefnunni. Fyrirlesarar koma frá Svíþjóð, Belgíu, Krít, Noregi, Bretlandi og Kanada og fjalla um móttökudeildir, skólaþróun og menntastefnu, rannsóknir og þróunarverkefni í samstarfi við leik- og grunnskóla, tungumálastefnu, tengsl kennara og foreldra og sjálfsmyndir barna sem alast upp við mörg tungumál.
Meðal fyrirlesara verður Jim Cummins en hann er vel þekktur fræðimaður og frumkvöðull á þessu sviði. Erindi hans nefnist Multilingual development and literacy socialization: Creating a foundation for educational success in the preschool and primary school years.
Rannsóknarhópur um tungumálastefnu og starfshætti fjölskyldna innflytjenda á Íslandi og áhrif þeirra á menntun stendur fyrir ráðstefnunni ásamt Deild kennslu- og menntunarfræði við HÍ. Rannsóknarhópurinn stýrir stórri rannsókn hér á landi sem styrkt er af RANNÍS og verða hún kynnt á ráðstefnunni.
Ráðstefnan á erindi við kennara og stjórnendur á öllum skólastigum, fræðafólk, stefnumótunaraðila og fjölmiðla. Erindi og umræður verða á ensku.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér
Athugið! Þátttökugjald er 3.000kr. Hádegisverður og kaffi er innifalið.
