Skip to main content

Bréf vesturfara heim til Íslands - málþing

Bréf vesturfara heim til Íslands - málþing - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
25. júní 2019 13:00 til 16:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 25. júní næstkomandi verður haldið málþing í Háskóla Íslands um bréfaskipti milli Íslendinga í Vesturheimi og gamla heimalandinu. Íslendingar líkt og fleiri Evrópubúar tóku að flykkjast vestur um haf í leit að betra lífsviðurværi víða um hina stóru álfu á ofanverðri nítjándu öld. Bréfaskipti geta og hafa varpað áhugaverðu ljósi á lífið í nýju heimkynnunum og hér verður enn bætt í. Fimm framsögumenn fjalla um og greina upplifun og lífsreynslu, búskaparhætti, ástarmál, sjálfsmyndir, vonbrigði og ávinning Íslendinga í nýjum heimkynnum frá Winnipeg og Nýja Skotlandi í norðri allt suður til Brasilíu.

Áherslur fyrirlesaranna eru ólíkar innbyrðis rétt eins og þau landsvæði sem vesturfararnir völdu sér til framtíðarbúsetu. Óhætt er þó að fullyrða að hér verður dregin upp forvitnileg mynd af lífi og örlögum fólks í nýjum átthögum sem voru afar frábrugðnir heimahögunum á Íslandi.

Málþingið fer fram í glæsilegum fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og stendur frá kl. 13 til 16.

Fyrirlesarar:

  • Fred Woods (ásamt Kára Bjarnasyni): „Icelandic Conversion, Arrest, and Immigration to a Mormon West“
    This lecture tells the captivating story of the first three conversions to the Church of Jesus Christ of Latter-day Saints in Reykjavík in 1880. These baptisms into the Latter-day Saint faith (also known as Mormons) caused quite a commotion and the Icelandic Latter-day Saint missionaries who converted them (Jón Eyvindsson and Jakob B. Jónsson) were arrested by Reykjavík police officers Þorsteinn Jónsson and Jón Jónsson Borgfirðingur and forced to go to trial, which Jón kept a copy of in his journal. What is most interesting is that one of these three women baptized, Sigríður Jónsdóttir, was the wife of Þorsteinn Jónsson. Not long thereafter, Þorsteinn also converted and both he and his wife immigrated to Spanish Fork, Utah where they lived the rest of their lives. However, they did not forget about their friend Jón, but rather sent 19 known letters back to him from the years 1883-1896 which shed light on their journey to America, assimilation in Spanish Fork, Utah, and a description of life in the American West.  The conversion of Sigríður Jónsdóttir and her husband Þorsteinn also reveal challenges facing Icelandic converts in the late nineteenth century West and open a window into the past to understand the bond between Western Icelanders and their homeland, regardless of the thousands of miles that separated them from family and friends. The correspondence between Þorsteinn and his wife Sigríður with Jón Borgfirðingur, also reveals a wonderful friendship which continued many years after they left Reykjavík for Utah after embracing the Latter-day Saint message. This cache of letters is a wonderful reminder of the rich Icelandic heritage that connected this Nordic people and continues to link them to the present day.
  • Úlfar Bragason: Ástir í bréfum og dagbók Jóns Halldórssonar frá Stóruvöllum

    Jón Halldórsson (1838–1919), sem kenndi sig við Stóruvelli í Bárðardal, fluttist vestur til Bandaríkjanna alfarinn 1872. Hann gerðist landnámsmaður í Nebraska 1874 og bjó þar lengi ásamt konu og börnum en lést í Chicago 1919. Jón var mikið „bréfatröll“ og skrifaðist á við marga bæði hér á landi og fyrir vestan. Aðeins hluti þessara bréfa hefur varðveist svo að vitað sé, flest í bréfasafni Benedikts Jónssonar á Auðnum sem geymt er í Landsbókasafni. Hjá afkomendum Jóns er varðveitt dagbók hans frá árunum 1872–1877. Dagbókin er líka eins konar bréfabók því að Jón skrifar þar hjá sér frá hverjum bréf berast og bréf sem hann sendir. Í fyrirlestrinum verður fjallað um ástir Jóns og ástarraunir eins og þær birtast í bréfum og dagbók hans.

  • Hrafnkell Lárusson: „Útlagi“ sem þráði föðurlandið: Um samfélagssýn og sjálfsmynd í bréfum Guðmundar Jónssonar frá Húsey.

    Guðmundur Jónsson (1862-1950), sem kenndi sig við Húsey á Fljótsdalshéraði, var ötull bréfritari eftir að hann fluttist til Vesturheims og átti í bréfasamböndum við marga fyrrum landa sína á Íslandi. Guðmundur var hálfbróðir Jóns Jónssonar alþingismanns frá Sleðbrjót en þeir fluttust ásamt fjölskyldum sínum til Vesturheims árið 1903 og bjuggu þar til æviloka. Erfiðleikar beggja áttu ríkan þátt í flutningi þeirra vestur. Lífshlaup þeirra eru áhugaverð. Hjá þeim skiptust á skin og skúrir, en báðir risu til nokkurra metorða þrátt fyrir að vera af alþýðufólki komnir.

    Bréf Guðmundar eru afar vel skrifuð og veita skýra innsýn í líf hans, hugarheim og sjálfsmynd. Þau gefa mynd af manni sem var góðum gáfum gæddur en fékk ekki að njóta þeirra sem skyldi vegna ýmissa mótdrægra aðstæðna og tókst á við viðvarandi eftirsjá yfir því að hafa flust frá Íslandi. Bréfin eru þó fjarri því full af bölmóði heldur sýna skarpgreindan mann sem hafði litla formlega menntun en bjó engu að síður yfir víðsýni og glöggu innsæi á þróun þeirra samfélaga sem hann lifði og hrærðist í.   

  • Ólafur Arnar Sveinsson: „Það er þá komið svo að ég er kominn hingað og fer líklega lengra þó mamma sé ekki með“: Ferðasögur í sendibréfum íslenskra vesturfara

    Ferðasögur íslenskra vesturfara mynda hornstein vesturíslenskrar sagnaritunar. Þær birtast á hverjum vettvangi sem lýtur að sögu vesturfara, t.a.m. endurminningum, sögubókum, heimildamyndum o.s.frv. Áherslur vesturíslenskrar sagnaritunar hafa að mestu leyti hverfst um erfiðar raunir vesturfaranna, s.s. hvernig siglingarnar yfir Atlantshafið hafi reynst vesturförunum örðugar og reynt á líkamlegt þrek þeirra. Segja má að u.þ.b. 40 ferðasögur eða ferðalýsingar hafi varðveist í sendibréfum íslenskra vesturfara. Í þessu erindi verða þessi bréfaskrif tekin til nánari skoðunar, þau greind og varpað ljósi á tilgang vesturfaranna við að koma ferðalýsingum sínum á framfæri.

  • Jay Lalonde: „Setjist ekki að hér, engann veginn“: Um týnd bréf tíu Íslendinga frá Nýja-Skotlandi

    Saga nýlendunnar Marklands í Nýja-Skotlandi er einn þeirra þátta úr sögu vesturfaranna í Kanada sem nánast er gleymdur. Ýmsar ástæður urðu til þess að nýlendan lifði aðeins í sjö ár, t.a.m. ófrjór jarðvegur, talsverð einangrun og að endir var bundinn á stuðning frá héraðsstjórninni. Stór hópur landnema sem var á leið til Marklands upp St. Lawrence fljótið sumarið 1876, ákvað að breyta áformum sínum og flytja fremur til svonefnds Nýja Íslands í Manitoba eftir að hafa komist í kynni við Ólaf Brynjólfssoni frá Marklandi. Ólafur hafði bréf í fórum sínum, undirritað af tíu íbúum Marklands sem bersýnilega lýstu aðstæðum þar á afar neikvæðan hátt. Það varð til þess að aðeins sjö menn af a.m.k. 400 manna hópi hélt för sinni áfram til Nýja-Skotlands.

    Erindi mitt mun fjalla um bréf þessara tíu Íslendinga og sýna að þau — eins og sjálft árið 1876 —geta talist vendipunktur í sögu Marklands vegna þess að í kjölfarið fóru nánast allir Íslendingar sem fluttu til Kanada til Nýja Íslands við Winnipeg-vatn í Manitoba. Síðustu íbúar Marklands yfirgáfu heimili sín nokkrum árum síðar: langflestir þeirra fóru til Manitoba eða Norður-Dakóta. Örfáir Íslendingar urðu eftir í Nýja-Skotlandi en landið þar var ekki numið síðar svo arfur íslensku nýbyggðarinnar er enn sjáanlegur þar. Það er augljóst að ekki var vænlegur kostur að festa rætur á Marklandi en samt tóku þeir sem reynt höfðu fyrir sér þar, með sér nýja færni og mikla reynslu, m.a. af lífi í sérstakri íslenskri nýlendu.

    Þó ekki sé hægt að vita nákvæmlega hvað vonsviknir landnemarnir skrifuðu í bréfi sínu, þá er samt skýrt að það innsiglaði örlög Marklands á mjög skömmum tíma.

  • Eyrún Eyþórsdóttir: „Bréfaskrifti Brasilíufaranna“

    1863 og 1873 fluttust 39 Íslendingar búferlum til Brasilíu og settust þar að. Íslendingarnir mynduðu ekki með sér sérstakt samfélag eins og áætlað var í upphafi Brasilíuferða og lærðu fæstir afkomendur þeirra íslensku eða um íslenska siði. Þetta leiddi til þess að samskiptin voru takmörkuð á milli Brasilíufaranna og þeirra sem á Íslandi voru þegar fram liðu stundir. Fjallað var um hluta þeirra bréfa sem bárust í bók Þorsteins Þorsteinssonar Ævintýrið frá Íslandi til Brasílíu sem gefin var út 1937 en jafnframt birtist eitthvað af bréfum í Norðanfara. Þá eru til örfá bréf á skjalasöfnum.

    Erindið fjallar um bréf Brasilíufaranna „heim“ til Íslands og byggir á doktorsrannsókn Eyrúnar í mannfræði við Háskóla Ísland, um Brasilíufarana og afkomendur þeirra.

Um borð í skipinu Camoens.

Bréf vesturfara heim til Íslands - málþing