Skip to main content

Adam Smith og hagfræði umbóta og framfara

Adam Smith og hagfræði umbóta og framfara - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
6. desember 2023 16:20 til 17:20
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Adam Smith 300 ára.

Í tilefni af 300 ára afmæli Adams Smiths þá boða Hagfræðideild og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, í samstarfi við Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál, til málstofu miðvikudaginn 6. desember kl. 16:20-17:20 í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Þar mun Craig Smith, prófessor í sögu stjórnmálahugmynda flytja erindi sitt Adam Smith og hagfræði umbóta og framfara. Í erindi sínu mun hann fjalla um grundvallarhugmynd skosku upplýsingarinnar um efnahagsþróun. Þá mun hann ræða það hver tengslin eru milli hlutverka stjórnvalda og aukinnar auðlegðar þjóðanna í hugmyndum Adams Smiths. Prófessor Craig Smith ber saman tvær ólíkar kenningar um efnahagsþróun sem báðar eiga rætur að rekja til Skotlands átjándu aldar. Önnur byggir á hugmynd James Steuart, forvera Adams Smith, hugmynd sem sá síðarnefndi hafnaði. Hin byggir á hugmyndum Adams Smith um umbætur og framfarir.

Craig Smith er prófessor í sögu stjórnmálahugmynda við félags- og stjórnmálavísindasvið Glasgow-háskóla. Rannsóknir hans beinast að siðferðis- og stjórnmálakenningum skosku upplýsingarinnar. Hann er höfundur ritanna: Adam Smith's Political Philosophy: the invisible hand and spontaneous order; Adam Ferguson and the Idea of Civil Society: moral science in the Scottich Enlightenment og Adam Smith. Hann ritstýrði, ásamt öðrum, The Oxford Handbook of Adam Smith og The Cambridge Companion to the Scottish Enlightenment. Þá er hann einnig nýr ritstjóri The Adam Smith Review.

Fyrirlestur prófessors Craigs Smiths er hluti af fyrirlestraröðinni „Smith around the world“ í tilefni 300 ára árstíðar Adams Smiths.

Boðið verður upp á léttar veitingar að málstofu lokinni.

Craig Smith, prófessor í sögu stjórnmálahugmynda við félags- og stjórnmálavísindasvið Glasgow-háskóla.

Adam Smith og hagfræði umbóta og framfara