37. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar HÍ
Hvenær
27. janúar 2024 9:55 til 16:30
Hvar
Edda
Fyrirlestrasalur
Nánar
Aðgangur ókeypis
37. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins og Málvísindastofnunar Háskóla Íslands verður haldin í fyrirlestrasal Eddu — Húsi íslenskunnar laugardaginn 27. janúar 2024. Þetta er árleg ráðstefna, öllum opin, þar sem fræðimenn úr ýmsum áttum fjalla um mál og málvísindi í víðum skilningi.
Dagskrá:
- 9:55-10:00. Setning ráðstefnunnar.
- 10:00-10:30. Ellert Þór Jóhannsson. Rasmus Rask og drög að dansk-íslenskri orðabók
- 10:30-11:00. Jóhannes B. Sigtryggsson. Kerfi þriggja mismunandi stafmerkja yfir sérhljóðum – hálfmisheppnuð stafsetningartilraun Rasks
- 11:00-11:30. Auður Hauksdóttir. Hvers vegna voru áhrif frá dönsku á Íslandi með allt öðrum hætti en í Noregi og Færeyjum? Um tengsl íslensku, norsku og færeysku við dönsku í sögulegu samhengi
- 11:30-12:00. Ásgrímur Angantýsson, Finnur Friðriksson og Stefanie Bade. Nýjasta þróun norðlenskra og sunnlenskra framburðarafbrigða og viðhorf til þeirra
- 12:00-13:00. Matarhlé.
- 13:00-13:30. Rannveig Sverrisdóttir. Ein mínúta af gögnum er 100 mínútna vinna: Um aðferðafræði og skráningu gagna í táknmálsrannsóknum
- 13:30-14:00. Jóhannes Gísli Jónsson. Orðaröð í íslensku táknmáli
- 14:00-14:30. Þórhallur Eyþórsson. Sagnir með eignarfallsfrumlagi
- 14:30-15:00. Kaffihlé.
- 15:00-15:30. Kristín Bjarnadóttir. Sagnaskortur í BÍN: Samanburður við orðaforða í Risamálamálheild (2022)
- 15:30-16:00. Einar Freyr Sigurðsson og Ingunn Hreinberg Indriðadóttir. Aðeins um horf í íslensku og rússnesku
- 16:00-16:30. Anton Karl Ingason og Lilja Björk Stefánsdóttir. Spagettíkúrfur í krísu: Að hafa mismikla stjórn á aðstæðum
- 16:30. Ráðstefnunni slitið.
Edda - Hús íslenskunnar.