Um setrið Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi var stofnað 2008 en hlé gert á reglulegri starfsemi þess frá árinu 2010 til ársins 2018. Í millitíðinni hélt Stofnun rannsóknasetra úti nokkrum verkefnum á Austurlandi, m.a. á svæðisbundinni fjölmiðlun ásamt fleiri smærri rannsóknaverkefnum sem unnin voru á svæðinu ásamt því að veita stuðning til að hægt væri að auka tímabundið þjónustu við nemendur í fjarnámi við HÍ. Frá árinu 2015 til 2018 var starfsemi á vegum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi með rannsóknaverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu var viðfangsefnið. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi tók síðan aftur til starfa 1. júní 2018 með ráðningu forstöðumanns. Yfirmarkmið setursins eru rannsóknir á tengslum manns og náttúru. Meginmarkmið setursins eru að: Auka þekkingu á sögu samfélags og náttúru Austurlands. Stunda og stuðla að rannsóknum á sögu, samfélagi og náttúru á Austurlandi. Efla samstarf Háskóla Íslands við menningarstofnanir, vísindamenn og fræðafélög á Austurlandi. Vinna að sérfræðiverkefnum á sviði sérverkefna eins og tilefni og kostur er. Setrið er til húsa að Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum. Starfsfólk Unnur Birna KarlsdóttirForstöðumaðurunnurk [hjá] hi.is Rannsóknir Áhugamannafélög sem samfélagslegir drifkraftar fyrir útivist og náttúruvernd Áhugamannafélög sem samfélagslegir drifkraftar fyrir útivist og náttúruvernd: Rannsókn á sögu Ferðafélag Fljótsdalshéraðs og Náttúruverndarsamtaka Austurlands. Tvö fámenn en engu að síður ötul félagasamtök hafa sett svip á sambúð manns og náttúru á Austurlandi, á sviði náttúrufræðslu, náttúruverndar, ferðaþjónustu í formi frístundalífs og útivistar og fleira. Í rannsókninni er saga þessara félaga skoðuð og hver áhrif þau hafa haft í tengslum við fyrrnefnt og hvernig tilvist þeirra hefur þannig brúað bil, sem rök má færa fyrir, að hefði ekki verið brúað nema fyrir þeirra tilstilli. Rannsóknin tekur mið af erlendum rannsóknum á áhrifum félagasamtaka í þágu tengsla manns og náttúru. En slík saga á sér rúmlega aldagamla hefð innan vestrænnar náttúrusýnar en tók kipp í framkvæmd hér á landi á árunum í kringum 1970 í kjölfar alþjóðlegrar vitundarvakningar um náttúruvernd og umhverfismál. Climate-society-interactions in East Iceland in the period 1970-2024 This research discusses climate issues in the East and Iceland in the last decades as they crystallised around specific topics. Firstly, there is a debate for and against the largest hydroelectric power plant in Iceland, Kárahnjúkavirkjun, built in the first decade of the 20th century. Secondly, there is the contemporary debate about wind power plants in the same part of the country. The discussion threads about climate issues and people’s attitudes towards them are followed, whether referring to local issues or the international debate on climate problems and global warming. Thirdly, it will also consider recent years’ discussion about forestry as a solution to climate issues and the arguments that have been put forward against such resolutions. All these issues, including the debate on hydropower, wind power, and forestry, are likely to have led to disputes where it has been difficult to reconcile opposing points of view. This has resulted in divisions in the local community and on a national level in Iceland. Attitudes towards climate issues and the actions to solve them are thus far from being uncontroversial in Iceland, as is the case in other places in the world, as solutions to produce green energy and carbon sequestration tend to clash significantly with views and facts in the protection of ecosystems and natural landscapes. Attitudes towards climate issues and different perspectives regarding the coexistence of man and nature are thus far from being in harmony in the East, as the profound disputes over hydropower plants in the region reflect. More recently, there have been tensions for and against the proposed plans for wind farms in the highlands of East Iceland. The same development has been regarding the discussion about forestry, which is taking a new direction in the East, where companies buy up land and plant forests under the guise of carbon sequestration. Opponents of all these plans have pointed out that no matter what arguments recommend these actions in the interest of working against the climate problem, they should weigh more heavily on inhibiting the extensive damage to the landscape and the ecosystem of the region that they entail. In this way, the talk will discuss a study of how climate issues do not contain simple aspects or solutions but are complex issues that need to be looked at from many angles, e.g. from the point of view of nature conservation in the local area. However, some arguments support the issue from the point of view of the international fight against the climate problem. Measures against climate change are one of Man’s most essential tasks today. However, the question remains where and how to do it. Are all actions acceptable under the “green energy” banner? On what scale are we ready to sacrifice ecosystems and landscapes, arguing that it is in the interest of fighting climate change? This topic is changing the natural and cultural landscape in East Iceland, but that is not all. It also causes a rift in the local community. Endar dýraverndin í fjöruborðinu? Endar dýraverndin í fjöruborðinu? Um dýraverndarstefnu á Íslandi í tilviki sjávarspendýra. Í verkefninu sem er á sviði umhverfissagnfræði (environmental history) er fjallað um megineinkenni dýraverndarstefnu á Íslandi almennt, upphafið og þróun dýraverndarhugmynda hér á landi á 20. og 21. öld. Raktir verða tilteknir þræðir í sögu dýraverndar hér á landi með áherslu á viðhorf Íslendinga til sjávarspendýra, einkum hvala en einnig sela, í ljósi umræðu um þessar tegundir og stefnu varðandi veiðar eða friðun á þeim á síðustu árum og áratugum. Rannsóknarspurningar eru helst þessar: Hvaða viðhorf hafa verið ríkjandi hvað lengst, hvað hefur breyst í aðalatriðum og hvernig endurspeglast tiltekin sýn á sambúð manns og náttúru hér á landi í afstöðunni til veiða eða friðunar hvala og sela við Íslandsstrendur. Nálgunin byggir á umhverfis- og hugmyndasögulegum grunni, og heimildir sem stuðst er við eru bæði frumheimildir og eftirheimildir, ritað mál og ljósvakamiðlar o.s.frv. Um er að ræða þema sem hefur vakið miklar deilur á Íslandi og valdið djúpum flokkadráttum og rannsóknarefnið sem umfjöllunarefni um þessar mundir á því brýnt erindi sem framlag fræðimanns til þjóðmálaumræðunnar ekki síður en sem vísindalegt framlag. Fiskeldi í sjó; bjargvættur eða bölvun?Fiskeldi í sjó; bjargvættur eða bölvun? - Um viðhorf til fiskeldis í sjókvíum á Íslandi. Verkefnið felst í söfnun heimilda og greiningu á umræðu um fiskeldi í sjó hér á landi, á Austfjörðum og Vestfjörðum. Áhersla er lögð á að greina meginþætti í gagnrýni á sjókvíaeldið og í stuðningi við það. Hugtökin sjálfbærni og náttúru- og umhverfisvernd er höfð til hliðsjónar sem lykilhugtök sem kastljósinu var beint að, en einnig er hugað að hversu stórt hlutverk rök um atvinnuþróun, atvinnumál, byggðastefnu og auðlindanýtingu hefur leikið í umræðunni. Verkefnið er á sviði hugmyndasögu og umhverfissagnfræði. Verkefnið var hafið sumarið 2020 með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og ráðningu háskólanema í BA-námi í sagnfræði til 3 mánaða. Glæpur og refsing í Múlaþingi Glæpur og refsing í Múlaþingi: Rannsókn á brotamálum sem skráð eru í dómabækur Múlasýslna á 19. öld Verkefnið felst í skráningu og rannsókn á dómsmálum sem skráð voru og varðveitt í Dómabókum Suður- og Norður-Múlasýslu á 19. öld. Skráð verða kerfisbundið dómsmál og afgreiðsla þeirra svo rannsaka megi í framhaldinu hvaða flokkar afbrota koma fyrir, hver þjóðfélagsstaða brotlegra er, skipting eftir kyni, hverjar algengustu refsingar voru samkvæmt dómum, hvort samræmi var í dómum fyrir brot af sama eða hliðstæðu tagi og hvernig þessar heimildir endurspegla lífsbaráttu fólks. Einnig hvort og þá hvernig utanaðkomandi þrengingar á borð við harðindi eða náttúruhamfarir hafa áhrif á afbrot og eðli þeirra. Sakamál og afgreiðsla þeirra í réttarkerfinu eru merkilegar heimildir sem geta varpað ljósi á þjóðfélagsstöðu fólks, eftir stétt, stöðu og kyni. Þetta atriði var hvatinn að því að til verkefnisins er stofnað. Markmiðið sumarið 2020 er að komast eins langt og unnt er við að skrá niður upplýsingar kerfisbundið upp úr dómabókum Múlasýslna. Úrvinnsla og greining upplýsinganna verður unnin þegar náðst hefur að skrá öll dómsmálin sem komu fyrir rétt í héraði á Austurlandi á 19. öld, málsaðila þeirra, tegund afbrota og refsinga og fleira. Verkefnið hófst sumarið 2020 með styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna og ráðningu háskólanema á mastersstigi í sagnfræði til 3 mánaða. Með öræfin í bakgarðinum - um tengsl samfélags og hálendis á Austurlandi Verkefnið felst í rannsókn á hinum ýmsum hliðum tengsla manns og öræfa Austurlands. Öldum saman hafa öræfi Austurlands átt sér bæði raunverulega og ímyndaða hlið sem sá afskekkti heimur sem þau hafa löngum verið. Þar má bæði fræðast um sögu náttúruafla og lífsbaráttu samfélaga við rætur þeirra, auk gildis þeirra í dag fyrir auðlindanýtingu, náttúruvernd og náttúrutúrisma. Markmiðið er að leiða saman þverfræðilegar rannsóknir um efnið. Verkefninu var hleypt af stokkunum með ráðstefnu á Hótel Héraði vorið 2018 þar sem komu saman með erindi vísindamenn af hinum ýmsu fræðasviðum ásamt heimamönnum. Fyrstu áfangar í rannsóknum í þessu þema af hálfu Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi eru tvær birtar greinar: „Um ást á öræfum; og áhrif hennar á verndun miðhálendisins“, Ritið. Tímarit Hugvísindastofnunar 3/2019, bls. 45–67, og „Hálendisheimur opnast. Um náttúrusýn í frásögnum öræfafara norðan Vatnajökuls á 18. og 19. öld.“ Skírnir. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags 192:2 (2018), bls. 302-338. Næsti áfangi er yfirstandandi rannsókn á Íslandsferðum þýska jarðfræðingsins dr. Emmu Todtmann undir vinnuheitinu: „Konan sem kannaði leyndardóma jöklanna. Emma Todtmann og rannsóknir hennar á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar.“ Með öræfin í bakgarðinum - ráðstefna Ritið Skírnir Menningarminjar á bökkum Jöklu Markmiðið með rannsókninni er tvíþætt. Í fyrsta lagi; rannsókn á sögu sambúðar samfélagsins á bökkum Jöklu við þetta mikla jökulfljót, sem oft var mikill farartálmi en heimamenn fundu leiðir til að komast yfir ána samt sem áður. Sögunni safnað í máli og myndum. Í öðru lagi; skráning og gerð varðveislustefnu yfir fornar minjar meðfram farvegi Jökulsár á Dal/Brú (Jöklu) í þeim tilgangi að forða fornleifum og fornminjum sem er að finna með bökkum árinnar við og neðan við bæinn Brú og til sjávar frá eyðingu/skemmdum af náttúrunnar eða manna völdum og þá um leið frá gleymsku eins og stefnir í að verði ef ekkert verður að gert. Enn eru þessar minjar sýnilegar, sumar næstum í upprunalegu horfi en það mun ekki vara til framtíðar og nauðsyn að grípa til aðgerða. Saga hreindýra á Íslandi Verkefnið felst í rannsókn á sögu sambúðar manna og hreindýra á Íslandi. Fyrstu hreindýrin voru flutt til Íslands frá Finnmörku í Noregi árið 1771 og var þeim ætlað að verða Íslendingum lífsbjörg á erfiðum tímum. Fyrsti áfangi rannsóknarinnar var útgáfa bókarinnar Öræfahjörðin. Saga hreindýra á Íslandi, (Sögufélag, 2019). Bókin fjallar um sögu hreindýra á Íslandi frá seinni hluta átjándu aldar til dagsins í dag. Rannsóknin er heildstæð hugmyndasaga sem fjallar jafnt um hreindýrin sjálf sem viðhorf landsmanna til þeirra. Sagðar eru sögur af harðri lífsbaráttu á hreindýraslóðum, æsilegum veiðiferðum og misjöfnum tilraunum til hreindýrabúskapar. Ekki má gleyma hreindýrunum sem áður gengu í Þingeyjarsýslu, á Reykjanesskaga og í Fljótshlíð en eru nú horfin af sjónarsviðinu. Seinni áfangi verkefnisins felst í að koma efninu á framfæri í ritrýndum erlendum tímaritum. Sögufélag Saga verkalýðsbaráttu á Austurlandi á fyrri hluta 20. aldar og þátttaka og áhrif kvenna í þeirri sögu Sjónum verður beint að upphafi þátttöku kvenna í verkalýðsbaráttu á Austurlandi á fyrri hluta 20. aldar. Hvenær komu konur inn í verkalýðsbaráttu á Austurlandi og með hvaða hætti? Störfuðu þær með körlum í slíkum félögum og þá hvaða eða tóku þær sig út úr, og ef svo þá af hvaða ástæðum? Höfðu konur áhrif innan verkalýðshreyfinga á þessum tíma og þá hvernig? Er hægt að draga fram sérstakar áherslur í málflutningi kvenna í verkalýðsfélagasögunni sem greinir sig frá meginstraumsumræðu verkalýðsbaráttu þessa tíma þar sem karlar voru ráðandi? Þessum spurningum og fleirum verður svarað í því markmiði að kortleggja áhrif kvenna á vinnumarkaði alþýðu á Austurlandi á rannsóknartímabilinu. Rannsóknin leitar fanga í erlendar rannsóknir til samanburðar og fræðilegrar undirstöðu. En rannsóknir erlendis hafa sýnt að konur ráku sig á veggi þegar þær tóku að starfa með verkalýðsfélögum með körlum þar sem þær væntu samstöðu en fundu ekki. Rannsóknir sýna einnig að konur tóku þá stundum málin í sínar hendur, klufu sig út úr verkalýðsfélögum þar sem karlar mótuð alla stefnu og stofnuðu sínar eigin hreyfingar, og sumstaðar gengu konur í borgarastétt til liðs við verkakonur í sögu baráttuhreyfinga kvenna snemma á 20. öld. Hvernig var þessu háttað á Austurlandi? Var þróunin í þátttöku verkakvenna í verkalýðsfélögum svipuð á Austurlandi og annarsstaðar á landinu eða eru einhver atriði sem marka Austurlandi sérstöðu? Samfélagsþróun á Austurlandi á 18.-21. öld Verkefnið felst í kortlagningu á mannfjöldaþróun á Austurlandi á tímabilinu 1700-2020 í því markmiði að varpa ljósi á sveiflur í þeirri sögu og tengja þær við helstu augljósu skýringar og leita nýrra ef fyrri rannsóknir skýra ekki allar breytingar á mannfjölda og íbúasamsetningu í fjórðungnum. Verkefnið felur fyrst og fremst í sér öflun tölfræðilegra gagna úr frumheimildum sem nú eru aðgengilegar í því skyni að sína þróunina í búsetu á Austurlandi s.l. rúmar þrjár aldir, enda er mikilvægt atriði í umræðu um byggðaþróun í dag að þekkja sögulega þróun íbúafjölda og samfélagsbreytinga fyrr og nú. Þegar náttúruperla verður heimsfræg: Stuðlagil og samfélagsleg áhrif aðsóknar ferðamanna í gilið. Heimsfrægð í skjótu bragði – Stuðlagil og áhrif vinsælda þess: Sumarið 2017 gerðust þau undur og stórmerki á Efra-Jökuldal á Austurlandi að bílaleigubílar tóku að streyma inn dalinn eftir mjóum malarveginum sem hingað til hafði verið fáfarinn. En nú brá svo við að það kom bíll eftir bíl og keyrt var heim í land tveggja bæja, beggja megin Jökulsár á Dal. Ferðafólk snaraðist út úr bílunum og stefndi að gili sem fyrirheit var um að væri einstakt að gerð. Staðurinn hafði þá svo lengi sem menn mundu haft sitt nafn og sess meðal heimamanna og var þekktur meðal margra á Austurlandi en við frægðina hlaut hann nýtt heiti sem festist í sessi og heitir nú Stuðlagil vegna hinna sérstæðu stuðlabergshamra sem þarna eru. Í erindinu verður litið til kenninga og rannsókna á því hvaða áhrif það hefur á náttúru og samfélag á fáförnum slóðum ef náttúrufyrirbæri verða snögglega eftirsóttur áfangastaður ferðamanna og hvaða atriði í því má heimfæra upp á þróun á Efra-Jökuldal vegna vinsælda Stuðlagils. Hér erum við Vonarland Tjarnarbraut 39a 700 Egilsstaðir Sími: 525 4911 Netfang: unnurk@hi.is Facebook Ensk vefsíða setursins Tengt efni Stofnun rannsóknasetra facebooklinkedintwitter
Markmiðið með rannsókninni er tvíþætt. Í fyrsta lagi; rannsókn á sögu sambúðar samfélagsins á bökkum Jöklu við þetta mikla jökulfljót, sem oft var mikill farartálmi en heimamenn fundu leiðir til að komast yfir ána samt sem áður. Sögunni safnað í máli og myndum. Í öðru lagi; skráning og gerð varðveislustefnu yfir fornar minjar meðfram farvegi Jökulsár á Dal/Brú (Jöklu) í þeim tilgangi að forða fornleifum og fornminjum sem er að finna með bökkum árinnar við og neðan við bæinn Brú og til sjávar frá eyðingu/skemmdum af náttúrunnar eða manna völdum og þá um leið frá gleymsku eins og stefnir í að verði ef ekkert verður að gert. Enn eru þessar minjar sýnilegar, sumar næstum í upprunalegu horfi en það mun ekki vara til framtíðar og nauðsyn að grípa til aðgerða.