Hugvísindaþing 2024 - fyrri dagur
Hugvísindaþing 2024 verður haldið í Háskóla Íslands dagana 8. og 9. mars. Á Hugvísindaþingi er borið fram það helsta í fræðunum í stuttum fyrirlestrum og málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Meðal þess sem fjallað verður um í ár er femínísk siðfræði í Barbie, goð og hetjur, strumpa- og skordýramál, sögulegar rætur kynþáttahyggju, brennivínslandið Ísland, smásögur, sjálfstæðiskonur 20. aldar, áskoranir listar og tækni, kennsluþróun í hugvísindum, íslenskar kvikmyndir, máltækni, söfn og fjarlestur.
Ólöf Garðarsdóttir, forseti Hugvísindasviðs, setur þingið í fyrirlestrasal Eddu föstudaginn 8. mars kl. 12. Í kjölfarið flytur Carolyne Larrington, boðsfyrirlesari þingsins, hátíðarfyrirlestur. Sjá dagskrá Hugvísindaþings 8. mars.
Málstofur fara fram í Árnagarði, Lögbergi, Odda og Veröld, en nánari upplýsingar birtast síðar. Aðgangur er öllum heimill og ókeypis. Verið velkomin á Hugvísindaþing!
Hugvísindaþing 2024 verður haldið 8. mars.