Skip to main content

Línuleg og ólínuleg framsetning í örseglunarhermun

Línuleg og ólínuleg framsetning í örseglunarhermun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. febrúar 2024 14:20 til 15:30
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Vitaliy Lomakin, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild University of California, San Diego, flytur fyrirlesturinn Línuleg og ólínuleg framsetning í örseglunarhermun.

Ágrip

Segulefni og segulörtól er mikilvægur hlekkur í fjölmörgum tæknilausnum svo sem fyrir útreikninga og minniseiningar. Tölfræðileg tól til að herma eiginleika þeirra eru því gríðarmikilvæg til að öðlast skilning á eiginleikum og nýtingarmöguleikum á flóknum kerfum. Örseglunarhermun, sem byggir á Landau-Lifshitz-Gilbert jöfnunni (LLG), tvinnuð saman við aðra eðlisfræðilega eiginleika þarfnast því samþættingar margra hluta svo sem eðlisfræðiframsetningar, stærðfræðilegs grunns og hraðvirkra tölfræðilegra aðferða. Hröðum segulbreytingum er hægt að lýsa á mismunandi vegu svo sem út frá línulegum, hálflínulegum og ólínulegum þáttum. Í fyrirlestrinum verður farið yfir framsetningu og hraðvirkar tölfræðilegar aðferðir sem nýtast fyrir þessa ólíku þætti. Farið verður yfir hvernig segulsvið í slíkum kerfum er hermað á hagkvæman máta með því að leysa ólínulegu LLG jöfnuna. Línuleg LLG framsetning verður kynnt sem inniheldur spunaörvanir fyrir tímaháðar lausnir og fyrir örvaðar lausnir í tíðnirúmi. Lausnir með hreintónajafnvægi verða kynntar og hvernig þær nýtast til að rannsaka víxlverkun milli ólíkra sveiflna í hálflínulegum kerfum. LLG jafnan er notuð til að leiða út Fokker-Plank jöfnuna til ákvarða beint safneðlisfræðilegar dreifingar á segluninni í flóknum segulkerfum. Dæmi um kerfi sem þessi framsetning er notuð á eru útreikningar á segulskiptistraumi og minnisvillum í segulminniseiningum, segulhermunareiginleikar efna og yfirtónaástönd í ljósörvuðum spunasveiflum.

Um fyrirlesarann

Vitaliy Lomakin lauk MS námi í rafmagnsverkfræði frá Kharkiv National University í Úkraínu árið 1996 og Ph.D. gráðu í rafmagnsverkfræði frá Tel Aviv University árið 2003. Árin 2002 til 2005 starfaði hann sem nýdoktor og gestaprófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild University of Illinois at Urbana Champaign. Hann hóf störf við rafmagns- og tölvuverkfræðideild University of California, San Diego (UCSD) árið 2005 þar sem hann starfar nú sem prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði. Rannsóknir hans er  hans eru meðal annars á sviðum tölvuútreikninga á seguleiginleikum, tölvuútreikninga á rafseguleiginleikum, örsegulhermunar, hönnun segulefna og segultóla og rafsegulfræðileg greining og hönnun á örbylgju- og ljós mynstrum.

Dr. Vitaliy Lomakin, prófessor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild University of California, San Diego, flytur fyrirlesturinn Línuleg og ólínuleg framsetning í örseglunarhermun.

Línuleg og ólínuleg framsetning í örseglunarhermun