Skip to main content

Miðbiksmat í jarðvísindum - Yilin Yang

Miðbiksmat í jarðvísindum - Yilin Yang - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
19. febrúar 2024 10:00 til 12:00
Hvar 

Askja

Stofa 367

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Heiti ritgerðar:
:Jarðskorpuhreyfingar í Kröflu og líkangerð þeirra með raunsæju mati á efniseiginleikum jarðar

Doktorsnefnd: 
Freysteinn Sigmundsson, Halldór Geirsson, Joachim Gottsmann, Vincent Drouin.

Ágrip:
Meginmarkmið verkefnis er að auka skilning á eldstöðvakerfi Kröflu, með rannsóknum á jarðskorpuhreyfingum, þar sem tekið tekið er tillit raunsærra efniseiginleika jarðar. Ferli í undirliggjandi kvikukerfi verða rannsökuð, svo og ferli í tveimur háhita jarðhitakerfum á svæðinu. Síðustu meiriháttar umbrot á svæðinu voru Kröflueldar 1975-1984, þegar um 20 kvikuinnskot og 9 eldgos urðu. Jarðskorpuhreyfingar verða rannsakaðar bæði í Kröflueldum sem og á nýliðnum árum. Í upphafsfasa verkefnisins var þróuð ný aðferð til að meta breytingar í tímaröðum jarðskorpuhreyfinga, með óvissu, og nota þá aðferð til að kanna möguleg tengsl milli ferla í Kröflu og öðrum eldstöðvakerfum í Norðurgosbelti Íslands. Samfelldar GNSS (Global Navigation and Satellite System) mælingar á jarðskorpuhreyfingum sýna að breyting varð á jarðskorpuhreyfingum í Kröflu á sama tíma og breytingar urðu í eldstöðvakerfi Bárðarbungu, mánuðina áður en kvikugangur myndaðist þar 2014-2015. Þetta bendir til mögulegrar samtengingar á milli ferla í eldstöðvakerfunum, hugsanlega í gegnum á jarðlag á miklu dýpi með hlutbráð. Yfirstandandi vinna í verkefninu felst í fíntúlkun og endurmati á líkani af tímaröð gangainnskotanna í Kröflueldum. Frumniðurstöður benda til að tiltölulegu lágur yfirþrýstingur hafi verið í kvikusöfnunarsvæðinu undir Kröflu þegar fyrsta gangainnskotið átti sér stað, og að togspenna vegna flekahreyfinga eigi mikinn þátt í að skýra meiriháttar kvikuinnskot á svæðinu. Stærð, lögun og eiginleikar kvikusöfnunarsvæðisins hafa mikil áhrif á gangainnskot sem verða. Áætluð framtíðarvinna í verkefninu felst í að útbúa líkan af jarðskorpuhreyfingum sem tekur tillit til fjaðrandi, og seigfjaðrandi eiginleika jarðlaga í Kröflu öskjunni, sem og fjaðrandi bergs með porum, til að skýra sem best núverandi munstur jarðskorpuhreyfinga.