Skip to main content

Fjör og fræðsla á Nýnemadögum

Fjör og fræðsla á Nýnemadögum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. ágúst 2024 10:00 til 30. ágúst 2024 14:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Öll velkomin

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum 26. - 30. ágúst 2024.  Allir nýnemar og aðrir stúdentar eru hvattir til að taka þátt í dagskránni. Þar er boðið upp á skemmtilega viðburði og fræðslu um lífið og þjónustuna sem veitt er í Háskólanum. Dagskrá nýnemadaga fer að mestu fram á Háskólatorgi.  

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið í nýnemavikunni frá kl. 10 - 14 á Háskólatorgi. 

Fulltrúar frá Stúdentaráði standa fyrir svörum á upplýsingaborðinu. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, húsnæði, félagslíf, þjónustu og margt fleira.

Við hvetjum nýnema líka til að horfa þetta myndband þar sem farið er yfir allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands.

Það er tilvalið að óska eftir aðgangi að Facebook-síðu fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli.

Endilega fylgstu með Instagram-reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta, stuðningur og félagslíf sem stendur nemendum til boða.

Kynning á þjónustu Háskólans

Liður í nýnemadögum er kynning á þjónustueiningum Háskólans og þá eru helstu þjónustustofnanir skólans með kynningarbása þar sem nemendur geta fengið svör við fjölmörgum spurningum. Kynningarnar eru mánudaginn 26. ágúst kl. 11:30 - 13:00 á Háskólatorgi.  

Nemendur geta til að mynda hitt starfsfólk frá: NemendaráðgjöfAlþjóðasviðiNemendaskráTungumálamiðstöðRitveriLandsbókasafni og Smáuglunni – appi Háskóla Íslands
Á staðnum eru líka fulltrúar frá: StúdentaráðiSjálfbærni- og umhverfismálumHáskólakórnum, Háskóladansinum og Félagsstofnun stúdenta sem rekur Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Stúdentakjallarann og fleira. 

Bóksala stúdenta verður með háskólavöru pop up bás og selur peysur, boli, kaffimál, heyrnatól og margt fleira merkt HÍ á einstöku verði.

Gönguferð um háskólasvæðið.

Nýnemum og öðrum nemendum býðst að rölta með fulltrúa nemenda við Háskóla Íslands í Háskólagöngunni.  Farið verður um svæðið og litið inn í allar helstu byggingar skólans. Þú færð einnig að heyra alls kyns sögur og fróðleik um starfið í byggingunum og á háskólasvæðinu. Lagt er af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi kl. 12:00 mánudaginn 26. ágúst.  Það er einnig hægt að skoða myndband af rölti um svæðið og fræðast um staðsetningar bygginga.  

Tónleikar

Boðið verður upp á tónleika á sviðinu á Háskólatorgi. 

Grænn nýnemadagur

Grænn nýnemadagur verður haldinn þar sem grænar hliðar Háskólans verða kynntar og hvernig hægt er að lifa sem umhverfisvænstum lífsstíl innan veggja skólans. Háskóli Íslands hefur flaggað Grænfánanum frá árinu 2020 og með honum leggur Landvernd áherslu á að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla.  

Háskólakórinn

Háskólakórinn syngur fyrir gesti og gangandi á Háskólatorgi og kynnir starfsemi sína. 

Spurningaleikur 

Spurningaleikur fyrir nýnema verður í Uglunni á nýnemadögum en þar verður spurt um ýmislegt sem tengist háskólalífinu. Glæsilegir vinningar í boði, s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta. Háskólapeysur, kaffikort og fl. 

Þjónusta Nemendaráðgjafar

Nemendaráðgjöf veitir víðtæka þjónustu meðal annars náms- og starfsráðgjöf, sértæk úrræði í námi og prófum, sálfræðiþjónustu, námstækninámskeið, Tengslatorg og fleira. 

Taktu hluta af náminu erlendis

Alþjóðasvið kynnir tækifæri á námsdvöl erlendis.

Nýnemamót Stúdentaráðs

Árlegt nýnemamót Stúdentaráðs verður haldið á grasfletinum framan við Aðalbyggingu. Þar geta allir nemar tekið þátt í fótbolta með sínu nemendafélagi og þarf hvert lið að vera skipað 7 keppendum. Þar af þarf að vera einn nýnemi og um að gera að hafa fjölbreytni kynja í liðinu. Keppt verður 2x7mín. Sigurvegarar fótboltamótsins hljóta farandbikarinn ásamt öðrum veglegum vinningum. Liðið í skemmtilegasta búningunum fær einnig glæsilega vinninga. Félagslífs- og menningarnefnd Stúdentaráðs mun búa til viðburð á Facebook og auglýsa vel til nemendafélaganna og nemendur því hvattir til að fylgjast vel með.

Þjónusta

Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn.

Þá er gott að skoða kort af Háskólasvæðinu

Félagslíf er mikilvægur þáttur í háskólanámi. Það er mikið um að vera og endilega taktu þátt.

Hér má sjá lista yfir öll nemendafélögin og önnur félög innan Háskóla Íslands.

Hér eru tenglar á helstu þjónustueiningar og félög innan Háskólans og eru nemendur eindregið hvattir til að kynna sér þau. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið spurningar.

Endilega fylgstu með Háskólanum á:

Fræðasvið skólans standa hvert og eitt fyrir móttöku/kynningarfundum nýnema. Hér má finna nánari upplýsingar:

Í þessu myndbandi finnurðu allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum 26. - 30. ágúst 2024.