Skip to main content

Málþing meistaranema

Málþing meistaranema - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. október 2023 12:10 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Hamri í Stakkahlíð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Málþing meistaranema á Menntavísindasviði verður haldið mánudaginn 2. október í Stakkahlíð

Málþing meistaranema er haldið um vetur, vor og haust og nú er komið að meistaranemum sem brautskrást í októrber að kynna sín verk.

Dagskráin verður á 2. hæð í Hamri í Stakkahlíð og hefst kl. 12.10 með ávarpi.

Málstofur verða í stofum H-205 og H-209. Kynningar á meistaraverkefnum verða frá kl 12.25-16.00 með kaffihléi  frá kl.14.-14.25.

Sjá dagskrá hér 

Alls kynna fimmtán meistaranemar verkefni sín.

Dæmi um lokaverkefni eru:

  • Hópefli í kennslu sem forvörn gegn einelti: Kennsluefni fyrir hópefli
  • Að styðja við börnin mín í veikindum föður þeirra: Sjálfs-etnógrafía móður
  • Foreldrar ungmenna þurfa meiri stuðning til að styðja markvisst við seiglu og farsæld barna sinna
  • Sýn og reynsla ungmenna af því að búa til skiptis hjá foreldum á tveimur heimilum
  • „Með fagmennskuna að leiðarljósi" Hlutverk og framtíðarsýn fagmenntaðra leiðsagnarkennara og hagnýting framhaldsnáms þeirra á vettvangi.
  • Leiðsagnarkennarinn - Faglegur leiðtogi í lærdómssamfélagi grunnskóla
  • „...svona skóli sem tekur eiginlega við öllumˮ Eðli forystu um nám og kennslu í blönduðum framhaldsskólum
  • „Ef þér líður ekki vel, þá fer ekki fram neitt nám“. Hlutverk þroskaþjálfa í inngildandi grunnskólastarfi.
  • Education, Ethnic Segregation, and Reconciliation in Bosnia and Herzegovina: A Narrative Inquiry into the Experiences of History Teachers / The Potential of Peace Education and Human Rights Education for Transformation
  • Student Satisfaction in a HyFlex Course in Higher Education