Skip to main content

Kortlagning á mati íbúa á náttúruvá: Tilraun með Paper2GIS í vettvangsnámskeiði á Íslandi

Kortlagning á mati íbúa á náttúruvá: Tilraun með Paper2GIS í vettvangsnámskeiði á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. september 2023 15:00 til 15:50
Hvar 

Askja

Stofa 131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Jiří Pánek, dósent við Palacky University Olomouc, Tékklandi, flytur fyrirlesturinn Mapping hazard perception: Experiments with Paper2GIS in a field course in Iceland (Kortlagning á mati íbúa á náttúruvá: Tilraun með Paper2GIS í vettvangsnámskeiði á Íslandi)

Ágrip

Landfræðileg upplýsingatækni hefur haft byltingarkennd áhrif á rannsóknir á sviði náttúruvár. Með slíkri tækni bjóðast öflug verkfæri til að sýsla með landfræðileg gögn tengd slíkri vá. Í þessu erindi verður fjallað um Paper2GIS, nýstárlega leið til að afla upplýsinga frá almenningi á vettvangi. Þetta tæki var prófað í alþjóðlegu vettvangsnámskeiði á meistarastigi, sem haldið var á Seyðisfirði með stuðningi frá Aurora-samstarfsneti evrópskra háskóla. Paper2GIS reyndist skilvirkt verkfæri til að auðvelda þátttöku almennings í rannsóknastarfi og öflun gagna almennt í vettvangsnámskeiðum í landfræði. Þessi hugbúnaður getur nýst bæði í rannsóknum, kennslu og önnur verkefni þar sem þarf að innleiða landfræðilega upplýsingatækni á einfaldan og tæknilega viðráðanlegan hátt.

Dr. Jiří Pánek

Kortlagning á mati íbúa á náttúruvá: Tilraun með Paper2GIS í vettvangsnámskeiði á Íslandi