Skip to main content

Ásætur - sýning í Grasagarðinum

Ásætur - sýning í Grasagarðinum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. apríl 2023 17:00 til 10. apríl 2023 17:00
Hvar 

Grasagarðinum í Reykjavík

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Laugardaginn 1. apríl kl. 17 opnar sýningin Ásætur í Grasagarðinum í Reykjavík. Sýningin er samstarf meistaranema í myndlist​ við Listaháskóla Íslands og meistaranema í sýningargerð við Listaháskóla Íslands og Háskóla Íslands. 

Ellefu myndlistarmenn sýna verk sín og ljóst er að þar kennir ýmissa grasa. Nemendur bjóða gestum garðsins að stíga inn í óræðan heim plöntulífríkis þar sem margslungið samspil manna, dýra og plantna verður í aðalhlutverki. Listaverkin haga sér eins og ásætur, birtast að vori en eru fjarlægð áður en þau ná að festa sig í sessi og trufla ekki hringrás þeirra lífvera sem finnast þar í kring. Líkt og mosi á steini, skóf á berki eða sýklaskán á botni gullfiskatjarnar.  

Sýningin stendur til 10. apríl. 

Verk á sýningunni.

Ásætur - sýning í Grasagarðinum