Rektor skipar stjórn meistaranáms í talmeinafræði til þriggja ára í senn. Stjórnin er skipuð sex fulltrúum samkvæmt tilnefningum Íslensku- og menningardeildar, Menntavísindasviðs, Sálfræðideildar og Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands, einum föstum kennara greinarinnar og fulltrúa úr Læknadeild.
Námsstjórn ber faglega ábyrgð á náminu í umboði þeirra deilda og þess fræðasviðs sem aðild eiga að því. Námsstjórn fer með öll sameiginleg málefni námsins, skipuleggur það og hefur yfirumsjón með því.
Námsstjórnin tryggir gæði námsins m.a. með því að yfirfara og samþykkja umsóknir, samþykkja skipulag námsins og breytingar á því, áætluð rannsóknaverkefni, skipa leiðbeinendur og menn í meistaranámsnefnd og tilnefna prófdómara fyrir meistarapróf.
Námsleið í Talmeinafræði er vistuð í Læknadeild sem hefur umsjón með henni og brautskrást nemendur þaðan. Í stjórn áranna 2020- 2023 sitja:
Fulltrúi læknadeildar og formaður námsstjórnar
Þórarinn Guðjónsson | Prófessor | 5254827 | tgudjons [hjá] hi.is |
Fulltrúi Íslensku- og menningardeildar
Anton Karl Ingason | Prófessor | 5254481 | antoni [hjá] hi.is |
Varamaður Íslensku- og menningardeildar er Sigríður Sigurjónsdóttir
Fulltrúi Menntavísindasviðs
Jóhanna Thelma Einarsdóttir | Prófessor | 5255569 | jeinars [hjá] hi.is |
Fulltrúi Sálfræðideildar
Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson | Prófessor | 5255573 | gskarp [hjá] hi.is |
Fulltrúi Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands
Kristín T. Þórarinsdóttir, talmeinafræðingur
Fulltrúi fastra kennara
Þóra Másdóttir | Dósent | 5255506 | tm [hjá] hi.is |
Læknadeild annast umsýslu námsins, svo sem upplýsingagjöf til nemenda, tilkynningar, frágang kennsluskrár og slík atriði.
Verkefnastjóri námsleiðar í Talmeinafræði
Aníta Guðný Gústavsdóttir | Verkefnisstjóri | 5254808 | angu [hjá] hi.is |