Skip to main content

Hvernig er heilsan? Heilsudagur háskólans

Hvernig er heilsan? Heilsudagur háskólans - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. janúar 2018 11:30 til 14:00
Hvar 

Háskólatorg

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs efnir til heilsudags háskólans þann 18. janúar á Háskólatorgi. 

Efnt verður til pallborðsumræðna um geðheilsu og úrræði háskólanemenda á Íslandi frá kl. 11:30 - 12:30 á Litla torgi. 

Stúdentaráð Háskóla Íslands og Landssamtök Íslenskra Stúdenta (LÍS) hafa töluvert fjallað um geðheilbrigðsmálefni íslenskra háskólanemenda og krafist úrbóta í úrræðum. Þá hefur sviðsráð heilbrigiðisvísindasviðs töluvert beint sjónum sínum að geðheilbrigði nemenda síns sviðs, en send var út könnun fyrir áramót til allra nemenda vegna andlegrar líðan í námi.

Mælendur verða: 

- Aldís Mjöll Geirsdóttir, formaður LÍS
- Bjarni Halldór Janusson, Stúdentaráðsliði
- Gunnar Hrafn Birgisson, forstöðumaður  sálfræðiráðgjafar háskólanema
- Ingibjörg Sveinsdóttir, doktor í klínískri sálfræði og starfsmaður Velferðarráðuneytis
- Katrín Sverrisdóttir, starfandi sálfræðingur við Háskóla Íslands

Fundarstjóri verður Elísabet Brynjarsdóttir, formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs.

Heilsutengd fræðsla og þjónusta verður opin öllum á Háskólatorgi frá kl. 12:30 - 14:00.

Þar verður hægt að fá blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingar, upplýsingar um tannheilsu og tannlæknaþjónustu Háskólans, geðheilbrigði, kynfræðslu, skyndihjálp og fulltrúar frá Náms- og starfsráðgjöf HÍ og Sálfræðiráðgjöf HÍ verða á staðnum. Blóðbankinn mun kynna starfsemi sína og Blóðbankabílinn verður fyrir utan Odda.

Allir velkomnir!

Heilsudagur háskólans á Háskólatorgi 18. janúar - mælingar, fræðsla og málþing um geðheilbrigðismál. Allir velkomnir!

Hvernig er heilsan? Heilsudagur háskólans