Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn. Staðsetning: Háskólatorgi Afgreiðslutími: 08:30 - 16:00 mánudag til fimmtudags og 08:30-15:00 á föstudögum Netspjall: Opið 9-15 alla virka daga Netfang: haskolatorg@hi.is Sími: 525-4000 Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fjölbreyttum hópi nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Show Starfsemi Þjónustuborðs Þjónustuborðið veitir margvíslega þjónustu fyrir fjölbreyttan hóp nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita. Eftirtalin atriði eru á meðal þess sem fellur undir starfsemi Þjónustuborðsins: Óska eftir ýmsum vottorðum, námsferilsyfirlitum og námskeiðslýsingum. Þetta er hægt að gera á Þjónustuborðinu sjálfu á Háskólatorgi eða óska eftir því stafrænt með því að senda beiðni á haskolatorg@hi.isSækja stúdentakort eftir að nemandi fær tilkynningu að það sé tilbúið.Greiða árlegt skrásetningargjald.Kaupa prentkvóta.Skrá sig í námskeið hjá Nemendráðgjöf.Endurstilla lykilorð fyrir nemendur í Uglu.Kaupa aðgang að íþróttahúsinu. Ýmis þjónusta er veitt á Þjónustuborðinu. Ef ekki er hægt að afgreiða málið þar er því vísað rétta leið. Hægt er að senda fyrirspurnir og erindi á haskolatorg@hi.is og þeim er svarað eins fljótt og auðið er. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall hér hægra megin á síðunni. Netspjallið er opið frá 09:00-16:00 mánudaga til fimmtudaga og 09:00-15:00 á föstudögum. Fyrir þau sem vilja fá gögn send, hvort sem er í bréfpósti eða tölvupósti, er hægt að panta þau með því að senda tölvupóst á haskolatorg@hi.is. Hægt er að fá staðfest afrit í rafrænu formi af flestum gögnum, nema brautskráningarskírteinin sjálf. Þau er einungis hægt að fá útgefin á pappír en það er hægt að útbúa stafrænt undirritað vottorð sem staðfestir brautskráningu. Show Algengar spurningar og svör Áður en fyrirspurn er send til Þjónustuborðsins gæti verið gagnlegt að skoða algengar spurningar og svör við þeim. Show Starfsfólk Þjónustuborðsins Vinsamlegast notið netfangið haskolatorg@hi.is nema um einkapóst sé að ræða. Show Skápaleiga Nemendum stendur til að boða að leigja skápa sem eru staðsettir á eða í nágrenni við Háskólatorg. Leiguverðið er 1.500 kr. á misseri. Vegna takmarkaðs fjölda skápa gildir reglan „fyrstur kemur, fyrstur fær.“ Athugið að Háskóli Íslands ber ekki ábyrgð á verðmætum sem geymd eru í skápum. Reglur um leigu á skápum Þjónustuborðið Háskólatorgi leigir út skápa til nemenda Háskóla Íslands. Leiguverð á skáp er 1.500 kr. á misseri. Lyklum skal skilað á Þjónustuborð í lok hvers misseris. Skilafrestur er: 20. desember fyrir haustmisseri31. maí fyrir vormisseri20. ágúst fyrir sumartímabil Þegar lykli er skilað skal skápur vera tómur og hreinn. Ef lykli er skilað eftir skilafrest ber að greiða 1.500 kr. aukagjald. Ef nemandi verður uppvís að skemmdum á skápum verður viðkomandi krafinn um greiðslu vegna tjónsins. Háskóli Íslands áskilur sér rétt til að leita í skápum ef þörf krefur, til dæmis ef grunur leikur á að öryggi nemenda sé ógnað eða að ólögmæta hluti sé að finna í skáp. Háskólinn ber ekki ábyrgð á munum sem týnast, skemmast eða er stolið. Tengt efni Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs Nemendaþjónusta VoN facebooklinkedintwitter