Dagskrá móttöku nýnema 2024 Menntavísindasvið HÍ býður öllum nýnemum í grunnnámi sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar mánudaginn 19. ágúst í Laugardalshöll. Dagskrá móttökunnar hefst með sameiginlegri dagskrá kl.8.50. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl.13.00 að lokinni móttöku nýnema. Dagskrá: 08.50 - 09.50 - Móttaka - Laugardalshöll (Inngangur A) Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti MVS Gunnar Ásgrímsson, forseti sviðsráðs MVS Fulltrúar nemendafélaga MVS, Tuma, Kennó og Vatnið Kynning á nemendaþjónustu MVS 09.50 - 10.10 - Boðið upp á veitingar 10.10 - 10.30 - Kynning á námi eftir deildum 10.30 - 13.00 - Nemendur námsbrauta hittast og kynnast 13.20 - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá *Menntavísindasvið flytur í Sögu við Hagatorg á næstu mánuðum. Fyrir vikið verður viðburðurinn haldinn í Laugardalshöll, þar sem nám og kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram. ----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- Hér að neðan má nálgast gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema: Stundatöflur eru í Uglu. Þið notið notendanafn og lykilorð sem sem þið fáið í umsóknagátt á vef HÍ til að komast inn í Uglu. Mikilvægt er að lesa HÍ - tölvupóstinn sinn reglulega. Vinsamlegast notið alltaf HÍ-netföng í samskiptum innan skólans. Allar upplýsingar vegna námsins finnið þið í Uglu. Staðlotur Fyrri staðlota 9. - 13. september Seinni staðlota 28. október - 1. nóvember Allar mikilvægustu dagsetningarnar á háskólaárinu er að finna í kennslualmanakinu. Spurt og svarað Finna má svör við algengum spurningum er varða háskólanám HÉR. Allar upplýsingar eru aðgengilegar í Uglu, innri vef Háskólans. Ef þú finnur ekki svarið, er þér velkomið að hafa samband við: Starfsfólk kennsluskrifstofu Þjónustuborð Nemendaskrá Náms- og starfsráðgjafa Hvað er CANVAS? CANVAS er námsumsjónarkerfi Háskólans. Þið finnið svör við flestum spurningum sem snúa að CANVAS HÉR. Félagslíf Kennó – Félag kennaranema Stúdentafélagið Kennó er félag kennaranema. Félagið sér um öflugt félagslíf fyrir félaga sína auk þess sem Kennó á fulltrúa í stjórnsýslu deildarinnar. Síðustu ár hefur Kennó vandað sig við að taka vel á móti nýjum nemendum með nýnemaleikum auk þess sem nýnemar fá ævinlega fulltrúa í stjórn félagsins. Tumi – Félag nemenda í uppeldis- og menntunarfræði, tómstunda- og félagsmálafræði og þroskaþjálfafræði Nemendafélagið Tumi er félag nemenda á tómstunda- og félagsmálafræðibraut, þroskaþjálfabraut og starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Tumi heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuna nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir viðburðum sem haldnir eru á skólaárinu. Próflokaskemmtanir, vísindaferðir, spilakvöld og fleira er dæmi um þá viðburði sem Tumi stendur fyrir. Vatnið – Félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði Nemendafélagið Vatnið er nýtt félag nemenda í íþrótta- og heilsufræði. Vatnið heldur úti öflugu félagslífi og gætir hagsmuni nemenda ásamt því að vera málsvari þeirra í Stúdentaráði Háskóla Íslands. Nemendafélagið stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum sem haldnir eru á hverju skólaári. Sviðsráð Sviðsráð Menntavísindasviðs stendur vörð um hagsmuni nemenda, stuðlar að bættri heilsu og líðan stúdenta og vinnur náið með starfsfólki sviðsins að kynningarmálum, hagsmunamálum og öðru því sem snertir stúdenta. Forseti sviðsráðs situr stjórnarfundi Menntavísindasviðs. Sviðsráðið skipa: Gunnar Ásgrímsson, nemi í grunnskólakennslu með áherslu á stærðfræði, forseti Ásthildur Bjarkadóttir, nemi í uppeldis- og menntunarfræði, upplýsingafulltrúi Magnús Bergmann Jónasson, nemi í grunnskólakennslu með áherslu list- og verkgreinar, hagsmunafulltrúi Gunnar Freyr Þórarinsson, nemi í íþrótta- og heilsufræði, ritari Andrea Þórey Sigurðardóttir, nemi í þroskaþjálfafræði, kennslumálafulltrúi Sviðsráðið á Facebook Geðheilbrigðisúrræði Háskóli Íslands hefur stigið ýmis skref til að koma til móts við ákall háskólanema um fjölbreyttari úrræði til að bæta geðheilbrigði stúdenta, m.a. með því að fjölga sálfræðingum við NSHÍ og bjóða hugræna atferlismeðferð í formi hópmeðferðar. Kynntu þér það sem í boði er í Uglu. Pantaðu samtal Bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa Bóka tíma fyrir úrræði í námi og prófum Bóka ráðgjöf vegna fræðilegra skrifa Kynntu þér námið á Menntavísindasviði Kynningarmyndband UGLAN og tölvupósturinn CANVAS-námsumsjónarkerfið Net- og tækniþjónusta Náms- og starfsráðgjöf Hafðu samband! Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í síma 525-5950, senda tölvupóst á netfangið mvs@hi.is eða í gegnum netspjall HÍ. Fylgstu með okkur á Facebook, Instagram og YouTube. facebooklinkedintwitter