Skip to main content

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisgagnafræði - Grunndiplóma

Heilbrigðisvísindasvið

Heilbrigðisgagnafræði

Grunndiplóma – 90 einingar

Heilbrigðisgagnafræði er stutt, hagnýtt fagnám á Heilbrigðisvísindasviði sem veitir löggild réttindi til að starfa sem heilbrigðisgagnafræðingur. Nám í heilbrigðisgagnafræði er hægt að stunda sem fullt nám eða á lengri tíma með vinnu.

Námið hentar vel nemendum utan höfuðborgarsvæðis þar sem kennsla er að mestu leyti rafræn.

Skipulag náms

X

Inngangur að heilbrigðisgagnafræði (HGF101G)

Í námskeiðinu öðlast nemendur þekkingu á íslenska heilbrigðiskerfinu og lögmálum þess. Farið verður yfir siðfræðilega þætti fagsins, meðferð heilsufarsupplýsinga, stjórnun og starfsumhverfi heilbrigðisstofnana, lög og reglur í heilbrigðiskerfinu og persónuverndarlög. Ennfremur verður veitt innsýn í rafræna sjúkraskrá, gagnaöflun til vísindarannsókna, mismunandi tegundir heilbrigðisupplýsinga og samanburðarhæfi þeirra. Farið verður yfir hagnýt atriði við upphaf háskólanáms svo sem námstækni, skýrslugerð, meðferð heimilda og ýmsar reglur Háskóla Íslands.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðrún Jóhannesdóttir
Guðrún Jóhannesdóttir
Heilbrigðisgagnafræði - Diplómanám

Eftir um það bil þrjátíu ára starf í faginu kom námið í heilbrigðisgagnafræði í Háskóla Íslands á besta tíma fyrir mig. Allar breytingarnar og nýjungarnar sem verið er að innleiða innan heilbrigðiskerfisins hefur haft snertipunkt við námskeiðin, bæði sem við höfum setið og sitjum í núna. Ég er núna í stýrihópi sem á að sjá um innleiðingu á nýju skjala- og málakerfi fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Erum um þessar mundir að vinna með fyrirtækinu SENSA við að kortleggja hvar skjölin / rafrænu gögnin eru geymd. Nú stendur einnig yfir innleiðing á skýjalausninni Office 365 á SAk og ætlum við í stýrihópnum að ná utan um gögnin sem flutt verða yfir í annað hvort Teams eða OneDrive m.t.t. vistunar gagna. Ég er mjög ánægð með þau tækifæri sem ég hef fengið innan vinnustaðarins, sem ég get tengt beint við nám okkar í HÍ.

Hafðu samband

Umsjónaraðili námsleiðar:
Aníta G. Gústavsdóttir
Netfang: angu@hi.is

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881 Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.