Tímarit félagsráðgjafa

Níundi árgangur Tímarits félagsráðgjafa kom út í maí í ritstjórn dr. Sigrúnar Júlíusdóttur. Fjölmargir kennarar og nemendur við Félagsráðgjafardeild eiga greinar í tímaritinu, bæði ritrýndar sem almenns eðlis, og eru umfjöllunarefni af ýmsum toga.
Rafræna útgáfu tímaritsins má nálgast hér.
Um Tímarit félagsráðgjafa:
Tímarit félagsráðgjafa er gefið út af Félagsráðgjafafélagi Íslands. Það leit dagsins ljós árið 2006 þegar fyrsti árgangur þess kom út á vormánuðum. Tímaritið tók við af Félagsráðgjafarblaðinu sem hafði komið út um nokkurra ára skeið þar á meðal afmælisrit blaðsins Félagsráðgjöf á Íslandi. Það var gefið út í tilefni af 25 ára afmælis félagsins og kom út árið 1991. Blaðið er að finna hér á heimasíðu tímaritsins. Þar á undan hafði Félagsráðgjafafélagið gefið út fréttabréfið Málpípan í mörg ár.
Með tilkomu Tímarits félagsráðgjafa urðu þáttaskil í fræðilegri útgáfustarfsemi félagsráðgjafar á Íslandi. Í blaðinu eru birtar bæði ritrýndar og almennar greinar, auk umræðugreina m.a. af vettvangi Félagsráðgjafafélagsins og starfi félagsráðgjafa. Í þessum fyrsta áfanga á rafvæðingu Tímarits félagsráðgjafa verður nú hægt að leita uppi greinar í öllum tölublöðum Tímarits félagsráðgjafa á netinu. Þá er stefnt að því að tímaritið verði finnanlegt í leitarvélunum Google Scholar og Proquest. Í síðari áfanga rafvæðingar tímaritsins er gert ráð fyrir að greinar ætlaðar til birtingar í tímaritinu verði sendar rafrænt inn á heimasíðuna þannig að ritrýniferlið verði blint.
Sigrún Júlíusdóttir prófessor emeritus er ritstjóri Tímarits félagsráðgjafa