Glæpur og refsing á málþingi til heiðurs Ragnheiði

Lagadeild Háskóla Íslands stóð fyrir opnu afmælisþingi til heiðurs Ragnheiði Bragadóttur prófessor föstudaginn 30. september kl. 13.30-17.00 í stofu 101 í Lögbergi. Á málþinginu fjölluðu innlendir og erlendir fræðimenn og lögfræðingar um afbrot, refsingar og réttarkerfið út frá ýmsum sjónarhornum.
Ragnheiður Bragadóttir lauk embættisprófi í lögfræði frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1982 og stundaði framhaldsnám í refsirétti, afbrotafræði og refsipólitík við Kaupmannahafnarháskóla 1982- 1983. Hún hóf starfsferil sinn við Lagadeild Háskóla Íslands sem stundakennari árið 1984 og varð prófessor við deildina árið 2000. Ragnheiður var formaður Norræna sakfræðiráðsins árin 2010-2012.
Rannsóknasvið Ragnheiðar hefur einkum verið á sviði refsiréttar en þekktust er hún fyrir umfangsmiklar rannsóknir sínar á kynferðisbrotum. Ragnheiður hefur verið afkastamikill fræðimaður og tekið mikinn þátt í erlendu samstarfi, einkum um rannsóknir á kynferðisbrotum og umhverfisrefsirétti, og birt fjölda greina og bókarkafla um þessi efni. Nýverið kom út í Ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands bókin Nauðgun eftir Ragnheiði en því riti er, auk almennrar umfjöllunar um brot gegn kynfrelsi fólks, fjallað ítarlega um eina tegund nauðgunar, þ.e. nauðgun sem framin er með ofbeldi og eða hótunum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga.
Dagskrá málþingsins:
Kl. 13.30: Setning málþingsins. Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus
Kl. 13.40: Ávarp deildarforseta. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ
Kl. 13.50: Anette Storgaard, lektor við lagadeild Árósaháskóla: Important Challenges in the Process of Resettlement
Kl. 14.10: Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus: Refsiþarfir samfélagsins og lagaleg jafnvægislist
Kl. 14.30: Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari: Netbrot eða afbrot í stafrænum veruleika?
Kl. 14.50: Kaffihlé
Kl. 15.10: Annika Snare, fyrrverandi lektor við Kaupmannahafnarháskóla: On Women as Criminal Offenders
Kl. 15.30: Helgi Gunnlaugsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild: Crime and punishment in Greenland, Faroe Islands and Åland
Kl. 15.50: Brynhildur G. Flóvenz, dósent við Lagadeild HÍ: Geta íslensks réttarkerfis til að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi
Kl. 16.10: Pallborð: Rannsóknir á kynferðisbrotum, helstu breytingum og þróun í löggjöf og réttarframkvæmd. Þátttakendur: Flosi Hrafn Sigurðsson, hdl., Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri á ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Jón Þór Ólason, lektor við Lagadeild HÍ og lögmaður.
Kl. 16.50: Slit málþings og veitingar í boði Lagadeildar.
Fundarstjóri: Hildigunnur Ólafsdóttir afbrotafræðingur.
Lagadeild Háskóla Íslands stendur fyrir afmælisþingi til heiðurs Ragnheiði Bragadóttur prófessor föstudaginn 30. september kl. 13.30-17.00 í stofu 101 í Lögbergi.