Sérfræðiþekking fyrir samfélag og efnahag á tímum COVID-19 heimsfaraldurs Síðustu misseri hefur starfsfólk Háskóla Íslands verið að rannsaka ýmsa þætti sem sneta COVID-19-heimsfaraldurinn. Hér að neðan má finna lista yfir verkefnin en þess ber að geta að listinn er ekki tæmandi. Vinsamlegast hafið samband við vísinda- og nýsköpunarsvið (inno@hi.is) ef það vantar verkefni á listann eða leiðrétta þarf upplýsingar. Listinn verður uppfærður. Við höfum áhrif! Þverfagleg verkefniSpálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi... Titill: Spálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi og spálíkan um flæði farsóttarsmitaðra í umsjón LandspítalaVerkefnisstjóri/ar: Brynjólfur Gauti Jónsson, doktorsnemi; Birgir Hrafnkelsson, prófessor; Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum, Landspítala; Jóhanna Jakobsdóttir, lektor; Sigríður Haraldsd. Elínardóttir, sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga EL; Þórarinn Jónmundsson, tölfræðinemi; Thor Aspelund, prófessor; Unnur A. Valdimarsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): thor@hi.isSamstarfsaðili/ar: Embætti Landlæknis, LandspítaliDeild/svið: Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Raunvísindadeild Lýsing: Á undanförnum mánuðum hefur COVID-19-farsóttin gengið yfir heimsbyggðina. Á meðan fyrsta bylgja stóð sem hæst hérlendis var unnið að tvenns konar spálíkönum til að sjá fyrir þróun farsóttarinnar og áhrif á heilbrigðiskerfið. Annars vegar spálíkan til að spá fyrir um fjölda smita á hverjum degi og út frá þeirri spá og reynslutölum frá öðrum löndum meta innlagnir á sjúkrastofnanir (sjá covid.hi.is). Hins vegar var þróað spálíkan sem nýtir sér spá covid.hi.is um fjölda smita á dag en notar einnig söguleg gögn frá Landspítala til að spá fyrir um flæði smitaðra í umsjón spítalans af meiri nákvæmni en hægt er með því að nota gögn frá öðrum löndum. Seinna líkanið var notað daglega á Landspítala á meðan fyrsta bylgja farsóttarinnar gekk yfir. Hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins: Spálíkan um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi og um flæði farsóttarsmitaðra í umsjón landspítala Betra spálíkan um flæði farsóttarsmitaðra Titill: Betra spálíkan um flæði farsóttarsmitaðra í umsjón Landspítala Verkefnisstjóri/ar: Birgir Hrafnkelsson, prófessor; Tómas Philip Rúnarsson, prófessor; Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, prófessor; Thor Aspelund, prófessor; Martin Ingi Sigurðsson, prófessor og yfirlæknir; Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslna; Nemendur: Signý Kristín Sigurjónsdóttir, Valgerður Jónsdóttir og Margrét Vala Þórisdóttir Tölvupóstfang (tengiliður): rjs@hi.is; thor@hi.isSamstarfsaðili: LandspítaliDeild/svið: Raunvísindadeild, Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, Miðstöð í lýðheilsuvísindum, Læknadeild, RaunvísindastofnunFjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Lýsing: Verkefnið felst í að finna, útfæra og prófa mögulegar leiðir til að endurbæta spálíkan Landspítala um flæði farsóttarsmitaðra í umsjón spítalans. Líkanið notar spá um fjölda nýrra smita, söguleg gögn um flæði smitaðra og hermilíkan til að spá fyrir um hvernig smitaðir færast inn og út af spítalanum og á milli eininga innan hans meðan á farsótt stendur. Spá um fjölda nýrra smita er notuð til að meta fjölda smitaðra í umsjón spítalans og söguleg gögn til að meta líkur á því hvernig smitaðir færast á milli staða og hversu lengi þeir staldra við á hverjum stað. Hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins: Betra spálíkan um flæði farsóttarsmita í umsjón Landspítala Hvað kemur list því við? Titill:Hvað kemur list því við? COVID-19 og hinar skapandi greinar á Íslandi Verkefnisstjóri: Uta Reichardt, Nýdoktor Tölvupóstfang (tengiliður): utar@hi.is Deild/svið: Stofnun Sæmundar fróða Lýsing: Menningarlegt efni stuðlar að vellíðan og seiglu samfélaga. Ásamt ferðaþjónustunni eru menningar- og skapandi greinar meðal þeirra sem heimsfaraldur kórónaveirunnar hafa hvað mest áhrif á. Rannsókn þessi snýst um að kanna hver áhrif COVID-19 faraldursins á listageirann eru til skamms tíma, sérstök inngrip, tilkoma nýstárlegra viðskiptanálgana og horfur eftir faraldurinn. Ennfremur verður skoðað hvernig almenningur sótti í listir meðan á samkomubanni stóð á Íslandi, t.d. með áhorfi á kvikmyndir, myndbönd og netviðburði, hlustaði á tónlist, las bækur o.fl. Gagnasöfnun í verkefninu er margvísleg og verða m.a. lagðir fyrir spurningalistar og tekin eigindleg viðtöl við fulltrúa bæði listageirans og hins opinbera. Auk þess verður stuðst við gögn sem finna má á internetinu (innlendar og alþjóðlegar aðgerðir, viðbótarstyrkir og -fjármögnun, frumvörp, dagblaðagreinar, vinnumarkaðstölfræði o.fl.). Borin verður saman hin íslenska nálgun við þær sem farnar voru í öðrum löndum svo sem Þýskalandi og Bretlandi. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við NORDRESS, öndvegissetur um seiglu og samfélagslegt öryggi. Í tengslum við verkefnið tóku íslenskir, taívanskir og breskir listamenn og vísindamenn höndum saman og stóðu að viðburðinum Out of Sync sem fór fram á sama tíma í gallerínu Mengi við Óðinsgötu 2 og á skemmtistaðnum FUL í Taívan. Við erum öll almannavarnir! Titill: Við erum öll almannavarnir! Verkefnisstjóri/ar: Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, doktorsnemi; Guðrún Gísladóttir, prófessor; Guðrún Pétursdóttir, dósent; Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): ilo@hi.is; gudrun@hi.is Deild/svið: Stofnun Sæmundar fróða, Líf- og umhverfisvísindadeild, Hjúkrunarfræðideild, Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Lýsing: Greið upplýsingamiðlun til almennings gegnir lykilhlutverki við að efla seiglu samfélaga sem lent hafa í áföllum. Í verkefninu verður rakin þróun upplýsingamiðlunar til almennings í COVID-19-faraldrinum. Farið verður yfir þróun hinna daglegu upplýsingafunda og covid.is heimasíðunnar, en hvort tveggja gegndi lykilhlutverki í miðlun til almennings. Tekin verða viðtöl við lykilaðila og könnuð viðhorf almennings bæði um það sem vel tókst og það sem betur mætti fara svo að sem mestur lærdómur verði dreginn af þessari einstæðu reynslu. Hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins: Við erum öll almannavarnir! Mikilvægi upplýsingamiðlunar fyrir seiglu samfélaga á hamfaratímum FélagsvísindasviðCOVID 19: Jafnrétti kynja- atvinna og umönnun Titill: COVID 19: Jafnrétti kynja- atvinna og umönnun Verkefnisstjóri/ar: Guðný Björk Eydal, prófessor; Ingólfur V. Gíslason, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): ge@hi.is; ivg@hi.is Deild/svið: Félagsráðgjafadeild, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Lýsing: Um er að ræða megindlegra rannsókn meðal foreldra og markmið hennar er að greina hvaða áhrif COVID-19 og samkomubann með tilheyrandi breytingu á atvinnulífi hafa haft áhrif á heimilislíf barnafjölskyldna. Í rannsókninni er notaður spurningalistinnn „Ójafnrétti kynja á tímum COVID-19“ sem er hannaður af Háskólunum í Utrecht, Amsterdam og Radboud og er notaður með leyfi Utrecht-háskóla. Könnunin verður lögð fyrir í nokkrum Evrópulöndum. Upplifun leiðtoga á Íslandi af álagi, áskorunum og bjargráðum... Titill: Upplifun leiðtoga á Íslandi af álagi, áskorunum og bjargráðum í því samhengi á tímum heimsfaraldurs COVID-19 Verkefnisstjóri/ar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, doktorsnemi; Sigrún Gunnarsdóttir prófessor; Dr. Erla Sólveig Kristjánsdóttir prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): ash19@hi.is Deild/svið: Viðskiptafræðideild Fjármögnun: VIRK-starfsendurhæfingarsjóður: 600 þús kr styrkur vegna rannsóknarverkefnis Lýsing: Á tímum heimsfaraldurs COVID-19 reynir verulega á grunnstoðir íslensks samfélags sem treystir nú sem aldrei fyrr á bæði kven- og karlleiðtoga innan heilbrigðisþjónustunnar og menntakerfisins. Þau standa daglega frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum og eru á sama tíma að leiða fylgjendur sína áfram í átt að sameiginlegu markmiði sem snýst um líf og heilsu samstarfsfólks, skjólstæðinga og nemenda. Að því að best er vitað eru ekki fyrirliggjandi rannsóknir sem dýpka þekkingu á reynslu leiðtoga sem standa í framlínunni af álagi, áskorunum og bjargráðum við þessar fordæmalausu aðstæður. Markmið doktorsrannsóknarinnar er þríþætt: Að auka þekkingu á upplifun karla og kvenna af álagi, áskorunum og bjargráðum í starfi sínu sem leiðtogar í heilbrigðiskerfinu á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Að auka þekkingu á upplifun karla og kvenna af álagi, áskorunum og bjargráðum í starfi sínu sem leiðtogar í menntakerfinu á tímum heimsfaraldurs COVID-19. Að auka þekkingu á þáttum sem geta eflt vellíðan og jafnrétti meðal leiðtoga sem standa frammi fyrir krísuaðstæðum. Til að ná markmiðum rannsóknarinnar er með eigindlegri aðferð fyrirbærafræðinnar lögð fram rannsóknarspurningin: Hvernig er að vera kven- og karlleiðtogi á Íslandi á tímum heimsfaraldurs með hliðsjón af álagi, áskorunum og bjargráðum? European Social Survey, Round 10 – COVID-19 Supplement Titill: European Social Survey, Round 10 – COVID-19 Supplement Verkefnisstjóri/ar: Sigrún Ólafsdóttir, prófessor; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Tölvupóstfang (tengiliður): sigruno@hi.is; gudbjorg@hi.is Deild/svið: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsvísindastofnun Lýsing: The ESS ERIC which is a biennial survey conducted in around 30 European countries will field a special module directly on the COVID-19 situation. This involves fielding a harmonised set of around 20 items at the end of the already designed ESS Round 10 questionnaire. The data collection should have started in September 2020 but will most likely be postponed until spring 2021. Around 10 items will be developed by the Core Scientific Team of the ESS ERIC in collaboration with the National Coordinators participating in this initiative and another 10 items will be developed by a fast track competition to appoint two external users to field up to 5 items each on their own topic concerning the pandemic. ISSP 2021 Health and Healthcare II Titill: ISSP 2021 Health and Healthcare II Verkefnisstjóri/ar: Sigrún Ólafsdóttir, prófessor; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Tölvupóstfang (tengiliður): sigruno@hi.is; gudbjorg@hi.is Deild/svið: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Félagsvísindastofnun Lýsing: The ISSP is a cross-national collaboration programme conducting annual surveys in around 40 countries on diverse topics relevant to social sciences. The surveys are designed for replication with rotating modules. The 2021 module that is under development is on health and healthcare. In view of the fact that the fieldwork on the Health and Health Care module will take place in a relatively short time after the outbreak of the COVID-19 pandemic some questions will be added to capture its effect on public attitudes on health care. COVID-19 rakning Titill: COVID-19 rakning Verkefnisstjóri/ar: Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar; Jón Gunnar Bernburg, prófessor; Magnús Þór Torfason, dósent; Sigrún Ólafsdóttir, prófessor; og Ævar Þórólfsson, verkefnisstjóri Tölvupóstfang (tengiliður): at@hi.is Deild/svið: Félagsvísindastofnun, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Viðskiptafræðideild Lýsing: Rannsókninni var byggt á spurningakönnun og fylgt með því hvernig Íslendingar bregðast við ráðleggingum sóttvarnalæknis á meðan takmarkanir voru til staðar. Á spurningalistanum voru spurningar um: hversu marga þátttakendur hafa verið að umgangast síðustu 24 tíma hvort þeir hafi farið í skimun við Covid-19 hversu mikla trú þeir hafa á það að aðgerðir stjórnvalda virki. Spurningalistinn hefur verið sendur út til að meðaltali 300 meðlima á Netpanel Félagsvísindastofnunar á hverjum degi síðan í byrjun apríl og hélt áfram fram í byrjun júní, samtals um 10.000 manna úrtak. Afstaða Íslendinga til COVID-19 faraldursins Titill: Afstaða Íslendinga til COVID-19 faraldursins Verkefnisstjóri/ar: Ari Klængur Jónsson, verkefnisstjóri; Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar; Jón Gunnar Bernburg, prófessor; Magnús Þór Torfason, dósent; Sigrún Ólafsdóttir, prófessor; og Ævar Þórólfsson, verkefnisstjóri Tölvupóstfang (tengiliður): at@hi.is Deild/svið: Félagsvísindastofnun, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Viðskiptafræðideild Lýsing: Rannsóknin er netkönnun og leggur áherslu á það hversu miklar áhyggjur almenningur hefur af faraldrinum og hversu miklar afleiðingar hann gæti haft. Spurningalistinn inniheldur einnig spurningar varðandi traust til yfirvalda, sérfræðinga, heilbrigðiskerfisins og fjölmiðla, traust til samfélagslegrar ábyrgðar almennings, líkamlegrar og andlegrar heilsu sem og breytingar í vinnuumhverfi. 2000 manna úrtak var tekið úr panel Félagsvísindastofnunar fyrir þessa rannsókn. Hér er hlekkur á vefsíðu með frekari upplýsingum um þetta verkefni og önnur COVID-19 tengd verkefni á vegum Félagsvísindastofnunar. Volunteering and donations during the Corona epidemic in Iceland Titill: Volunteering and donations during the Corona epidemic in Iceland Verkefnisstjóri/ar: Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor; Ómar H. Kristmundsson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): steinhra@hi.is, omarhk@hi.is Deild/svið: Félagsráðgjafardeild, Stjórnmálafræðideild Lýsing: In the research volunteering, helping and donations behaviour of individuals in the Icelandic population during the corona epidemic will be studied. The research will consist of a survey research. In later stages the intention is to do case studies and in-depth interviews. In the survey we will ask questions about if people have volunteered time, money or helped someone during the corona crisis. We will also ask if people, received any unpaid help during the Covid-19. The consequences of the Corona epidemic on the third sector in Iceland Titill: The consequences of the Corona epidemic on the third sector in Iceland Verkefnisstjóri/ar: Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor; Ómar H. Kristmundsson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): steinhra@hi.is, omarhk@hi.is Deild/svið: Félagsráðgjafardeild, Stjórnmálafræðideild Lýsing: In the research, the consequences of the Corona epidemic on third-sector organizations in Iceland will be studied. The research will consist of a survey research. In the survey research questions will be asked about changes in the operations of third sector organizations during the corona epidemic such as increase or decrease in services, programs, changes in human and financial resources, prospective managerial strategies dealing with the changes and relations with government (central and local). Áfallastjórnun og COVID-19: Leiðtogar og sérfræðingar Titill: Áfallastjórnun og COVID-19: Leiðtogar og sérfræðingar Verkefnisstjóri/ar: Baldur Þórhallsson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): baldurt@hi.is Samstarfsaðili/ar: Dr. Ásthildur Elva Bernharðsdóttir, stundakennari í stjórnmálfræði HÍ, ReykjavíkurAkademían; Dr. Per Lægreid, prófessor við Háskólann í Bergen; Dr. Fredrik Bynander, dósent við Sænska varnarháskólann; Dr. Hanne Foss Hansen, prófessor við Háskólann í Kaupmannahöfn Deild: Stjórnmálafræðideild Fjármögnun: Vinnumálastofnun (ákaktsverkefni á vegum ríkisstjórnarinnar um vinnu fyrir námsmenn) og Háskóli Íslands. Lýsing: Meginmarkmið rannsóknarinnar er að bera saman og meta áfallastjórnun á Íslandi, Noregi, Danmörku og Svíþjóð í tengslum við COVID-19 heimsfaraldurinn. Rannsóknin beinist einkum að þeirri spurningu hvort að sérfræðingar eða stjórnmálamenn ráði för við stefnumótun stjórnvalda. Markmiðið er að stuðla að alþjóðlegri þekkingu sem tengist áfallastjórnun í undirbúningi fyrir hugsanlegt endurkomu heimsfaraldursins og heimsfaraldra í framtíðinni. Tilgangur rannsóknarinnar er að fá innsýn í hvernig mismunandi stjórnarhættir geta haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda sem og hvernig leiðtogar og sérfræðingar hegða sér við áfallastjórnun. Farið verður yfir grundvallarspurningar sem beinast að því hvernig viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum geta haft áhrif á stjórnkerfið sjálft. Rannsóknin fylgir aðferðafræði sem þróuð hefur verið af Center for Societal Security við Sænska varnarmálaháskólann og Moynihan Institute of Global Affairs í Syracuse háskólann. Áhrif COVID-19 á líðan og geðheilsu stúdenta með tilliti til efnahags Titill: Áhrif COVID-19 á líðan og geðheilsu stúdenta með tilliti til efnahags Verkefnisstjóri: Sigrún Ólafsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): sigruno@hi.is Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Fjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Upplýst eða villandi Greining á fjölmiðlaumræðu um COVID-19 á Íslandi Titill: Upplýst eða villandi Greining á fjölmiðlaumræðu um COVID-19 á Íslandi Verkefnisstjóri: Sigrún Ólafsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): sigruno@hi.is Deild/svið: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Fjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Hagtölur sem stjórntæki í kjölfar COVID-19 Titill: Hagtölur sem stjórntæki í kjölfar COVID-19: Ísland og nágrannalöndin Verkefnisstjóri/ar: Þórhildur Hansdóttir Jetzek, Lektor; Erla Björk Sigurðardóttir, nemi Tölvupóstfang (tengiliður): thjetzek@hi.is Deild: Hagfræðideild Fjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Lýsing: COVID-19 faraldurinn hefur undirstrikað mikilvægi aðgengilegra, réttra og tímanlegra gagna og upplýsinga til almennings. Fordæmalausir tímar kalla á nýstárlegar aðgerðir og hraða ákvörðunartöku en ekki er síður mikilvægt að í kjölfar mesta áfallsins verði gögnum markvisst safnað og þau birt til að auka skilning á skilvirkni aðgerða, greina stöðu hagkerfisins á hverjum tíma og upplýsa stjórnvöld, fyrirtæki og hagsmunaaðila. Í þessu verkefni verður lögð áhersla á að safna upplýsingum og gögnum um viðbrögð Íslands og nágrannalanda við Covid-19, björgunarpakka og aðrar efnahagslegar aðgerðir og stöðu fyrirtækja og efnahagslífs í kjölfar faraldursins. Leitast verður við að leggja mat á hversu góð, tímanleg, áreiðanleg og aðgengileg gögnin eru fyrir greinendur og hagsmunaaðila og gerður samanburður á milli Íslands og nágrannalanda. Skoðað verður hvort markvisst sé verið að safna gögnum og greina til að skilja áhrif faraldursins á vinnumarkað, fyrirtæki og stöðu ríkis og sveitarfélaga. Hagkvæmni heimsóknarbanns á dvalar- og hjúkrunarheimilum... Titill: Hagkvæmni heimsóknarbanns á dvalar- og hjúkrunarheimilum í tengslum við faraldurinn Verkefnisstjóri/ar: Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor; Þórólfur Matthíasson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): ta@hi.is; totimatt@hi.is Deild: Hagfræðideild Fjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Lýsing: Að bera saman þann ávinning sem hlaust af heimsóknarbanni og þær fórnir sem þurfti að færa vegna þess. Health and wellbeing of municipal employees in the wake of COVID-19 Titill: Health and wellbeing of municipal employees in the wake of COVID-19 Verkefnisstjóri/ar: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor; Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent Tölvupóstfang (tengiliður): glr@hi.is; hjordis@unak.is Deild/svið: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild, Viðskipta- og Raunvísindasvið (Háskólinn á Akureyri) Lýsing: Health and wellbeing in times of economic crisis is a vital study object, both theoretically and practically. The economic crisis hit the world from time to time, often at short notice for employees even though the consequences can be harmful. In this century, a global bank crisis occurred in 2008, which hit Iceland very severely. Now the world is facing a new economic crisis in the wake of COVID-19. Our previous study shows increased sickness, lack of wellbeing, harassment, and violence among municipality employees in the wake of the global economic crisis in 2008. The study hitherto contains interviews and a five-wave longitudinal balanced panel dataset, based on data collected between the years 2010 and 2019, following the development in health and wellbeing in the wake of the global economic crisis. The sixth wave will be collected during autumn 2020, which gives us access to data about the health and wellbeing of municipality employees before and after COVID-19. New interviews, with focus on COVID-19 will also be conducted. The general trend in our data is that the well-being of the employees steadily deteriorated after the crisis in 2008 until the year 2015, and was still worse in 2019 than it was 2010. Therefore, it will be interesting to see whether a downturn will occur in work-related wellbeing among the employees due to COVID-19 and if the symptoms will be similar. We also ask whether the managers of the municipalities have learned from the 2008 crisis how to tackle such problems. Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum Titill: Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19 faraldursins Verkefnisstjóri/ar: Ari Klængur Jónsson, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Ævar Þórólfsson, Jón Gunnar Bernburg prófessor, Sigrún Ólafsdóttir prófessor og Magnús Þór Torfason dósent Tölvupóstfang (tengiliður): Deild/svið: Félagsvísindastofnun, Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild og Viðskiptafræðideild Lýsing: Rannsóknin er byggð á spurningakönnun þar sem fylgst var með viðbrögðum Íslendinga við ráðleggingum sóttvarnarlæknis á meðan takmarkanir voru til staðar. Spurningakönnun var lögð fyrir netpanel Félagsvísindastofnunar á tímabilinu 1. apríl til 15. júní og aftur í byrjun ágúst og var fólk spurt um viðbrögð þess við ráðleggingum sóttvarnarlæknis. Einnig var spurt um það hversu marga viðkomandi hafi verið að umgangast síðustu tvo sólarhringa, hvort fólk hafi farið í skimun fyrir COVID-19 og hversu mikla trú fólk hafi á að aðgerðir stjórnvalda virki til að draga úr faraldrinum. Í maí var gerð stærri rannsókn þar sem áhersla var lögð á það hversu miklar áhyggjur almenningur hefur af faraldrinum og hversu miklar afleiðingar hann gæti haft. Spurningalistinn innihélt einnig spurningar um traust til yfirvalda, sérfræðinga, heilbrigðiskerfisins og fjölmiðla, traust til samfélagslegrar ábyrgðar almennings, líkamlegrar og andlegrar heilsu sem og breytingar í vinnuumhverfi. Tæplega 2000 manna úrtak var tekið úr netpanel Félagsvísindastofnunar fyrir þessa rannsókn og bárust 868 svör. Mikill meirihluti almennings fylgdi tilmælum Almannavarna strax í upphafi. Trú almennings á aðgerðum og að þær myndu skila árangri var sömuleiðis mjög mikil, jafnvel á meðan faraldurinn var í fullum vexti. Ljóst var að þegar smituðum fækkaði slakaði fólk meira á í tengslum við faraldurinn, þ.e. bæði minnkuðu áhyggjur og fólk fór ekki í eins miklum mæli eftir fyrirmælum um sóttvarnaraðgerðir. Þegar það náðust betri tök á ástandinu jókst traust fólks á þeim sóttvarnaaðgerðum sem voru við lýði á hverjum tíma. Traustið jókst líklega líka þar sem upplýsingagjöf var svo mikil, þ.e. daglegir fundir með sérfræðingum og forsvarsmönnum. Íslendingar hafa meiri áhyggjur af COVID-19-kórónuveirufaraldrinum í annarri bylgju en þeirri fyrstu en eru samt ólíklegri en áður til að fara að fyrirmælum almannavarna. Ástæður þess að fólk sé ekki eins tilbúið í annarri bylgju að fylgja fyrirmælum og áður og getur verið að fólk trúi síður að núverandi sóttarnaaðgerðir skili árangri þar sem faraldurinn tók sig upp aftur. Hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins: Þátttaka almennings í sóttvarnaraðgerðum vegna COVID-19-faraldursins Verkfræði- og náttúruvísindasviðEOSC Fast Track Project COVID-19 CT-Scan Repositories and Analysis Curation Titill: EOSC Fast Track Project COVID-19 CT-Scan Repositories and Analysis Curation Verkefnisstjóri: Morris Riedel, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): morris@hi.is Deid/svið: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Lýsing: Headed by Prof. Dr. – Ing. Riedel [1], the joint research group of the University of Iceland and the Juelich Supercomputing Centre (JSC) of Forschungszentrum Juelich (FZJ) currently analyze a variety of publicly available COVID-19 Computer Tomography (CT) Scan datasets based on profound knowledge in studying respiratory. The group also has a long proven track record in using large-scale deep learning models in image analysis for hyperspectral remote sensing datasets using high-performance computing or using cloud computing. Selected methods used with remote sensing datasets are now also used by group members with COVID-19 CT scan datasets leading to a variety of pre-processed datasets and trained models. The group also collaborates for validation purposes with the company E*HealthLine that develops an AI system that identifies the novel virus through CT scans of the chest. Based on data from E*HealthLine that offers hospitals an integrated healthcare information management system, algorithms have been trained with deep learning using CT scan datasets from more than 22,000 confirmed coronavirus cases so far. The public datasets and those of E*HealthLine will also be shared, as well as the pre-processed data and deep learning models of the research group validated together with E*HealthLine can be shared and made available, thus addressing the objective ‘opening up scientific data on the virus‘ of this emergency call. By using the B2SHARE service of the European Open Science Cloud (EOSC), the team improve the Findability, Accessibility, Interoperability, and Reuse (FAIR) of this digital Covid-19 dataset, thus sharing it with the larger community. Early access to DEEP-EST supercomputer for COVID-19 researchers Titill: Early access to DEEP-EST supercomputer for COVID-19 researchersVerkefnisstjóri/ar: Helmut Wolfram Neukirchen, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): helmut@hi.is Deild/svið: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Lýsing: The H2020 project "Dynamical Exascale Entry Platform - Extreme Scale Technologies" (DEEP-EST, European Union's Horizon 2020 grant agreement no. 754304) develops the prototype of the next generation supercomputer. Via it's early access programme, DEEP-EST offers a fast-track access to supercomputing resources. To support COVID-19 researchers who need to do, e.g. computational intensive simulations or machine learning, the access programme has been extended. Example simulation software running on the DEEP-EST hardware is GROMACS, a molecular dynamics code, which is designed for computer simulation of proteins, lipids, and nucleic acids, and is used for investigating viruses, such as SARS-CoV-2. Information on the DEEP-EST early access programme. Sýn ferðaþjónustunnar til þróunar ferðamennsku á miðhálendi Íslands Titill: Sýn ferðaþjónustunnar til þróunar ferðamennsku á miðhálendi Íslands Verkefnisstjóri: Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): annadora@hi.is Samstarfsaðili/ar: Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Samtök ferðaþjónustunnar Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild Fjármögnun: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lýsing: Miðhálendi Íslands er mikilvæg auðlind fyrir íslenska ferðaþjónustu og hefur greinin mikilla hagsmuna að gæta þegar kemur að ákvarðanatöku um hvernig eigi að nýta svæðið til framtíðar. Markmið þessa rannsóknarverkefnis var því að kanna sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands til framtíðar. Gerð var netkönnun meðal allra fyrirtækja (N=984) sem eru með útgefið leyfi frá Ferðamálastofu sem annað hvort ferðaskrifstofa eða ferðasali dagsferða. Svör fengust frá 382 sem gefur um 40,12% svarhlutfall. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi miðhálendis Íslands fyrir ferðaþjónustuna og töldu flestir ferðaþjónustuaðilar að miðhálendið hafi mikið aðdráttarafl, jafnvel þeir sem bjóða ekki upp á ferðir á miðhálendinu. Aðdráttaraflið var fyrst og fremst sagt felast í ósnortinni náttúru, náttúrulegu yfirbragði svæðisins, víðernum, fámenni og takmörkuðum mannvirkjum. Í sérstakri spurningu var kannað hvaða þættir sem eru einkennandi fyrir Ísland gætu orðið mikilvægari fyrir ferðaþjónustuna en áður til að ná sér aftur á strik eftir COVID-19. Oftast nefndu svarendur þætti sem eru einkennandi fyrir miðhálendið, þ.e. strjálbýl svæði (90,7%) og víðáttumikil náttúrusvæði (87,5%). Almennt töldu svarendur að gildi miðhálendisins ætti eftir að aukast enn frekar á næstu árum og því þyrfti uppbygging innviða á svæðinu að vera hófleg og í sátt við náttúruna til þess að standa vörð um sérstöðu og aðdráttarafl svæðisins. Gefin var út skýrsla með niðurstöðunum og má finna hana hér: Sýn ferðaþjónustunnar á nýtingu miðhálendis Íslands Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu Titill: Aðlögunarhæfni og seigla í ferðaþjónustu: Hvernig á að mæta áföllum? Hvernig unnt er að efla þrautseigju í greininni Verkefnisstjóri/ar: Íris H. Halldórsdóttir hjá Rannsóknamiðstöð ferðamála og Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): irish@rmf.is Samstarfsaðili/ar: Rannsóknamiðstöð ferðamála og Háskólinn á Hólum Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild Fjármögnun: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið Lýsing: Tólf mánaða rannsóknarverkefni sem unnið er fyrir Ferðamálastofu og snýr að því að varpa ljósi á hvaða áhrif Covid-19 heimsfaraldurinn hefur haft á ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi. Er þetta fyrsti áfangi af stærra verkefni um að skoða aðlögunarhæfni og seiglu í ferðaþjónustu. Fyrri áfangaskýrslu verkefnisins má lesa hér: Ferðaþjónusta á Íslandi og COVID-19. Staða og greining fyrirliggjandi gagna Skýrslan er ítarleg samantekt og greining á fyrirliggjandi gögnum um áhrif COVID-19 á ferðaþjónustuna og nýtist sem tölulegur grunnur fyrir áframhald verkefnisins. Lokaskýrsla verkefnisins kemur út snemma árs 2022 Almennt um áhættumat og viðbrögð þjóða við hamförum með sérstakri áherslu á hlutverk heimila í þjóðaráhættumati Titill: Almennt um áhættumat og viðbrögð þjóða við hamförum með sérstakri áherslu á hlutverk heimila í þjóðaráhættumati Verkefnisstjóri/ar: Björn Karlsson, dósent; Böðvar Tómasson, doktorsnemi Tölvupóstfang (tengiliður): bjornk@hi.is Samstarfsaðili/ar: Consumer Research Institute of Norway (Forbruksforskningsinstituttet SIFO); Risk and Crisis Research Centre (Mid Sweden University) Deild/svið: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Fjármögnun: Norwegian Research Fund; 9 milljónir NRK um ca. 100 milljónir ISK þar af 13 milljónir ISK sem gengu til Háskóla Íslands Lýsing: Þema verkefnisins var meðal annars að skoða hlutverk heimila og neytenda þegar almannavarnarástand verður vegna hamfara, fremst þegar innviðir samfélagsins skerðast hver af öðrum og almenn þjónusta leggst jafnvel niður á ýmsum sviðum svo að heimilin verði að vera sjálfum sér næg meðan helstu hamfarirnar ganga yfir. Hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins: HOMERISK Hér er grein um verkefnið sem birt var í International Journal of Risk Reduction: The role of households in Nordic national risk assessments HeilbrigðisvísindasviðLíðan þjóðar á tímum COVID-19 Titill: Líðan þjóðar á tímum COVID-19 Verkefnisstjóri: Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): unnurav@hi.is Samstarfsaðili/ar: Arna Hauksdóttir, prófessor Læknadeild HÍ; Edda Björk Þórðardóttir, nýdoktor Læknadeild HÍ; Berglind Guðmundsdóttir, prófessor og yfirsálfræðingur Landspítala; Harpa Rúnarsdóttir, verkefnastjóri Læknadeild HÍ; Harpa Lind Jónsdóttir, nýdoktor Læknadeild HÍ; Thor Aspelund, prófessor Læknadeild HÍ; Jóhanna Jakobsdóttir, lektor Læknadeild HÍ; Gunnar Tómasson, dósent Læknadeild HÍ; Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri lýðheilsu, Embætti landlæknis; Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, verkefnisstjóri, Embætti landlæknis; Alma D. Möller, Landlæknir; Sigríður Haraldsd Elínardóttir, sviðstjóri heilbrigðisupplýsinga, Embætti landlæknis; Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Deild: Miðstöð í lýðheilsuvísindum Lýsing: Líðan þjóðar á tímum COVID-19 er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands, Embættis landlæknis og sóttvarnalæknis sem miðar að því að auka þekkingu á áhrifum faraldursins á líðan og lífsstíl landsmanna. Hér er vefsíða verkefnisins Líðan þjóðar á tímum COVID-19 Rannsóknin er hluti af alþjóðlegu rannsóknarverkefni á þessu sviði og er opin öllum einstaklingum 18 ára og eldri sem hafa rafræn skilríki eða íslykil. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hver eru áhrif COVID-19 faraldursins á einkenni streitu, sálræna líðan og lífsstíl landsmanna? Tengist saga um sjúkdóma og aðra áhættuþætti, staðfest COVID-19 smit, sóttkví, einangrun eða breytingar á efnahag og daglegu lífi aukinni streitu, slakari líðan og lífsstíl? Hafa sterk streitu- og geðræn einkenni á þessum óvissutímum faraldursins viðtækari áhrif á heilsufar til lengri tíma? Verkefnið miðar einnig að því að miðla almennum upplýsingum til þátttakenda og allra landsmanna um geðrækt og hvert hægt er að leita til að fá stuðning og geðheilbrigðisþjónustu á þessum óvissutímum.Væntingar standa til þess að rannsóknin muni gefa skýr svör við ofangreindum spurningum en slík þekking er mikilvæg yfirvöldum við skipulag heilbrigðisþjónustu og almannavarna á tímum samfélagslegra áfalla á borð við heimsfaraldurinn COVID-19. Veiruhemjandi áhrif frírra fitusýra Titill: Veiruhemjandi áhrif frírra fitusýra Verkefnisstjóri/ar: Einar Stefánsson, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): estefans@hi.is Deild: Læknadeild Lýsing: Þorskalýsi og aðrar fiskiolíur eru hefðbundnar vörur, notaðar gegn kvefi og öðrum öndunarfærasýkingum. Vísindamenn hafa sýnt að veiruhemjandi áhrif lýsis koma frá fríum fitusýrum (FFA). FFA myndast náttúrulega þegar lýsi brotnar niður og hafa þá eiginleika að eyðileggja hjúpaðar veirur, gram jákvæðar bakteríur og suma sveppi. In-vitro rannsókn sem teymið lét gera á rannsóknarstofu við háskóla í Utah, sýndu að 1 og 2% FFA óvirkja >99.9% af COVID-19 veirunni (SARS-CoV-2) á 10 mínútum. Veiruhemjandi áhrif FFA eru sambærileg árhifum af 35% etanóli og verulega meiri en burðarefni og 0.1% FFA. Sem viðbragð við COVID-19 faraldrinum settum við á markað munnskol sem fæðubótarefni sem inniheldur 2% FFA í omega-3 fiskiolíu í von um að minnka styrk SARS-CoV-2 í munnholi. Varan þolist vel og hefur fengið góðar viðtökur á Íslandi einnig meðal framlínustarfsfólks Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri sem fengu sýnishorn að gjöf. Markmið þessa verkefnis er að sýna fram á með klínískum rannsóknum að varan virkar til að minnka styrk SARS-CoV-2 í munnholi og hálsi, skrá vöruna sem lyf eða lækningatæki í Evrópu og USA og víkka í framhaldinu ábendinguna yfir á aðrar hjúpaðar veirur sem valda öndunarfærasýkingum. Útkoman er einkaleyfisvarið lyf/lækningatæki notað til að minnka smithættu af völdum SARS-CoV-2 og kvefveirum. FFA eru fáanlegar á iðnaðarmælikvarða, eru öruggar og hluti af fæðukeðjunni. Markaðurinn er veirusýkingar af völdum hjúpaðra veira, til skammtíma COVID-19 en kvef og öndunarfærasýkingar til langtíma. Markaðsleg útkoma verður áframhaldandi sala á innanlandsmarkaði, undirbúa frekari markaðsáætlun fyrir þekkta markaði Lýsis og fara inn á þá markaði og hefja sölu á erlendum mörkuðum þegar fréttir af in vitro og klínískum rannsóknum eru birtar. Það er tími til kominn að unnið sé að klínískri sönnun þeirrar goðsagnar um notkun lýsis sem fyrirbyggjandi gegn kvefi. COVID-19: mótefnamælingar starfsfólks á barnaspítölum Titill: COVID-19: mótefnamælingar starfsfólks á barnaspítölum Verkefnisstjóri/ar: Ásgeir Haraldsson, prófessor; Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala Hringsins Tölvupóstfang (tengiliður): asgeir@landspitali.is; valtyr@lsh.is Samstarfsaðili/ar: Íslensk erfðagreining, Great Ormond Street Hospital (GOS) og nokkrir aðrir barnaspítalar í Evrópu Deild/svið: Læknadeild - Barnalækningar Fjármögnun: Íslensk erfðagreining gerir mælingarnar án þess að fá greiðslu fyrir, Læknar á GOS í London hafa styrki til úrvinnslu á data og mögulegra greinaskrifa. Lýsing: Starfsfólk heilbrigðiskerfisins eru útsett fyrir smiti af SARS CoV-2 veirunni. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir útbreiðslu smitsins og hvort starfsfólk hafi myndað virk mótefni í nægilegum mæli til að komast hjá seinni sýkingum af völdum veirunnar. Markmið rannsóknarinnar er að meta algengi mótefnamyndunarinnar hjá starfsfólki á nokkrum barnaspítölum í Evrópu. Hjúkrun COVID-19 smitaðra einstaklinga og einkenni þeirra Titill: Hjúkrun COVID-19 smitaðra einstaklinga og einkenni þeirra Verkefnisstjórir: Helga Jónsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): helgaj@hi.is Samstarfsaðili/ar: Brynja Ingadóttir, lektor; Sigríður Zoega, dósent; Marianne E. Klinke, dósent; Elín J.G. Hafssteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur LSH; Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á LSH og aðjúnkt; Berglind Chu, sérfræðingur í hjúkrun á LSH; Sigríður Heimisdóttir, sérfræðingur í hjúkrun LSH og hópur hjúkrunarfræðinga í Covid göngudeild Deild: Hjúkrunarfræðideild Lýsing: Hjúkrunarrannsóknir samstarfshópsins sem tengjast COVID-19 faraldrinum fjalla um: a. Þróun og inntak hjúkrunar, ásamt klínískri ákvarðanatöku, sem veitt er á COVID-19 göngudeildinni, bæði mótttaka sjúkra og fjarhjúkrun þeirra sem eru í einangrun. b. Einkenni og líðan einstaklinga sem fengu COVID-19 smit á Íslandi c. Inntak hjúkrunar sjúklinga í einangun á sjúkradeildum Landspítala. PaRIS rannsóknin á Íslandi Titill: PaRIS rannsóknin á Íslandi Verkefnisstjóri: Kjartan Vífill Iversen Tölvupóstfang (tengiliður): paris@hi.is Samstarfsaðili: Efnahags- og framfarastofnunin Svið: Heilbrigðisvísindasvið Lýsing: PaRIS er verkefni á vegum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) þar sem lönd vinna sameiginlega að því að þróa, staðla og innleiða nýja kynslóð vísa sem mæla útkomu og reynslu af notkun heilbrigðisþjónustu og hvaða atriði vega mest í huga fólks. Alþjóðlega samanburðarrannsóknin á fólki með langvinn einkenni er sú fyrsta sinnar tegundar og metur útkomu og reynslu þeirra sjúklinga sem fá meðhöndlun á heilsugæslustöðvum á milli landa. PaRIS rannsókninni er ætlað að safna miklivægum upplýsingum, með því að spyrja um þætti eins og aðgengi að heilbrigðisþjónustu og biðtíma, ásamt lífsgæðum, sársauka, líkamlegrar virkni og andlega vellíðan. Hvað skiptir fólk pestu máli? Hvað finnst fólki með langvinn einkenni um eigið heilsu? Finnst fólki með langvinn einkenni það vera þátttakendur í ákvörðunum sem varða þeirra eigin meðferð? Að hvaða marki hamla langvinn einkenni fólki í að taka þátt í félagslegum athöfnum? Hvernig breytast útkomur og reynsla fólks eftir mismunandi hagfélagslegum bakgrunni? Hverjum mun þessi rannsókn hjálpa? Stjórnvöldum, með því að hafa betri vitneskju um hvar eigi að einbeita sér í að auka gæði og forgangsraða fjárveitingum. Sjúklingum, með því að veita þeim rödd og tækifæri til að tjá sig um eigin útkomu og reynslu. Heilbrigðisstofnunum, með því að auka skilning á því hvernig hægt er að bæta gæði meðferðar sem heilbrigðisþjónustan býður upp á. PaRIS ýtir undir samtal við stjórnvöld, heilbrigðisstofnanir og sjúklinga um hvernig megi auka afköst og bæta einstkalingsmiðaða heilsugæsluþjónustu. Næringarástand inniliggjandi sjúklinga með COVID-19 á Íslandi Titill: Næringarástand inniliggjandi sjúklinga með COVID-19 á Íslandi Verkefnisstjóri: Áróra Rós Ingadóttir, lektor Tölvupóstfang (tengiliður): aroraros@hi.is og aroraros@lsh.is Samstarfsaðili/ar: Sandra Dögg Guðnadóttir, nemi í klínískri næringarfræði; Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor; Jenný Kaaber, klínískur næringarfræðingur; Ragnar Freyr Ingvarsson, Sérfræðilæknir. Deild/svið: Matvæla- og næringarfræðideild, Heilbrigðisvísindasvið Lýsing: Markmið rannsóknarinnar er að meta næringarástand inniliggjandi sjúklinga með COVID-19 á Íslandi. Markmiðið er einnig að kanna hvort næringarástand sjúklinga spái fyrir um heildarlegutíma og dánartíðni á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Rannsóknin veitir mikilvægar upplýsingar um næringarástand þessara sjúklinga og hvaða áherslur eru mikilvægar í næringarmeðferð. Rannsóknin er ekki síður mikilvæg fyrir alþjóðlegt vísindasamfélag þar sem um er að ræða nýjan sjúkdóm sem ekki hefur verið rannsakaður að fullu. HugvísindasviðÁhrif COVID-19 á ferðaþjónustu, samfélag og framtíðarsýn... Titill: Áhrif COVID-19 á ferðaþjónustu, samfélag og framtíðarsýn í sveitarfélaginu Hornafirði Verkefnisstjóri/ar: Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður; Þorvarður Árnason, forstöðumaður; Arndís Lára Kolbrúnardóttir, verkefnisstjóri; Arndís Ósk Magnúsdóttir, nemi; Hafdís Lára Sigurðardóttir, nemi Tölvupóstfang (tengiliður): thorvarn@hi.is; soffiab@hi.is Samstarfsaðili/ar: Sveitarfélagið Hornafjörður Deild/svið: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Fjármögnun: Sveitarfélagið Hornafjörður Lýsing: Meginmarkmið verkefnisins er að varpa ljósi á stöðu ferðaþjónustunnar á Hornafirði sem glímir við miklar áskoranir vegna COVID-19. Rannsóknarverkefnið „Áhrif COVID-19 á ferðaþjónustu, samfélag og framtíðarsýn í sveitarfélaginu Hornafirði" er tvíþætt. Í fyrsta lagi snýst það um að kanna afleiðingar COVID-19 á ferðaþjónustufyrirtæki í sveitarfélaginu og starfsmenn þeirra og verður þar horft hvort tveggja til efnahagslegra sem sálrænna þátta. Í öðru lagi beinist rannsóknin sérstaklega að erlendum starfsmönnum ferðaþjónustunnar, líðan þeirra og réttindum. Gefin var út skýrsla sem hægt er að skoða hér: Áhrif COVID-19 á ferðaþjónustu og samfélag í Sveitarfélaginu Hornafirði Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum Titill: Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum Verkefnisstjóri/ar: Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor; Finnur Ulf Dellsén, dósent; Vilhjálmur Árnason, prófessor; Ásthildur Gyða Garðarsdóttir, nemi; Hörður Brynjar Halldórsson, nemi; Victor Karl Magnússon, nemi; Vigdís Hafliðadóttir, nemi Tölvupóstfang (tengiliður): eyjabryn@hi.is Samstarfsaðili/ar: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands, dAton, Vísindavefurinn, Landlæknisembættið Deild/svið: Sagnfræði- og heimspekideild Fjármögnun: Nýsköpunarsjóður námsmanna Lýsing: COVID-19-faraldurinn hefur vakið margar áleitnar grundvallarspurningar um ákvarðanir stjórnvalda, siðferðileg álitamál í heilbrigðisgeiranum, réttindi og skyldur almennings, mat á áhættu og mismunandi hagsmunum, upplýsingagjöf til almennings og traust til vísinda. Þetta verkefni snýst um að skoða COVID-19 faraldurinn og viðbrögðin við honum út frá þeim undirsviðum heimspekinnar sem helst snerta á þeim álitamálum sem upp koma: hagnýttri siðfræði, stjórnmálaheimspeki, femínískri heimspeki og þekkingarfræði/vísindaheimspeki. Verkefnið er hýst af Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og nemendur vinna að því undir stjórn Eyju Brynjarsdóttur, Finns Dellsén og Vilhjálms Árnasonar við skrásetningu og greiningu helstu atburða og álitamála sem upp hafa komið í tengslum við faraldurinn frá heimspekilegu og siðfræðilegu sjónarhorni. Samstarfsaðilar eru Vísindavefur Háskóla Íslands, nýsköpunar- og gagnagreiningafyrirtækið dAton, Kvenréttindafélag Íslands og Landlæknisembættið. Verkefninu er nú lokið og hægt er að sjá frekari upplýsingar um framkvæmd og niðurstöður verkefnisins: Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum MenntavísindasviðSkólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19 Titill: Skólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19 Verkefnisstjóri/ar: Jóhanna Einarsdóttir, prófessor og Eyrún M. Rúnarsdóttir Tölvupóstfang (tengiliður): joein@hi.is Deild: Deild kennslu- og menntunarfræði Lýsing: Í því skyni að hamla útbreiðslu COVID-19 var gripið til þess ráðs í fyrstu bylgju faraldursins að setja hömlur á fjölda þeirra sem máttu dvelja í sama rými. Starfsemi leikskóla þurfti að laga að þessum veruleika með tilheyrandi tímatakmörkunum og fækkun viðverudaga. Þó að slík ráðstöfun geti reynst brýn hafa rannsóknir sýnt að skólalokanir og skerðing á skólasókn getur haft neikvæð áhrif á nám, líðan og félagsleg tengsl barna. Sérstaklega á það við um börn í viðkvæmri stöðu. Rannsóknin sem hér er kynnt beinist að skólasókn fjölbreyttra barnahópa í leikskólum og samskiptum starfsfólks leikskóla við foreldra á tímum COVID-19. Unnið var úr spurningakönnun sem Menntavísindastofnun Háskóla Íslands stóð fyrir og send var á netföng 248 leikskóla auk þess sem tekin voru rýnihópaviðtöl við starfsfólk sex leikskóla. Niðurstöður sýna mikla takmörkun á leikskólahaldi í fyrstu bylgju COVID-19 og skerðingu á viðveru barna. Gera þurfti margvíslegar breytingar á verkefnum og viðfangsefnum barnanna, rólegra var í leikskólanum en mörg barnanna söknuðu vina sinna. Fram kom að börn af erlendum uppruna sóttu síður leikskóla en önnur börn á tímabilinu og að sumir foreldrar fóru frekar eftir upplýsingum frá upprunalandi sínu en leiðbeiningum íslenskra sóttvarnayfirvalda. Rannsóknin sýnir að brýnt er að standa betur að upplýsingagjöf til foreldra af erlendum uppruna. Samstarf starfsfólksins við fjölskyldur leikskólabarna tók breytingum. Dagleg samskipti starfsfólksins sem vann með börnunum skertust verulega og þátttaka foreldra í leikskólastarfinu minnkaði. Gæði í leikskólastarfi eru m.a. háð vel menntuðu starfsfólki sem myndar traust tengsl við hvert barn, starfsháttum þar sem skipulegt starf og leikur fléttast saman og samvinnu við fjölskyldur barnanna. Auk þess er leikskólinn mikilvægur lýðræðislegur vettvangur þar sem fjölbreyttir barnahópar starfa saman. Þær ályktanir má draga af niðurstöðum rannsóknarinnar að breytingar á starfsháttum leikskóla sem lokanir og skerðing á skólasókn hafa í för með sér geti haft áhrif á bæði menntunar- og samfélagslegt hlutverk leikskólans. Frekar er fjallað um niðurstöður rannsóknarinnar í greininni Skólasókn og samstarf við foreldra leikskólabarna með fjölbreyttan bakgrunn á tímum COVID-19 sem birtist í Netlu. Framhaldsskólinn og COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun Titill: Framhaldsskólinn og COVID-19: Kreppa, áskoranir og aðlögun Verkefnisstjóri/ar: Guðrún Ragnarsdóttir, lektor; Súsanna Margrét Gestsdóttir, aðjúnkt Tölvupóstfang (tengiliður): gudrunr@hi.is , susmar@hi.is Samstarfsaðili/ar: Elsa Eiríksdóttir, dósent, Deild faggreinakennslu: elsae@hi.is; Amalía Björnsdóttir, prófessor, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda: amaliabj@hi.is Deild/svið: Deild faggreinakennslu, Deild kennslu- og menntunarfræði Lýsing: Sú heimskreppa sem COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér hefur haft gríðarleg áhrif á starf íslenskra framhaldsskóla. Vegna samkomubanns sem stjórnvöld lýstu yfir færðist allt starf á því skólastigi yfir í fjarnám á einni helgi. Jafnframt breyttust heimilisaðstæður flestra fjölskyldna. Heimilið varð vinnustaður margra foreldra, kennslustofa nemendanna og jafnvel leikskóli yngstu barnanna. Í þessu fordæmalausa ástandi felst einstakt tækifæri til að rannsaka áhrif óvæntrar kreppu, í samhengi menntunar og heimilanna. Markmiðið er að skoða hvernig skólafólk (stjórnendur, námsráðgjafar og kennarar) í framhaldsskólum, nemendur og foreldrar tókust á við nýjan raunveruleika. Rannsókninni verður einkum beint að breytingunni frá vinnu í kennslustofu yfir í fjarnám og langtímaafleiðingum hennar. Fjölbreyttra gagna verður aflað og ólíkum aðferðum beitt við gagnagreiningu. Gildi rannsóknarinnar felst ekki síst í tækifæri til að skoða ýmsar hliðar á menntun og félagslegu réttlæti, bæði á þjóðlegan og alþjóðlegan mælikvarða, og samspil helstu hagaðila, ekki síst nemenda, foreldra og skólafólks framhaldsskóla. Vandað yfirlit frá einu landi, Íslandi, ætti að gagnast þeim sem stunda rannsóknir á þessu sviði og leggja fram mikilvæga þekkingu á því hvernig á að bregðast við þegar áföll dynja yfir. Einnig gæti það bent á víti til varnaðar, sem og hvernig á að finna og gæta að viðkvæmum hópum. Hér má lesa grein sem birtist í Netlu um verkefnið: Fjarkennsla í faraldri: Nám og kennsla í framhaldsskólum á tímum samkomubanns vegna COVID-19 Hér má sjá upptöku af málstofu á Menntakviku í október 2021: Kennsluhættir í breyttum heimi framhaldsskóla Hér má sjá umfjöllun um verkefnið í Morgunblaðinu 18.10.2021: Félagslegt ójafnræði í framhaldsskólum Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna Titill: Glundroði einkenndi svefn, mataræði og atferli barnanna: Kynjuð orðræða um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs Verkefnisstjóri/ar: Auður Magndís Auðardóttir, doktorsnemi; Annadís Greta Rúdólfsdóttir, dósent Tölvupóstfang (tengiliður): ama@hi.is; annadis@hi.is Deild/svið: Deild menntunar og margbreytileika Lýsing: Þessi rannsókn notar póststrúktúralískar kenningar til að greina þemu í orðræðum um fjölskyldulíf á tímum heimsfaraldurs. Skóla- og tómstundastarf barna var verulega skert vorið 2020 sem skapaði álag á útivinnandi foreldra. Rannsóknir sýna að kröfur til foreldra barna, einkum mæðra, hafa aukist gríðarlega í auðugum ríkjum heims og því er mikilvægt að skilja með hvaða hætti fólk skilur foreldrahlutverkið á tímum heimsfaraldurs og skerts skólastarfs. Sögulokaaðferð (e. story-completion method) var notuð til að afla gagna en alls söfnuðust 97 sögur. Gögnin voru þemagreind og skoðað hvaða orðræðum um foreldarhlutverkið og fjölskyldulíf þau tengdust. Stærstur hluti þátttakenda voru háskólamenntaðar konur og því varpa niðurstöðurnar einkum ljósi á samfélagið út frá þeirra sjónarhorni. Þemun sýna átök á milli krafna foreldrahlutverksins og atvinnuþátttöku. Þessum átökum er einkum mætt á þrennan hátt: Með aga og jákvæðni, með mótspyrnu eða með uppgjöf. Þátttakendur ávörpuðu ólíka þátttöku mæðra og feðra í heimilishaldi meðal annars með því að láta heimfaraldurinn kenna karlrembum lexíu í húsverkum. Greinin hefur verið samþykkt til birtingar í tímaritinu Gender, Work and Organization. Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni Titill: Fjarmenntabúðir: Stuðningur háskóla við skólastarf með stafrænni tækni Verkefnisstjóri/ar: Sólveig Jakobsdóttir, prófessor; Hróbjartur Árnason, lektor; Salvör Gissurardóttir, lektor; Svava Pétursdóttir, lektor; Ingvar Sigurgeirsson, prófessor; Sólveig Zophoníasdóttir, doktorsnemi (og sérfræðingur við Háskólann á Akureyri)Tölvupóstfang (tengiliður): soljak@hi.is Samstarfsaðili/ar: Kristín Dýrfjörð, dósent, Háskólanum á Akureyri. Samráðs- og stuðningssaðilar eru frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, Menntamálastofnun, Kennarasambandi Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Menntamiðju. Deild/svið: Rannsóknarstofa í upplýsingatækni og miðlun við Menntavísindasvið, Deild faggreinakennslu, Deild menntunar og margbreytileika, Deild kennslu- og menntunarfræðiStyrkveitandi: Háskóli Íslands (Styrkir vegna stuðnings við samfélagsvirkni akademísks starfsfólks) Lýsing: Í COVID-19 faraldrinum urðu kennarar um allt land að breyta kennslufyrirkomulagi sínu með nær engum fyrirvara. Því tóku aðilar frá Menntavísindasviði HÍ og Kennaradeild HA sig saman um að gera tilraun með að bjóða upp á menntabúðir á neti – eða fjarmenntabúðir – þar sem áhersla væri á að kynna möguleika og tæknilausnir í fjar- og netnámi. Menntabúðir eru óformlegir viðburðir þar sem fólk kemur saman til að kenna hvert öðru og læra saman til dæmis á nýja tækni, forrit, tæki og tól. Þátttakendur geta skipst á að vera í kennara- eða nemendahlutverki og áhersla er á jafningjafræðslu og tengslamyndun. Á undanförnum árum hefur þetta form starfsþróunar notið sívaxandi vinsælda um allt land en hafði ekki verið prófað áður á netinu. Skipulagðar voru þrjár menntabúðir á neti vorið 2020 með 50-200 þátttakendum. Kynningar voru teknar upp. Kannanir í kjölfar viðburðanna sýndu að þátttakendur voru mjög ánægðir með þetta námsform og að fá tækifæri að miðla reynslu og læra af öðrum. Í umræðum í lok búða kom einnig fram að mikill áhugi var um að áframhald yrði á framboði á fjarmenntabúðum með svipuðu sniði. Aðstandendur verkefnisins fengu styrk frá Háskóla Íslands þar sem markmiðið er að að festa fjarmenntabúðir betur í sessi hér á landi og þróa þær áfram sem leið til starfsþróunar. Þessi leið er ekki síst mikilvæg á þeim óvissutímum sem við lifum á þar sem nýting stafrænnar tækni og netlausna í skólum getur verið lykill að velgengni nemenda og þess að skólar geti áfram boðið upp á sem besta menntun og fræðslu. Við lítum á þetta framtak sem ákveðna fyrirmynd, tilrauna- og þróunarstarf. Verkefnið verður leyst með hönnunarmiðaðri nálgun þar sem mismunandi leiðir eru prófaðar. Hver viðburður verður skoðaður og þau gögn sem verða til í tengslum við fjarmenntabúðirnar. Tekið verður mið að þeim upplýsingum til að sníða af hnökra og búa til góð módel um hvernig hægt er að standa að slíkum viðburðum í skólasamfélaginu. Styrkurinn var nýttur til umgjarðar, skipulags og undirbúnings fjögurra fjarmenntabúða-viðburða á skólaárinu 2020-2021. Hópurinn stóð fyrir þremur fjarmenntabúðum á vormisseri 2020 og tveim vorið 2021. Þetta var eitt af Bakhjarlsverkefnum Menntavísindasviðs til að styðja við skólastarf í veirufaraldrinum. Búðirnar voru mjög vel sóttar alls staðar að af landinu og var hægt að nálgast upplýsingar um kynningar og í flestum tilvikum upptökur á vef verkefnisins. Yfir 400 manns mættu þegar yfir lauk á 51 kynningu. Kannanir í kjölfar viðburðanna sýndu að þátttakendur voru mjög ánægðir með þetta námsform og að fá tækifæri að miðla reynslu og læra af öðrum. Hægt er að lesa meira um verkefnið á eftirfarandi stöðum: Kafli í bók gefinni út af European Distance and E-Learning Network (EDEN); Enhancing the Human Experience of Learning with Technology New challenges for research into digital, open, distance & networked education. Menntabúðir í starfsþróun kennara: Geta þær virkað á netinu? Skólaþræðir Frétt á vef HÍ eftir fyrsta viðburðinn Menntabúðir í starfsþróun kennara: Þær virka á netinu! Skólaþræðir Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila... Titill: Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila á tímum samkomubanns vegna COVID-19 vorið 2020 Verkefnisstjóri/ar: Ársæll Már Arnarson, prófessor; Kolbrún Pálsdóttir, dósent og forseti Menntavísindasviðs, og Steingerður Kristjánsdóttir, aðjunkt. Tölvupóstfang (tengiliður): kolbrunp@hi.is Deild/svið: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Lýsing: Starfsumhverfi félagsmiðstöðva og frístundaheimila vorið 2020 var umtalsvert ólíkt. Þannig lá starfsemi flestra félagsmiðstöðva niðri að verulegu leyti þegar stjórnendum var gert að loka vegna samkomubanns, á meðan flest frístundaheimili tóku á móti börnum allan þennan tíma. Verulega dró þó úr mætingu barna á frístundaheimili og var rík áhersla lögð á vinnu með fámennari hópa og sóttvarnahólf. Stjórnendur frístundastarfs lögðu sig fram um að sýna sveigjanleika og frumkvæði til að viðhalda starfsemi fyrir börn og ungmenni. Engu að síður vekur áhyggjur að erfiðar gekk að virkja börn af erlendum uppruna til þátttöku á tímum samkomubanns. Mikilvægt er að þróa leiðir til að ná betur til ungmenna af erlendu bergi brotnu og ungmenna sem eru félagslega einangruð. Stjórnvöld verða að huga að leiðum til að stuðla að aðgengi barna og ungmenna að öflugu og vel skipulögðu frístundastarfi á tímum heimsfaraldurs. Veita þarf stjórnendum og starfsfólki frístundastarfs aukinn faglegan og hagnýtan stuðning. Niðurstöður voru birtar í Netlu og má lesa um þar. Survey among teachers in compulsory schools... Titill: Survey among teachers in compulsory schools in Iceland during the period of limitation and sometimes closing of the schools due to COVID-19 Verkefnisstjóri/ar: Kristín Jónsdóttir, dósent; Sólveig Jakobsdóttir, prófessor; Ársæll Már Arnarson, prófessor; Kolbrún Pálsdóttir, dósent Tölvupóstfang (tengiliður): kjons@hi.is Deild/svið: Deild kennslu- og menntunarfræði, Deild faggreinakennslu, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Lýsing: The purpose of the survey is to gather information and knowledge how compulsory school leaders coped with the limitation and in some cases closing of the schools in Iceland due to the COVID-19 epidemic. Spurningalistakönnun á meðal starfsfólks í framhaldsskólum... Titill: Spurningalistakönnun á meðal starfsfólks í framhaldsskólum í samkomubanni vegna COVID-19 vorið 2020 Verkefnisstjóri/ar: Guðrún Ragnarsdóttir, lektor; Elsa Eiríksdóttir, dósent; Sólveig Jakobsdóttir, prófessor; Kolbrún Pálsdóttir, dósent Tölvupóstfang (tengiliður): gudrunr@hi.is Deild/svið: Deild faggreinakennslu, Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Lýsing: Tilgangur könnunarinnar var að safna upplýsingum og þekkingu á því hvernig starfsfólk framhaldsskóla brást við þegar öllum framhaldsskólum var lokað á vorönn 2020 vegna COVID-19 faraldursins. Svarhlutfallið var 1034 (47%). Áhrif samkomubanns á leikskólastarf. Þau hafa meiri tíma til að leika sér Titill: Áhrif samkomubanns á leikskólastarf. „Þau hafa meiri tíma til að leika sér“ Verkefnisstjóri/ar: Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor; Svava Björg Mörk, aðjúnkt Tölvupóstfang (tengiliður): ios@hi.is Deild/svið: Deild kennslu- og menntunarfræði Lýsing: Dagskipulag getur verið nokkuð ólíkt á milli leikskóla og tengist áherslum á hverjum stað fyrir sig og þeirri sýn sem starfsfólkið hefur börn og nám þeirra. Bent hefur verið á að mikilvægt sé að hafa jafnvægi á milli athafna sem stýrt er af starfsfólki og athafna sem börnin stýra. Einhverjir telja að dagskipulag í leikskólum sé stjórnunartæki hinna fullorðnu. Í dag er lögð áhersla á að taka þurfi tillit til þarfa og áhuga hvers barns þegar skipuleggja á leikskólastarfið og að gefa þurfi börnunum tækifæri til að hafa áhirf á nám sitt. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvaða áhrif samkomubann vegna COVID-19 hafði á leikskólastarf. Gögnum var safnað með blönduðum aðferðum (e. mixes methods). Annars vegar í gegnum einstaklingsviðtöl við leikskólastjóra, deildarstjóra og leikskólakennaranema sem starfa í leikskóla. Hins vegar, í gegnum spurningalista sem voru sendir út til allra leikskólastjóra á landinu. Bráðabirgða niðurstöður benda til þess samkomubannið hafi haft töluverð áhrifa á leik barnanna. Barnahóparnir voru minni en vanalega sem hafði jákvæð áhrif á leikinn og gaf starfsfólki tækifæri til að fylgjast betur leiknum og stöðu hvers barns. Samkomubannið hafði einnig töluverð áhrifa á störf leikskólastarfsfólks, ekki síst stjórnenda sem þurftu að skipuleggja starfið sérstaklega í takt við takmarkanir sem fygldu samkomubanninu. Leikskólastarfsfólk upplifði sig í framlínusveit í samfélaginu á meðan á samkomubanninu stóð og einhverjir urðu óöruggir um eigin heilsu. Rannsóknin er mikilvægt framlag til leikskólasamfélagsins og eykur skilning á þeim áhrifum sem samkomubannið vegna COVID-19 hafði á leikskólastarf og vísbendingar um áhrif þess til lengri tíma. Áhrif COVID-19 veirufaraldurs og breytinga á starfsháttum í Háskóla Íslands... Titill: Áhrif COVID-19 veirufaraldurs og breytinga á starfsháttum í Háskóla Íslands á nám og líðan háskólastúdenta Verkefnisstjóri/ar: Amalía Amalía Björnsdóttir, prófessor; Þuríður Jóna Jóhannsdóttir, prófessor Tölvupóstfang (tengiliður): amaliabj@hi.is; thuridur@hi.is Deild/svið: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda, Deild faggreinakennslu Lýsing: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna viðhorf nema við Háskóla Íslands til aðgerða sem gripið var til vegna COVID-19. Rannsakað verður hvaða áhrif breytt fyrirkomulag kennslu og námsmats og ástandið í þjóðfélaginu hafði á námsframvindu og líðan háskólanema. Auk bakgrunnsupplýsinga um þátttakendur verður spurt um breytingar sem voru gerðar á skipulagi í þeim námskeiðum og þátttakendur beðnir að leggja mat á þær. Skoðað verður út frá bakgrunnsupplýsingum hvernig mismunandi breytingar á fyrirkomulagi náms og kennslu hafi hentað ólíkum hópum nema, svo sem eftir aldri, stað- og fjarnámi eða þeim sem eru í námi með vinnu. Breytingar á tilhögun náms og kennslu og skyndilegar breytingar á félagslegu umhverfi geta haft áhrif á líðan og til að meta andlega líðan verður lagður fyrir kvarði sem mælir kvíða, streitu og þunglyndi. Mikilvægt er að kanna afleiðingar breytinganna sem gerðar voru á skipulagi náms, kennslu og námsmats í kjölfar COVID-19 faraldursins og niðurstöður rannsóknarinnar nýtast til að meta hvort ráðstafanir þurfi til að koma í veg fyrir mikla seinkun eða brottfall úr námi hjá ákveðnum hópum. Framkvæmd könnunar er í höndum Menntavísindastofnunar sem sendir út rafrænan spurningalista á alla nemendur háskólans. Birtar hafa verið tvær skýrslur úr þessu verkefni: Viðhorf stúdenta til breytinga á námi og kennslu í HÍ vegna COVID-19 á vormisseri 2020 Viðhorf stúdenta til breytinga á námi og kennslu í HÍ vegna COVID-19-farsóttar á vormisseri 2020 Horft í áhrif kófsins á starfsaðstæður Háskólans Titill: Horft í áhrif kófsins á starfsaðstæður Háskólans Verkefnisstjóri/ar: Kolbrún Pálsdóttir, dósent og Ellen Dröfn Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Tölvupóstfang (tengiliður): kolbrunp@hi.is Deild/svið: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Lýsing: Nærri helmingur starfsmanna Háskóla Íslands fann fyrir auknu álagi í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins í vor. Vinnuaðstæður fólks heima fyrir voru misjafnar og um þriðjungur starfsfólks var ekki með sér vinnuherbergi á heimili sínu. Þá gekk samhæfing vinnu og einkalífs verr hjá fólki með börn á heimilinu og akademísku starfsfólki. Meirihluti þeirra sem sinnir kennslu telur að reynslan sem skapaðist vegna samkomutakmarkana muni hafa varanleg áhrif á kennsluaðferðir í framtíðinni. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á áhrifum faraldursins á störf og vinnuaðstæður starfsfólks Háskólans. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér: Horft í áhrif kófsins á starfsaðstæður Háskólans Ýmiss konar fróðleikur frá starfsfólki Háskólans sem snertir COVID-19-faraldurinn Vefsíða Vísindavefsins um veirur og COVID-19 - upplýst umræða facebooklinkedintwitter