Skip to main content

Enska

Enska

Hugvísindasvið

Ensk fræði

BA – 180 einingar

Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.

Skipulag náms

X

Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)

Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.

Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:

  1. Í ensku til BA
  2. Annarra erlendra tungumála en ensku

*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.

  • Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
  • Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.

Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Samuel Hogarth
Samuel Patrick O´Donnell
Lára Dawn Michelsen
Samuel Hogarth
Enska - BA nám

Ég ákvað að læra um verk merkra rithöfunda til að verða betri rithöfundur sjálfur. Eftir því sem ég hef verið lengur við nám í HÍ hef ég jafnframt uppgötvað að mikil skáldverk fela í sér mikilvæga lærdóma; um stöðu okkar sem tegundar, hvers vegna við enduðum þar sem við erum og hvers vegna hegðun okkar er eins og hún er. Ég hef verið mjög ánægður með þá breidd bókmenntagreiningar sem er boðið upp á í BA-náminu í ensku og mér hafa fundist öll námskeiðin bæði skemmtileg og hagnýt. Ef þér finnst gaman að lesa og skrifa eða vilt einfaldlega læra meira um sjálfa þig og vestræna menningu frá sjónarhorni málvísinda og bókmennta þá er þetta rétta námið fyrir þig.

Hafðu samband

Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2

Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.

Fylgstu með Hugvísindasviði:

Háskóli Íslands - aðalbygging

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.