Enska


Ensk fræði
BA – 180 einingar
Nám í ensku við Háskóla Íslands er fræðilegt yfirlit yfir ensk málvísindi, bókmenntir, menningu og ensku sem heimsmál. Forsenda námsins er að nemendur hafi mjög góða færni í enskri ritun og talmáli.
Skipulag náms
- Haust
- Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum
- Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð
- Mál og maður
- Bresk og evrópsk menningarsaga
- Breskar bókmenntir 1789-1954
- Vor
- Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga
- Ensk málsaga
- Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða
- Ensk ritþjálfun
- Bandarísk menningarsaga
- Bandarískar bókmenntir
Mál og menning I: Vinnulag og aðferðir í hugvísindum (MOM102G)
Námskeiðið er inngangsnámskeið í Mála- og menningardeild. Megin markmið og tilgangur námskeiðsins er kynning á grundvallar hugtökum og sértækum orðaforða á þessu sviði, skoðun á gagnrýnni hugsun til að auka lesskilning akademískra texta, innleyðing gagnlegra námsaðferða og fræðilegra vinnubragða er stuðla að árangursríku háskólanámi, umræður um ritstuld og fræðilegan heiðarleika, mat á fræðilegum kröfum o.s.frv. Nemendur fá hagnýta þjálfun í gagnrýnu mati á fræðilegum textum og gagnrýnni greiningu innihalds þeirra, að þekkja/auðkenna ákveðna orðræðu (munstur) og uppbyggingu ýmissa textategunda, að velja viðeigandi og trúverðugar heimildir og kynningu á greinandi lestri. Að auki fá nemendur að kynnast mikilvægi akademísks læsis til að auka skilning á fræðilegu efni, ritun þess og framsetningu.
Námskeiðið er kennt á ensku og er ætlað nemendum:
- Í ensku til BA
- Annarra erlendra tungumála en ensku
*Þeir nemendur sem vantar einingar vegna breyts fyrirkomulags Mála og menningar námskeiðana, þar sem MOM102 var áður 5 einingar, þurfa að bæta við sig einstaklingsverkefni (MOM001G, 1 eining) innan MOM102 námskeiðsins.
- Þetta einstaklingsverkefni er einungis ætlað þeim nemendum sem sátu MOM202G fyrir skólaárið 2024-2025, og eru núna í MOM102G, og því einungis með 9 einingar í Mála og menningar námskeiðunum.
- Nemendur sem ætla að bæta upp einingafjöldann með 6 eininga námskeiði innan greinar er frjálst að gera það og taka ekki þetta einstaklingsverkefni.
Til að skrá sig í einstaklingsverkefnið þarf að hafa samband við kennara MOM102G.
Eðli tungumálsins I: Hljóð og orð (ENS101G)
Þetta er hið fyrra af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum, og fjallar um málhljóð og hvernig þau mynda orð. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.
Mál og maður (ENS102G)
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir helstu viðfangsefni málvísinda. Sérstaklega verður fjallað um þær greinar málvísinda sem leggja áherslu á tengslin á milli tungumáls og málnotanda í víðara samhengi: félagsmálvísindi, tilbrigði í máli, máltöku barna og tileinkun erlendra mála, samband tungumáls og heilastarfsemi, söguleg málvísindi, samanburðarmálfræði og samskipti dýra. Megináhersla er á enskt mál en markmiðið er að kynna nemendum í ensku ólík svið málvísinda sem þeir geta kannað nánar á síðari stigum námsins.
Bresk og evrópsk menningarsaga (ENS103G)
Yfirlit yfir sögu og menningu Bretlands. Farið er yfir helstu þætti bresks þjóðlífs svo sem trúmál, menntamál, heilbrigðismál, lög og stjórnmál, utanríkismál, kynþáttamál osfrv. Í námskeiðinu er mest áhersla lögð á að kynna nemendum þróun þessara málaflokka frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til dagsins í dag. Námskeiðinu lýkur með tveggja tíma skriflegu prófi.
Breskar bókmenntir 1789-1954 (ENS110G)
Sögulegt yfirlit yfir breskar bókmenntir á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar, bæði ljóð, smásögur, leikrit og skáldsögur. Nemendur lesa og greina verk rómantísku skáldanna (m.a. Wordsworth, Byron, Shelley og Keats), helstu verk Viktoríutímabilsins (m.a. Tennyson, Browning, Gaskell, Wilde) og nýrri höfunda (Yeats, Joyce). Helstu hugtök varðandi greiningu bókmennta eru kynnt. Öll kennsla fer fram á ensku.
Mál og menning II: Hugmynda- og málvísindasaga (MOM202G)
Falsfréttir, falsanir byggðar á gervigreind og afneitun á vísindalegum og sögulegum staðreyndum verður stöðugt algengari í okkar samtíma. Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að vera fær um að greina og skilja stjórnmál, menningu og samfélagið með gagnrýnu hugarfari.
Í námskeiðinu er athygli beint að menningu og málvísindum í þeim tilgangi að efla getu ykkar sem nemendur og borgarar til þess að túlka sjónræna menningu, texta og tungumál. Þið fáið þjálfun í að beita hæfileikum ykkar með greiningu á stuttum frásögnum, skoðun á ljósmyndum og með því í rýna í nokkur áhugaverð einkenni tungumálsins. Stuðst verður við valda kafla eða greinar um bókmenntafræði, menningarfræði, sjónræn menning og málvísindi.
Megináhersla í kennslustundum verður lögð á að efla gagnrýna hugsun og umræður. Þið fáið tækifæri til að deila skoðunum ykkar með samnemendum og verða þátttakendur í umræðusamfélagi um viðfangsefni námskeiðsins.
Námskeiðshlutar:
- Textar undir smásjá
- Sjónræn menning og myndlæsi
- Að skilja tungumál
Ensk málsaga (ENS201G)
Yfirlit yfir sögu og þróun enskrar tungu.
Eðli tungumálsins II: Orð, setning, orðræða (ENS202G)
Þetta er annað af tveimur inngangsnámskeiðum í málvísindum og fjallar um hvernig orð eru sett saman til að mynda setningar. Nánari lýsing á námskeiðinu er að finna í enskri útgáfu af þessari vefsíðu.
Ensk ritþjálfun (ENS203G)
Hæfnin að skrifa góða ensku er forkrafa allra annarra námskeiða í Enskudeild Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðvelda nemendum að tjá sig á skrifuðu máli í gegnum kennslu og þjálfun, og byggja upp sjálfstraust í fræðilegri ritun. Verkefnin námskeiðsins samanstanda af ritunaræfingum og ritgerðum byggðum bæði á frum- og eftirheimildum. Rík áhersla er lögð á skipulega framsetningu á efnisþáttum, auk góðs ritstíls. Meginmarkmiðið er að nemendur skilji ritunarferlið og þrói með sér sinn eigin stíl.
Bandarísk menningarsaga (ENS204G)
- Markmið þessa námskeiðs er að taka til athugunar merkustu tímamótin í sögu Bandaríkjanna, allt frá því að innflytjendur tóku að streyma þangað og fram til okkar tíma.
- Sérstök áhersla verður lögð á borgarastyrjöldina og uppbyggingartímann sem fylgdi í kjölfarið, auk þess sem fæst yfirsýn á 20. og 21. öldina.
- Jafnframt verður lögð áhersla á reynsluheim jaðarhópa (frumbyggja, og bandaríkjamenn af afrískum, suður/miðamerískum, og asískum uppruna, hinsegin hópa, ásamt réttindi kvenna) í sögu BNA, frá upphafi til okkar daga.
Bandarískar bókmenntir (ENS205G)
Höfundar sem eru fulltrúar bandarískra bókmennta á nítjándu öld eru lesnir í sögulegu samhengi.
- Haust
- Bókmenntir og ritun
- Málvísindi og ritun
- Bókmenntafræði (enska)
- Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603
- Hugræn málvísindi og bókmenntirV
- Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- Inngangur að enskukennsluV
- Straumar og stefnur í enskukennsluVE
- John Milton’s Paradise LostV
- Vor
- Breskar bókmenntir 1603-1789
- Setningarfræði og rökformV
- Líkamar og form í endurreisnarljóðiV
- James JoyceV
- Tungumál og kímniV
- BA-ritgerð í enskuV
- TvítyngiV
- Keltnesk menning, tungumál og bókmenntirV
- Chaucer’s Pilgrims: Reading The Canterbury TalesV
- Enskukennsla fyrir unga byrjendurV
- Tungumál og leiklistV
Bókmenntir og ritun (ENS315G, ENS328G)
Þetta námskeið fjallar sérstaklega um ritun í bókmenntum. Nemendur fá tækifæri til að auka skilning og færni í ritun um bókmenntir. Fjallað verður um ritunarhefðir og þær skoðaðir í ljósi enskra bókmennta frá sögulegu sjónarhorni en einnig þvert á textategundir (ljóð, skáldsögur og leikrit). Áhersla verður lögð á gagnrýni, skoðun og umræður sem tæki til að skilja og greina bókmenntatexta og auka færni nemenda í að rannsaka, skipuleggja, skrifa og endurrita texta um bókmenntir.
Málvísindi og ritun (ENS315G, ENS328G)
Markmið þessa námskeiðs er að nemendur þjálfist í að lesa, skilja og skrifa efni sem tengist málvísindum. Áhersla verður lögð á að auka færni nemenda í akademískri ferlisritun, efnistökum, prófarkalestri og endurritun, og að þróa persónulegan stíl. Auk ritunarverkefna og ritgerða verður fjölbreytilegt lesefni skoðað og greint. Nemendur fá tækifæri til að styrkja færni sína í rannsóknaraðferðum og í notkun APA heimildakerfisins.
Bókmenntafræði (enska) (ENS329G)
Þetta námskeið veitir yfirlit yfir helstu strauma og hugtök í nútíma bókmenntafræði og bókmenntarýni og yfir viðteknar hefðir og inntak bókmenntarannsókna. Meðal helstu strauma í bókmenntakenningum eru strúktúralismi, feminismi, hinsegin fræði, póstmódernismi, Marxismi, efturlendufræði, pósthúmanismi, og vistfræði. Markmið námskeiðsins er að efla færni nemenda í að lesa frá fræðilegu og gagnrýnu sjónarhorni.
Mimisserispróf:
Miðmisseris ritgerð, 1000-1,500 orð. 35% (heimaverkefni, file upload)
Lokapróf:
Próf (kenningarmiðað) 25% (stuttar spurningar á staðnum í inspera)
Lokaritgerð 40% (heimaverkefni, file upload)
Breskar bókmenntir frá miðöldum til 1603 (ENS346G)
Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá upphafi miðalda þar til valdatími Elísabetar I var á enda.
MIKILVÆGT: Námskeiðið er fyrri hluti námskeiðsins ENS303G Breskar bókmenntir II (því hefur nú verið skipt upp í tvö námskeið sem kennd eru sitthvort misserið). Nemendur sem hafa lokið ENS303G geta ekki tekið þetta námskeið.
Hugræn málvísindi og bókmenntir (ENS417G)
Í þessu námskeiði verða hugræn (cognitive) málvísindi og bókmenntafræði kynnt. Markmiðið er m.a. að gefa nemendum innsýn í fræðikenningar þar sem gert er ráð fyrir því að sömu hugarferlin einkenni mannlegt mál og mannlega hugsun yfirleitt. Lögð verður áhersla á að sýna hvernig samþætta má greiningu í málfræði og bókmenntum, t.d. með hliðsjón af nýlegum kenningum um myndhverfingar (metafórur). Stefnt verður að því að skapa umræður í tímum á milli kennara og nemenda um atriði eins og hvort rétt sé að skipta málvísindum og bókmenntafræði í ótal undirgreinar.
Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS505G)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Tudor tímabilið og Tudor fjölskylduna í nútíma (aðallega 21. aldar) skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu, en aðrar persónur tengdar þeim einnig skoðaðar eftir föngum. Nemendur lesa valin verk sem fjalla á einn eða annan hátt um Hinrik áttunda og Elísabetu fyrstu og valdatíð þeirra, ásamt því að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem byggð eru á lífi og valdatíð þeirra. Áhersla er einnig lögð á greiningu á þeim mikla áhuga á Tudor tímabilinu sem birtist meðal annars í dægurmenningu og umræðu á samfélagsmiðlum. Að auki verður eftir efnum farið yfir sögulegar, bókmenntalegar og menningarlegar túlkanir á hlutverki Tudor fjölskyldunnar í samhengi við menningar- og samfélagslegar áherslur samtímans.
Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.
Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET304G)
Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.
John Milton’s Paradise Lost (ENS615G)
The course offers an in-depth study of John Milton’s great epic Paradise Lost (1667-1674) in its poetic, intellectual, historical, and theological complexity. Our conversations about the poem will be guided by three interrelated concerns. We will pay nuanced attention to the form of Milton’s text: his experimentation with prosody, the artistry of his language, the intricacy of his rhetorical designs, his dazzling structures of imagery, the interweaving of narrative voices and modes. We will also be interested in Milton’s radical intervention in the genre of epic poetry and his ongoing dialogue with Homer, Virgil, Tasso, Ariosto, Spenser, and others. Finally, to facilitate our interpretation of Paradise Lost we will consider the text’s engagements with multifarious cultural, political, social, and religious contexts of seventeenth-century England. We will engage with a host of issues, from book history and Renaissance theories of the imagination to economy and warfare, from law and gender to colonialism and empire, from sexuality and theology to new science and philosophy.
Breskar bókmenntir 1603-1789 (ENS455G)
Á þessu námskeiði fá nemendur yfirsýn á þekktustu og áhrifamestu bókmenntaverk á ensku frá 17. og 18. öld í bundnu og óbundnu máli.
Setningarfræði og rökform (ENS502G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um tengslin milli merkingar sagna og þeirra setningafræðilegu formgerða sem þær koma fyrir í. Til dæmis geta sagnirnar "break" og "hit" báðar verið áhrifssagnir, sbr. (1) og (2), en aðeins "break" getur verið áhrifslaus, eins og sýnt er í (3) og (4): (1) John broke the vase. (2) John hit the vase. (3) The vase broke. (4) *The vase hit. Í þessu námskeiði er kannað hvort og þá að hvaða marki merkingarfræðilegir þættir skilyrði þau málfræðimynstur sem sagnir tengjast.
Líkamar og form í endurreisnarljóði (ENS524G)
Þetta námskeið kynnir nemendum enska ljóð sem skrifað var á endurreisnartímanum. Við munum lesa verk eftir helstu skáld samtímans (Sidney, Spenser, Shakespeare, Donne), auk óljósra texta, í fjölmörgum tegundum (sonnetta, epyllion, pastoral, helgunartextar, sálmaorðasetningar, satíra og aðrir). Með áherslu á sambandið milli ljóðforms og útfærsluforma, kynhneigðar, ástríðu, líkamlegrar myndbreytingar og kynþáttar, munum við rannsaka efnislegar aðstæður ritunar og lestrar, ljóðræn arfleifð löngunar, snemma nútíma læknakenningar, sakramentis eðlisfræði, tengsl milli líkami og umhverfi, eðli tungumálsins og stöðu og stöðu.
James Joyce (ENS703G)
Þessi námskeið kynnir nemendum fyrstu ritverk James Joyce. Helstu áherslur námskeiðsins verða sögurnar í Dubliners og skáldsagan A Portrait of the Artist as a Young Man. Námskeiðið mun sameina nákvæma greiningu á verkunum með umræðum um sögulegan, bókmenntalegan og menningarlegan bakgrunn Joyce.
Tungumál og kímni (ENS349M)
Í þessu námskeiði er varpað ljósi á málfræðihugtök með því að nota teiknimyndir, brandara og atriði úr gamanþáttum og myndum. Fjallað verður um öll helstu undirstöðuatriði í rannsóknum á mannlegu máli, þar á meðal samskiptakerfi, hljóð, orð, setningarliði, setningar, málnotkun, orðræðu, máltöku barna, og breytileika í máli og málbreytingar. Það óvenjulega við þetta námskeið er að málfræðidæmin sem eru notuð tengjast kímni, skopi og hæðni, sem oft grundvallast á tvíræðni. Markmiðið er að auðvelda skilning á tvíræðum upplýsingum sem eru svo algengar í tungumálinu.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð í ensku, 10 eininga.
Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Keltnesk menning, tungumál og bókmenntir (ENS460G)
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir sögu, bókmenntir, tungumál og menningu keltneskra þjóða í aldanna rás. Sagt verður frá þeim landsvæðum þar sem Keltar hafa búið, bæði á Bretlandseyjum (á Írlandi, í Wales og Skotlandi) og á meginlandi Evrópu (t.d. Bretaníu), og frá þjóðflutningum Kelta fyrr á tímum. Gefið verður yfirlit um helstu einkenni írsku, velsku og skosk-gelísku sem og um bókmenntir á þessum málum, frá elstu tíð til nútíma. Lögð verður áhersla á áhrif keltnesku á ólíka þætti enskrar tungu og menningar – og öfugt. Engrar forkunnáttu í keltneskum málum er krafist.
Chaucer’s Pilgrims: Reading The Canterbury Tales (ENS514G)
This course will study Geoffrey Chaucer’s masterpiece, The Canterbury Tales, which we will read in its original Middle English. Chaucer’s poem was written in the late fourteenth century, and it offers a unique opportunity to learn about late medieval English literature, culture, and society. The most striking feature of The Canterbury Tales is its diversity: the poem assimilates a large number of literary forms, genres, and styles (romance, fabliau, tragedy, comedy, saint’s life, allegory, parody) and concerns itself with a multitude of issues, from chivalry, religion, and law to excrement, plague, and money. We will examine Chaucer’s poem both in its historical and cultural context and from the point of view of its literary art.
Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)
Viðfangsefni:
Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
- Haust
- Hugræn málvísindi og bókmenntirV
- Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndumV
- Inngangur að enskukennsluV
- Straumar og stefnur í enskukennsluVE
- John Milton’s Paradise LostV
- BA-ritgerð í enskuV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Hollywood: Place and MythV
- Theory applied to Videogame StudiesV
- Skapandi skrif (enska)V
- Vor
- Setningarfræði og rökformV
- Líkamar og form í endurreisnarljóðiV
- James JoyceV
- Tungumál og kímniV
- BA-ritgerð í enskuV
- TvítyngiV
- Keltnesk menning, tungumál og bókmenntirV
- Chaucer’s Pilgrims: Reading The Canterbury TalesV
- Enskukennsla fyrir unga byrjendurV
- Tungumál og leiklistV
- Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslagV
- Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19V
- LeynilögreglusögurV
Hugræn málvísindi og bókmenntir (ENS417G)
Í þessu námskeiði verða hugræn (cognitive) málvísindi og bókmenntafræði kynnt. Markmiðið er m.a. að gefa nemendum innsýn í fræðikenningar þar sem gert er ráð fyrir því að sömu hugarferlin einkenni mannlegt mál og mannlega hugsun yfirleitt. Lögð verður áhersla á að sýna hvernig samþætta má greiningu í málfræði og bókmenntum, t.d. með hliðsjón af nýlegum kenningum um myndhverfingar (metafórur). Stefnt verður að því að skapa umræður í tímum á milli kennara og nemenda um atriði eins og hvort rétt sé að skipta málvísindum og bókmenntafræði í ótal undirgreinar.
Tudor tímabilið í nútíma bókmenntum og kvikmyndum (ENS505G)
Í þessu námskeiði verður skoðað hvernig fjallað er um Tudor tímabilið og Tudor fjölskylduna í nútíma (aðallega 21. aldar) skáldsögum, kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Sérstök áhersla er lögð á túlkanir á Hinriki áttunda og dóttur hans, Elísabetu fyrstu, en aðrar persónur tengdar þeim einnig skoðaðar eftir föngum. Nemendur lesa valin verk sem fjalla á einn eða annan hátt um Hinrik áttunda og Elísabetu fyrstu og valdatíð þeirra, ásamt því að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem byggð eru á lífi og valdatíð þeirra. Áhersla er einnig lögð á greiningu á þeim mikla áhuga á Tudor tímabilinu sem birtist meðal annars í dægurmenningu og umræðu á samfélagsmiðlum. Að auki verður eftir efnum farið yfir sögulegar, bókmenntalegar og menningarlegar túlkanir á hlutverki Tudor fjölskyldunnar í samhengi við menningar- og samfélagslegar áherslur samtímans.
Inngangur að enskukennslu (ÍET202G)
Farið verður yfir þróun tungumálakennslu undanfarinna áratuga og sjónum einkum beint að þekkingu og skilningi á þeim straumum og stefnum sem nú eru efst á baugi. Fjallað verður um hugtök, kenningar, aðferðir og þá þætti sem stuðla að fagmennsku tungumálakennarans og nemendur öðlast reynslu í að ígrunda eigin afstöðu og hugmyndir. Kynntar verða rannsóknir á tungumálanámi og kennslu og fjallað sérstaklega um nemendamiðaða kennslu.
Námskrá í ensku verður yfirfarin og greind. Kennaranemar fá tækifæri til að skoða og meta kennslu á myndböndum og þjálfast í að ígrunda eigin hugmyndir um kennslu og eigin reynslu af tungumálanámi.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Straumar og stefnur í enskukennslu (ÍET304G)
Nemendur kynnast mikilvægum kenningum sem liggja að baki máltileinkunn og tungumálanámi og kennslu, sérstaklega að því er varðar færniþættina fjóra (hlustun, talað mál, lestur og ritun). Lykilhugtök þ. m. t tungumálatileinkunn, nemendasjálfstæði og námsmat verða greind og ígrunduð og nemendur íhuga hvernig beita á þessari þekkingu í eigin kennslu.
Vinnulag:
Kennslan fer að jafnaði fram í fyrirlestrum og umræðum. Mikið verður lagt upp úr þátttöku og lestri nemenda og úrvinnslu úr lesefni með umræðum og nemendastýrðum málstofum. Námskeiðinu lýkur með rannsóknarverkefnum.
John Milton’s Paradise Lost (ENS615G)
The course offers an in-depth study of John Milton’s great epic Paradise Lost (1667-1674) in its poetic, intellectual, historical, and theological complexity. Our conversations about the poem will be guided by three interrelated concerns. We will pay nuanced attention to the form of Milton’s text: his experimentation with prosody, the artistry of his language, the intricacy of his rhetorical designs, his dazzling structures of imagery, the interweaving of narrative voices and modes. We will also be interested in Milton’s radical intervention in the genre of epic poetry and his ongoing dialogue with Homer, Virgil, Tasso, Ariosto, Spenser, and others. Finally, to facilitate our interpretation of Paradise Lost we will consider the text’s engagements with multifarious cultural, political, social, and religious contexts of seventeenth-century England. We will engage with a host of issues, from book history and Renaissance theories of the imagination to economy and warfare, from law and gender to colonialism and empire, from sexuality and theology to new science and philosophy.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð. Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Theory applied to Videogame Studies (ENS508M)
This course provides an overview of different theoretical ways to approach videogames. Individual learning will be fostered through selected texts, in-class and online discussion, and the practical application of the theories studied. Students will explore current issues in game studies from the perspective of the humanities and the use of narratology and other literary theories for the scholarly study of videogames as texts.
Skapandi skrif (enska) (ENS817M)
Ef þú hefur brennandi löngun til þess að skrifa skáldsögur, smásögur eða ljóð á ensku, og hefur ánægju af lestri góðra bóka, er þetta námskeið fyrir þig.
Tilgangur námsins er m.a.
1. Að skerpa hæfni nemenda með ritæfingum og ritskoðun á eigin texta.
2. Að auka hæfni nemenda til þess að veita öðrum uppbyggjandi gagnrýni á verk þeirra í ritsmiðju og gefa góð ráð um ritskoðun og endurritun.
Auk þess að örva andagiftina læra nemendur nytsama hluti eins og skipulagningu, uppbyggingu, fléttu, sögusvið, persónusköpun og ritun samtala.
Nemendur skoða einnig og skilgreina verk frægra höfunda til þess að uppgötva hvernig hægt er að nýta bestu tækni til áhrifa á lesandann. Stöðugt endurmat á námsekiðinu tryggir að nemendur bæti verk sín og verði í kjölfarið betri gagnrýnendur á verk annarra. Í lok námskeiðsins skrifar hver nemandi eina smásögu í fullri lengd eða skrifar samansafn ljóða, auk annarra ritæfinga.
Krafist er 100% mætingarskyldu og því hentar námskeiðið ekki fyrir fjarnemendur. Nemendur mæta einu sinni í viku - á fyrirlestur og ritsmiðju (3 kennslustundir í senn).
Nemendur sem uppfylla forkröfur námskeiðins verða skráðir í það. 6 sæti eru ætluð MA nemendum og 6 sæti eru ætluð BA nemendum og þegar kemur að skráningu þá er það fyrstur kemur fyrstur fær. Öll sæti sem eru laus í námskeiðið 30. ágúst verða boðin út til nemenda á biðlista.
Setningarfræði og rökform (ENS502G)
Í þessu námskeiði verður fjallað um tengslin milli merkingar sagna og þeirra setningafræðilegu formgerða sem þær koma fyrir í. Til dæmis geta sagnirnar "break" og "hit" báðar verið áhrifssagnir, sbr. (1) og (2), en aðeins "break" getur verið áhrifslaus, eins og sýnt er í (3) og (4): (1) John broke the vase. (2) John hit the vase. (3) The vase broke. (4) *The vase hit. Í þessu námskeiði er kannað hvort og þá að hvaða marki merkingarfræðilegir þættir skilyrði þau málfræðimynstur sem sagnir tengjast.
Líkamar og form í endurreisnarljóði (ENS524G)
Þetta námskeið kynnir nemendum enska ljóð sem skrifað var á endurreisnartímanum. Við munum lesa verk eftir helstu skáld samtímans (Sidney, Spenser, Shakespeare, Donne), auk óljósra texta, í fjölmörgum tegundum (sonnetta, epyllion, pastoral, helgunartextar, sálmaorðasetningar, satíra og aðrir). Með áherslu á sambandið milli ljóðforms og útfærsluforma, kynhneigðar, ástríðu, líkamlegrar myndbreytingar og kynþáttar, munum við rannsaka efnislegar aðstæður ritunar og lestrar, ljóðræn arfleifð löngunar, snemma nútíma læknakenningar, sakramentis eðlisfræði, tengsl milli líkami og umhverfi, eðli tungumálsins og stöðu og stöðu.
James Joyce (ENS703G)
Þessi námskeið kynnir nemendum fyrstu ritverk James Joyce. Helstu áherslur námskeiðsins verða sögurnar í Dubliners og skáldsagan A Portrait of the Artist as a Young Man. Námskeiðið mun sameina nákvæma greiningu á verkunum með umræðum um sögulegan, bókmenntalegan og menningarlegan bakgrunn Joyce.
Tungumál og kímni (ENS349M)
Í þessu námskeiði er varpað ljósi á málfræðihugtök með því að nota teiknimyndir, brandara og atriði úr gamanþáttum og myndum. Fjallað verður um öll helstu undirstöðuatriði í rannsóknum á mannlegu máli, þar á meðal samskiptakerfi, hljóð, orð, setningarliði, setningar, málnotkun, orðræðu, máltöku barna, og breytileika í máli og málbreytingar. Það óvenjulega við þetta námskeið er að málfræðidæmin sem eru notuð tengjast kímni, skopi og hæðni, sem oft grundvallast á tvíræðni. Markmiðið er að auðvelda skilning á tvíræðum upplýsingum sem eru svo algengar í tungumálinu.
BA-ritgerð í ensku (ENS231L)
BA-ritgerð í ensku, 10 eininga.
Nemendur þurfa formlegt samþykki frá grein til þess að skrifa 20 eininga ritgerð (skila þarf nákvæmri áætlun, heimildaskrá og stuðningi frá væntanlegum leiðbeinanda til greinarformanns í ensku og verður beiðnin tekin til afgreiðslu á næsta greinarfundi).
BA-ritgerð er ekki lengur skylda til að brautskrást með BA-gráðu en þeir sem ætla í meistaranám í ensku þurfa að hafa skrifað BA-ritgerð.
Tvítyngi (ENS412G)
Þetta er yfirlitsnámskeið um tvítyngi og fjöltyngi. Lýst verður stöðu þekkingar á eðli og notkun margtyngis meðal einstaklinga og málsamfélaga. Fjallað verður um áhrif mannflutninga á lagskiptingu fjöltyngdra málsamfélaga samfélaga. Skoðuð verða félags- og stjórnmálaleg áhrif fjöltyngis á samskipti, nám, máltileinkun og málnotkun í málsamfélögum þar sem fleiri en eitt tungumál eru notuð.
Keltnesk menning, tungumál og bókmenntir (ENS460G)
Í þessu námskeiði verður gefið yfirlit yfir sögu, bókmenntir, tungumál og menningu keltneskra þjóða í aldanna rás. Sagt verður frá þeim landsvæðum þar sem Keltar hafa búið, bæði á Bretlandseyjum (á Írlandi, í Wales og Skotlandi) og á meginlandi Evrópu (t.d. Bretaníu), og frá þjóðflutningum Kelta fyrr á tímum. Gefið verður yfirlit um helstu einkenni írsku, velsku og skosk-gelísku sem og um bókmenntir á þessum málum, frá elstu tíð til nútíma. Lögð verður áhersla á áhrif keltnesku á ólíka þætti enskrar tungu og menningar – og öfugt. Engrar forkunnáttu í keltneskum málum er krafist.
Chaucer’s Pilgrims: Reading The Canterbury Tales (ENS514G)
This course will study Geoffrey Chaucer’s masterpiece, The Canterbury Tales, which we will read in its original Middle English. Chaucer’s poem was written in the late fourteenth century, and it offers a unique opportunity to learn about late medieval English literature, culture, and society. The most striking feature of The Canterbury Tales is its diversity: the poem assimilates a large number of literary forms, genres, and styles (romance, fabliau, tragedy, comedy, saint’s life, allegory, parody) and concerns itself with a multitude of issues, from chivalry, religion, and law to excrement, plague, and money. We will examine Chaucer’s poem both in its historical and cultural context and from the point of view of its literary art.
Enskukennsla fyrir unga byrjendur (ÍET402G)
Viðfangsefni:
Fjallað verður um markmið, leiðir og aðferðir, einkum þær sem tengjast hlustun, töluðu máli, leikjum, söngvum og leikrænni tjáningu. Einnig verður fjallað um lestur, orðaforða, ritun og námsmat að því marki sem hæfir ungum byrjendum. Lögð verður áhersla á að viðfangsefni barna í tungumálanámi þurfi að vera í samræmi við þroska þeirra. Námskrá og námsefni verður skoðað og nemar fá þjálfun í skipulagningu kennslustunda og þemavinnu. Hugað verður að leiðum til að samþætta enskukennslu öðrum námsgreinum. Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi yngri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá kennaranemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af þörfum byrjenda. Nemar sem eru undanskildir vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu kennaranema.
Vinnulag:
Vinna í námskeiðinu krefst virkrar þátttöku og mikið verður lagt upp úr lestri og úrvinnslu úr lesefni, umræðum, hópa- og einstaklingsvinnu og dæmakennslu.
Tungumál og leiklist (MOM401G)
Valnámskeið í leiklist fyrir nemendur í Mála- og menningardeild, á 2. og 3. ári BA-náms, er samstarfsverkefni deildarinnar.
Nemendur vinna með þekkt leikverk á því tungumáli sem þeir eru að læra, en kennslan fer fram á íslensku og nemendur geta nýtt sér íslensku þýðinguna ef vill.
Nemendur velja senur úr verkinu með sviðsetningu í huga.
Þessi hluti skiptist í upphitunaræfingar, slökunaræfingar og ýmis konar framburðaræfingar. Vinna nemenda felst í samvinnu að leita leiða við uppsetningu þeirra sena sem valdar voru í fyrri hlutanum.
Kennarar í þeim tungumálum sem taka þátt aðstoða við framburð og tjáningu í viðkomandi tungumáli.
Kennslan fer fram í fyrirlestrasal Veraldar á miðvikudögum frá kl. 15:00 til 18:00 og er mæting forsenda þess að þetta verkefni nái markmiðum sínum.
Hámarksfjöldi nemenda er 15.
Fjölmiðla- og netlæsi: Ratað um hið stafræna landslag (ENS520M)
Eftir því sem internetið verður sífellt stærri hluti af daglegu lífi, er nauðsynlegt að skilja hvernig slík hnattræn sítenging hefur áhrif á samfélag okkar og menningu. Námskeiðið miðar að því að veita nemendum skilning á netlífi þeirra og þeim öflum sem hafa áhrif á þá þegar þeir eiga í samskiptum á samfélagsmiðlum. Við munum skoða hvernig fjölmiðlar hafa lagað sig að stafrænum heimi og hvernig þessar tvær upplýsingarásir móta hvor aðra. Nemendur verða hvattir til að gaumgæfa sitt eigið samband við samfélagsmiðla, ræða reynslu sína af stafrænu umhverfi og hugmyndir sínar um hlutverk samfélagsmiðla í samfélaginu. Í námskeiðinu skoðum við efni þar sem tekur á mótun samfélagsmiðla, dreifingu upplýsinga yfir fjölmiðla, mannlegri hegðun á netinu og utan þess og áhrif samfélagsmiðla á félagslegar og pólitískar hreyfingar. Nemendur munu læra að nálgast heimildir á netinu með gagnrýnum hætti og öðlast innsýn í internetið sem fræðilegt rannsóknarsvið. Þeir munu fræðast um samskipta- og félagsfræðikenningar, gagnrýna fjölmiðlakenningu og kenningar um siðfár, róttækni og fjandsemi á netinu. Við munum kanna þá kima netsins sem oft eru hudlir, en eru djúpt innfléttaðir í dægurmenningu, rangfærslur og samsæriskenningar.
Amerískar bókmenntir um kreppu samtímans: Frá 11. september til Covid-19 (ENS521M)
Smásaga Deborah Eisenberg sem kom út eftir 11. september „Twilight of the Heroes“ hefst á ímynduðu samtali milli söguhetjunnar og ímyndaðra framtíðarbarnabarna hans. Hann rifjar upp söguna af Y2K vandanum, „Árið tvö þúsund! Nýtt ný öld!“ þegar sumir voru sannfærðir um að heimurinn myndi enda. Þegar uppi var staðið gerðist ekkert; „Þetta var kraftaverk. Á allri jörðinni, frá austri til vesturs og aftur til baka, gerðist alls ekkert skelfilegt“ (38). Þetta „kraftaverk“ var skammlíft. 21. öldin hefur verið mörkuð af kreppu og hörmungum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Í þessu námskeiði munu nemendur lesa frásagnir sem tengjast krísum samtímans, sérstaklega ellefta september, fellibylnum Katrínu, fjármálahruninu 2008, kynþáttaofbeldi gegn blökkufólki og Covid-19 heimsfaraldrinum. Námskeiðið einblínir á bókmenntir til að leggja áherslu á vef sem tengja þessar kreppur hver við aðra - til dæmis hvernig kynþáttafordómar eftir 11. september höfðu áhrif á björgunaraðgerðir í fellibylnum Katrínu og hvernig fellibylurinn Katrina undirstrikaði kerfisbundið kynþáttamisrétti sem kom í hámæli á tímum Black Lives Matter hreyfingarinnar. Lesin verða verk eftir Jonathan Safran Foer, Khaled Hosseini, Dave Eggers, Jesmyn Ward, Michael Lewis, Celeste Ng, Ta-Nehisi Coates, Brit Bennett og Gary Shteyngart. Nemendur munu læra og nýta viðeigandi bókmenntafræði, þar á meðal áfallafræði, femíníska kenningu, gagnrýna kynþáttafræði, póstmódernisma, menningarfræði og “new sincerity”.
Leynilögreglusögur (ENS519M)
Í þessu námskeiði er leitast við að rannsaka hina dularfullu og karismatísku persónu spæjarans í spæjaraskáldskap sem og nokkrar af algengum sviðum í bókmenntaverkum af þessu tagi. Oft sérvitur og dásamlega fyndinn, persóna fagmannsins eða áhugamannsins er sú sem hefur heillað og glatt lesendur frá því hún var fundin upp. Leynilögreglumaðurinn, ásamt undirtegundinni sem nefnd er eftir þessari persónu, hefur laðað að hersveitir aðdáenda og áhugamanna sem laðast að leyndardómum og eru fúsir til að leysa þrautir eða gátur, ásamt uppáhalds einkaspæjaranum sínum. Oft fylgt eftir af vel meinandi en hugmyndalausum hliðarmanni, miðlar spæjarinn þekkingu sinni og niðurstöðum til aðstoðarmanns síns og áhorfenda, og varpar ljósi á myrkustu og óvæntustu málin, til mikillar lotningar og spennu þeirra sem eru á meðal hans.
- Haust
- Latína I: ByrjendanámskeiðV
- Forngríska I: ByrjendanámskeiðV
- Vor
- Fjölmenning og tungumálakennslaV
- Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennsluVE
Latína I: Byrjendanámskeið (KLM101G)
Námskeiðið er 10 eininga inngangsnámskeið í latínu ætlað byrjendum. Ekki er gert ráð fyrir kunnáttu í latínu við upphaf námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði. Farið er yfir beygingafræði latínunnar svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Stuttir leskaflar og málfræðiæfingar.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Forngríska I: Byrjendanámskeið (KLM102G)
Í námskeiðinu verður farið yfir beygingarfræði forngrísku (attísku) í meginatriðum svo og undirstöðuatriði setningafræðinnar. Áhersla er lögð á að nemendur læri í námskeiðinu þau atriði sem þeir þurfa til að geta byrjað að lesa og þýða forngríska texta. Ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í grísku í upphafi námskeiðs en æskilegt er að nemendur hafi góðan skilning á íslenskri málfræði.
Fylgt verður 2. útg. kennslubókar Donalds J. Mastronarde. Lögð verður áhersla á meginatriði. Kennt verður tvisvar í viku. Kennslustundir innihalda bæði fyrirlestur sem tekur fyrir afmarkað efni og verkefnavinnu þar sem reynir á virkni nemenda. Valdir textar verða þýddir og skýrðir málfræðilega. Lestur námsefnisins fyrir hvern tíma er nauðsynlegt skilyrði þess að nemendur nái valdi á námsefninu. Hverjum fyrirlestri fylgja glósur kennara, sem settar verða á Canvas.
Námskeiðið er kennt á íslensku en nemendur sem þurfa geta fengið leyfi til að skila verkefnum og prófum í þessu námskeiði á ensku.
Fjölmenning og tungumálakennsla (ÍET404G)
Fjallað verður um kennsluaðferðir í tungumálakennslu og fjölmenningarlega kennslu sem tekur mið af fjölbreyttum nemendahópi, mismunandi þörfum nemenda og bakgrunni. Kennslan verður byggð á fyrirlestrum, umræðum, verkefnavinnu og kynningum nemenda á verkefnum sínum.
Meginmarkmið fjölmenningarfræðslu eru að:
- hlúa að mannréttindum, stuðla að félagslegu réttlæti og styðja við jafnrétti í menntun
- viðurkenna gildi menningarlegrar fjölbreytni og nota hana sem tæki til að styðja við nám
- efla virðingu fyrir menningarmun (málfræðilegum, þjóðernislegum, andlegum, kyni og kynhneigð, félagshagfræðilegum o.s.frv.) og efla skilning á mismunandi lífsvali og lífsreynslu.
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana og að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga sem taka mið af mismunandi bakgrunni og þörfum nemenda.
Námskeiðið hentar nemendum úr mismunandi deildum, og er sérstaklega gagnlegt fyrir nemendur í Deild faggreinakennslu, alþjóðlegu námi, tómstunda- og félagsmálafræðum og nemendum í fjölmenningarfræðum og íslensku sem öðru máli.
Bókmenntir og stafrænt efni í enskukennslu (ÍET601G)
Viðfangsefni:
Kennaranemar lesa sér til í kennslufræðum og velta fyrir sér hvernig best sé að koma til móts við markmið námskrár, hvernig matsaðferðir eiga best við og hvernig eigi að veita munnlega og skriflega endurgjöf. Kennaranemar kynna sér námsefni og ítarefni, bæði í rituðu máli og á vef. Einnig kynna þeir sér aðferðir til að efla orðaforða og mismunandi aðferðir við að þjálfa rétta og viðeigandi málnotkun. Menningarmiðlun er einnig hluti af viðfangsefni námskeiðsins.
Hluti þessa námskeiðs fer fram á vettvangi efri bekkja grunnskólans. Í vettvangsnáminu fá nemar þjálfun í gerð kennsluáætlana. Þeir fá einnig þjálfun í að leggja fyrir verkefni af ýmsum toga, t.d. með notkun bókmennta og stafræns efnis, og tengd hlustun, lestri, töluðu máli, samskiptum og ritun. Nemar sem eru undanskilað vettvangsnámi (t.d. BA nemar) vinna önnur verkefni í stað æfingakennslu. Ígrundun er snar þáttur í náminu og liður í að þróa starfskenningu nemar.
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs
Aðalbygging, 3.hæð - Sæmundargötu 2
Sími: 525 4400
Netfang: hug@hi.is
Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér Þjónustuborð á Háskólatorgi. Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni.
Fylgstu með Hugvísindasviði:

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.