Skip to main content

Nútímaleg túlkun á konfúsíanisma

Geir Sigurðsson, prófessor við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda

„Bókin er fyrst og fremst tilraun til að túlka konfúsíaníska heimspeki út frá áherslum hennar á menntun, sjálfsrækt, hefðir og sköpunargáfu,“ segir Geir Sigurðsson, heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands. Hér á Geir við nýútkomna bók eftir hann sjálfan sem ber titilinn Confucian Propriety and Ritual Learning: A Philosophical Interpretation.

„Í bókinni set ég líka fram heildstæðar hugmyndir um hugsun, gildi og lífsmáta fólks í samtímanum með hliðsjón af blöndu asískra og vestrænna pælinga. Þannig er bókin skýrandi og boðandi í senn,“ segir Geir sem telur að bókin sé aðgengileg og henti vel til að skilja hvað konfúsíanisminn snýst um.

Litháarnir við Laptevhaf í íslenskri þýðingu

16. janúar 2023

Út er komin bókin Litháarnir við Laptevhaf eftir Daliu Grinkevičiūtė í þýðingu Geirs Sigurðssonar, prófessors við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands og Vilmu Kinderyté.

Bókin er safn minninga Daliu Grinkevičiūtė frá útlegðarárum hennar í Síberu en árið 1941 var hún meðal þeirra þúsunda íbúa Eystrasaltsríkjanna sem sovésk yfirvöld fluttu þangað nauðuga í þrælkunarvinnu. Þá var Dalia fjórtán ára gömul og bókin hefur að geyma minningar hennar frá fyrstu árum útlegðarinnar sem hún skrifaði á laus blöð og faldi í garði við æskuheimili sitt í Kaunas í Litháen. Minningarnar eru sögulegur vitnisburður um þá hryllilegu meðferð sem út­lagarnir þurftu að sæta af hendi sovéskra yfirvalda en greina einnig frá hetjulegri lífsbaráttu, draumum um betra líf og viðhaldi mennskunnar í ómanneskjulegum kringumstæðum.

Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, ritstýrði bókinni og útgefandi er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.

Rannsakar leikreglur stefnumótaheims unga fólksins

1. febrúar 2023

Rómantíkin og leikreglur í stefnumótaheimi unga fólksins á Íslandi er viðfangsefni doktorsrannsóknar Unnar Eddu Garðarsdóttur, aðjunkts við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin er á byrjunarstigi en Unnur Edda fékk nýlega styrk frá Háskóla Íslands til hennar. Ástin sem félagslegt fyrirbæri hefur lítið verið rannsökuð á Íslandi en ásamt leikreglum á vettvangi ástarinnar hyggst Unnur Edda einblína á kynjaða dýnamík í gagnkynhneigðum samböndum.

Samtöl við samstarfskonu kveiktu áhugann

„Kveikjan að rannsókninni var í raun margþætt. Í fyrsta lagi er hún að einhverju leyti persónuleg. Ég var sjálf í langtímasambandi þegar ég var ung og man eftir að hafa fylgst með vinkonum mínum feta sig áfram í stefnumótaheiminum og hversu áhugavert mér fannst það. Þegar ég hætti síðar í sambandi og fór að feta mig þar áfram sjálf man ég vel hversu mikið leikreglurnar höfðu breyst frá því að ég var einhleyp,“ rifjar Unnur Edda upp.

Viðhorf til öldrunar neikvætt

Geir Sigurðsson, prófessor við Mála- og menningardeild

„Íslendingar eru að eldast sem þjóð.“  Þessi fullyrðing hefur verið áberandi í samfélagsumræðunni og á köflum líka í íslenskum fjölmiðlum þar sem bent er á að öldrun sé ein helsta áskorun samtímans. Til stuðnings fullyrðingunni hefur verið bent á að Íslendingar þurfi að breyta áherslum í samfélagsgerðinni í ljósi þess að sá hluti þjóðarinar sem hættir störfum vaxi nú mjög hratt.

Hernaðarlist Meistara Sun í íslenskri þýðingu

19. febrúar 2020

Hernaðarlist Meistara Sun, eða á frummálinu Sunzi bingfa 孫子兵法, er komin út í íslenskri þýðingu Geirs Sigurðssonar, prófessors í kínverskum fræðum við Mála- og mennindardeild Háskóla Íslands. Þýðingin er fyrsta íslenska þýðingin á bókinni úr fornkínversku og er frumtextinn birtur við hlið þýðingarinnar. Með þýðingunni eru birtar fjölmargar skýringar og Geir ritar ítarlegan inngang sem setur ritið í sögulegt samhengi og gerir grein fyrir heimspekinni sem bæði birtist og leynist í textanum.

Hernaðarlist Meistara Sun er eitt rómaðasta og víðlesnasta fornrit Kínverja. Bein áhrif þess á hernaðartækni Kínverja og þjóðanna í kring í tímanna rás verða vart ofmetin. Inntak ritsins endurspeglar einnig almennari „strategíska“ hugsun Kínverja sem beitt hefur verið á fjölmörgum sviðum daglegs lífs, til dæmis í stjórnmálum, viðskiptum og jafnvel kænskubrögðum sem tengjast ástum.

Stjórnunarleiðir og herkænska: um samtímatúlkanir Hernaðarlistar Meistara Sun

16. febrúar 2021 12:00 til 12:30

Geir Sigurðsson, prófessor í kínverskum fræðum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands, heldur fyrirlesturinn “Stjórnunarleiðir og herkænska: um samtímatúlkanir Hernaðarlistar Meistara Sun”.

Fyrirlesturinn er aðgengilegur hér frá 6. febrúar kl. 12:00.

Þótt Hernaðarlist Meistara Sun fjalli upphaflega um hernað og herkænsku í bókstaflegum skilningi hefur jafnan þótt nærtækt að túlka ritið líka með hliðsjón af annars konar viðfangsefnum, enda hefur það mun víðari skírskotun til lögmála veruleikans og mannlegra tilhneiginga. Fyrirlesturinn tekur dæmi um slíkar túlkanir með sérstakri áherslu á stjórnun.

Þriðjudagsfyrirlestrar Vigdísarstofnunar

facebook

Pages