Skip to main content
24. júní 2025

Yfir 40 fá framgang í starfi

Yfir 40 fá framgang í starfi - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fjörutíu og fimm akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum skólans og af rannsóknasetrum hans.

Árlega gefst akademísku starfsfólki færi á að sækja um framgang í starfi og er hann jafnan veittur í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakra framgangsnefnda hvers fræðasviðs sem afgreiða hvert mál til framgangs- og fastráðningarnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangs- og fastráðningarnefndar hverjum veita skuli framgang.

Að þessu sinni fær 21 starfsmaður framgang í starf prófessors, 22 í starf dósents, einn í stöðu rannsóknaprófessors og annar í stöðu rannsóknadósents

Eftirtaldir starfsmenn fá framgang:

Félagsvísindasvið

Heilbrigðisvísindasvið

Hugvísindasvið

Menntavísindasvið

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Aðalbygging

Fjörutíu og fimm akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. MYND/Kristinn Ingvarsson