Yfir 40 fá framgang í starfi

Fjörutíu og fimm akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. Starfsfólkið kemur af öllum fimm fræðasviðum skólans og af rannsóknasetrum hans.
Árlega gefst akademísku starfsfólki færi á að sækja um framgang í starfi og er hann jafnan veittur í lok skólaárs. Mat á umsóknum er í höndum sérstakra framgangsnefnda hvers fræðasviðs sem afgreiða hvert mál til framgangs- og fastráðningarnefndar. Í framhaldinu ákveður rektor á grundvelli fyrirliggjandi dómnefndarálita og afgreiðslu framgangs- og fastráðningarnefndar hverjum veita skuli framgang.
Að þessu sinni fær 21 starfsmaður framgang í starf prófessors, 22 í starf dósents, einn í stöðu rannsóknaprófessors og annar í stöðu rannsóknadósents
Eftirtaldir starfsmenn fá framgang:
Félagsvísindasvið
- Friðrik Rafn Larsen í starf prófessors við Viðskiptafræðideild
- Halldór Sigurður Guðmundsson í starf prófessors við Félagsráðgjafardeild
- Jóna Margrét Ólafsdóttir í starf dósents við Félagsráðgjafardeild
- Stefan Celine Hardonk í starf prófessors við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild
Heilbrigðisvísindasvið
- Birna Guðrún Flygenring í starf dósents við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
- Brynja Ingadóttir í starf prófessors við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
- Freyja Jónsdóttir í starf dósents við Lyfjafræðideild
- Geir Tryggvason í starf dósents við Læknadeild
- Haraldur Björn Sigurðsson í starf dósents við Læknadeild
- Jóhanna Jakobsdóttir í starf dósents við Læknadeild
- Kristín Heimisdóttir í starf dósents við Tannlæknadeild
- Lena Rós Ásmundsdóttir í starf dósents við Læknadeild
- Sigurdís Haraldsdóttir í starf prófessors við Læknadeild
- Valgerður Lísa Sigurðardóttir í starf dósents við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild
- Þjóðbjörg Guðjónsdóttir í starf dósents við Læknadeild
Hugvísindasvið
- Beth Cortese í starf dósents við Mála- og Menningardeild
- Eiríkur Smári Sigurðarson í starf rannsóknadósents við Hugvísindasvið
- Haraldur Bernharðsson í starf prófessors við Íslensku- og menningardeild
- Ingibjörg Ágústsdóttir í starf prófessors við Mála- og Menningardeild
- Katrín Axelsdóttir í starf prófessors við Íslensku- og menningardeild
- Kristín Ingvarsdóttir í starf dósents við Mála- og Menningardeild
- Marion Lerner í starf prófessors við Íslensku- og menningardeild
- Sumarliði R. Ísleifsson í starf prófessors við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
- Unnur Birna Karlsdóttir í starf rannsóknaprófessors við Stofnun Rannsóknasetra
- Viðar Pálsson í starf prófessors við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði
Menntavísindasvið
- Arngrímur Vídalín Stefánsson í starf dósents við Deild faggreinakennslu
- Auður Magndís Auðardóttir í starf dósents við Deild menntunar og margbreytileika
- Bergljót Gyða Guðmundsdóttir í starf prófessors við Deild menntunar og margbreytileika
- Edda Óskarsdóttir í starf prófessors við Deild kennslu- og menntunarfræði
- Guðrún Geirsdóttir í starf prófessors við Deild menntunar og margbreytileika
- Íris Ellenberger í starf prófessors við Deild faggreinakennslu
- Kolbrún Þ. Pálsdóttir í starf prófessors við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
- Kristján Ketill Stefánsson í starf dósents við Deild kennslu- og menntunarfræði
- Milos Petrovic í starf dósents við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
- Renata Emilsson Pesková í starf dósents við Deild kennslu- og menntunarfræði
- Súsanna Margrét Gestsdóttir í starf dósents við Deild faggreinakennslu
- Svava Björg Mörk í starf dósents við Deild menntunar og margbreytileika
- Svava Pétursdóttir í starf dósents við Deild kennslu- og menntunarfræða
- Torfi Hjartarson í starf dósents við Deild faggreinakennslu
- Valgerður S. Bjarnadóttir í starf dósents við Deild menntunar og margbreytileika
- Þórdís Lilja Gísladóttir í starf prófessors við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda
Verkfræði- og náttúruvísindasvið
Fjörutíu og fimm akademískir starfsmenn Háskóla Íslands hafa fengið framgang í starfi að undangengnu ítarlegu faglegu mati á vegum dóm- og framgangsnefnda fræðasviða skólans. MYND/Kristinn Ingvarsson