Markmið Háskóla Íslands er að skapa fötluðum stúdentum og starfsfólki þau skilyrði sem gerir þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu. Samkvæmt stefnu þessari er fötlun skilgreind í sinni víðustu merkingu og tekur til hreyfi- og skynhamlana, andlegra veikinda, sértækra námsörðugleika og tímabundinna líkamlegra og sálrænna vandamála sem áhrif hafa á athafnir daglegs lífs. Stefnan tekur einnig til almennings sem sækir opinbera viðburði á vegum skólans. Show 1. Markmið stefnu Að fatlað starfsfólk og stúdentar hafi aðgang að viðeigandi stuðningi og gerðar séu breytingar sem miða að því að gera þeim kleift að taka virkan þátt í háskólastarfinu.Að skoðanir einstakra stúdenta og starfsfólks séu ávallt teknar til greina þegar þarfir þeirra eru metnar.Að þeir sem vinna með fötluðum, hvort sem um er að ræða vinnufélaga, kennara eða stúdenta, fái nauðsynlegar upplýsingar og fræðslu.Að stúdentum og starfsfólki sem verður fyrir áfalli sem leiðir til fötlunar sé gert kleift að halda áfram að stunda þá vinnu eða það nám sem það valdi sér.Að fatlaðir geti tekið þátt í opinberum samkomum sem haldnar eru á háskólasvæðinu.Að háskólasvæðið sé aðgengilegt og öruggt fyrir fatlaða með þeim takmörkunum sem eldri byggingar setja. Show 2. Ráð um málefni fatlaðra Háskólaráð skipi ráð sem hafi yfirumsjón með málefnum fatlaðra í Háskóla Íslands í umboði rektors og háskólaráðs. Ráðið verði skipað fulltrúum eftirtalinna aðila: Rekstrar- og framkvæmdasviðsKennslusviðsStarfsmannasviðsStúdentaráðsFastráðinna kennaraSkrifstofustjóra deilda Þá sitja tveir fulltrúar frá NHÍ í ráðinu, skrifstofustjóri og faglegur ábyrgðaraðili um málefni fatlaðra. Jafnréttisfulltrúi stýrir ráðinu og lögfræðingur Háskólans verður því innan handar um ráðgjöf. Show 3. Ábyrgð og framkvæmd Deildaforsetar, skoraformenn, forstöðumenn stofnana, skrifstofustjórar deilda og framkvæmdastjórar stjórnsýslusviða bera ábyrgð á að einstökum ákvæðum stefnunnar sé framfylgt en endanleg ábyrgð á framkvæmd hennar hvílir á yfirstjórn Háskólans, þ.e. háskólaráði og rektor. Námsráðgjöf Háskóla Íslands hefur umsjón með málefnum fatlaða stúdenta og leggur til úrræði á grundvelli faglegs álits sérfræðings og fylgir eftir framkvæmd úrræða í samvinnu við þá aðila sem málið varðar. Framkvæmda- og rekstrarsvið Háskólans ber ábyrgð á umbótum í aðgengismálum á háskólasvæðinu, innan bygginga og utan, forgangsraðar verkefnum og leggur fram áform um úrbætur. Framkvæmda- og rekstrarsvið skal auk þess tryggja að aðgengi fatlaðra sé haft í huga við hönnun nýbygginga. Yfirmenn sviða, stofnana og deilda eru hvattir til að kynna starfsfólki stefnuna, sérstaklega þær reglur sem henni fylgja. Show 4. Áföll á námstíma Háskólinn skal gera viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja að stúdentum sem verða fyrir áfalli sem leiðir til fötlunar eða sértækra námsörðugleika meðan á námi stendur verði gert kleift að ljúka náminu með sama stuðningi og öðrum fötluðum stúdentum stendur til boða. Show 5. Önnur þjónusta Háskólinn stefnir að því að tryggja öllum stúdentum og starfsfólki sem jafnastan aðgang að þeirri þjónustu sem háskólastofnanir og skrifstofur skólans veita. Hér er til að mynda átt við þjónustu deildarskrifstofa, nemendaskrár, alþjóðaskrifstofu háskólastigsins og Landsbókasafns-háskólabókasafns. Þá er stefnt að því að gera upplýsingar á heimasíðu Háskólans aðgengilegar blindum og sjónskertum. Show Skýring Samkvæmt erindisbréfi jafnréttisnefndar Háskóla Íslands frá 1997 er það meðal hlutverka hennar að stýra starfshópum sem vinna að tilteknum þáttum jafnréttismála í samráði við þá aðila innan Háskólans sem málið varðar. Þá er í jafnréttisáætlun kveðið á um að jafnréttisnefnd skuli á tímabilinu 2000 - 2004 móta stefnu og gera sérstaka áætlun til að tryggja jafnstöðu þeirra sem teljast til minnihlutahópa við Háskóla Íslands. Í samræmi við ofangreind ákvæði skipaði framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs í febrúar 2002 starfshóp að frumkvæði jafnréttisnefndar um málefni fatlaðra stúdenta og starfsfólks við Háskólann. Vinna starfshópsins fólst í því að vinna drög að reglum um sértæk úrræði í námi og endurskoða stefnu Háskólans í málefnum fatlaðra stúdenta Háskólans. Einnig vann hópurinn drög að framkvæmda- og kynningaráætlun Háskóla Íslands í málefnum fatlaðra. Þá er í stefnu þessari gert ráð fyrir að stefna í málefnum fatlaðs starfsfólks verði útfærð sérstaklega. Rósa Erlingsdóttir jafnréttisfulltrúi stýrði vinnu starfshópsins en Tryggvi Þórhallsson lögfræðingur veitti henni ráðgjöf um lagaleg sjónarmið. Starfshópurinn var skipaður eftirtöldum aðilum: Gísla Fannberg, kennslusviðiJóni Geir Jónssyni, StúdentaráðiLilju Þorgeirsdóttur, starfsmannasviðiMagnúsi Stephensen, NámsráðgjöfValþóri Sigurðssyni, rekstrar- og framkvæmdasviði. Við mótun stefnunnar var tekið mið af samþykkt háskólaráðs frá 1995 um málefni fatlaðra, stefnu erlendra háskóla í málefnum fatlaðra stúdenta og þeim verklagsreglum sem Námsráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ) hefur starfað eftir við veitingu sértækra úrræða í námi. Stefnan var samþykkt á háskólafundi þann 23. maí 2002 og staðfest af háskólaráði þann 14. júní 2002. facebooklinkedintwitter