Læknadeild býður upp á fjölbreytt framhaldsnám við góðar aðstæður. Hvort sem ætlunin er að starfa sem klínískur læknir, vísindamaður, kennari, stjórnandi eða leiðtogi veitir framhaldsnám við Læknadeild tækifæri til að hafa áhrif á gæði og þróun heilbrigðis og velferðar fólks. Deildin er í samstarfi við marga af fremstu háskólum heims. Lagður er metnaður í að bjóða framúrskarandi nám sem stenst ströngustu alþjóðlegar kröfur og eru útskrifaðir nemendur eftirsóttir starfsmenn. Námsleiðir í boði Læknisfræði, cand. med. Kandídatspróf í læknisfræði er 180e til viðbótar þeim 180e sem ljúka þarf til BS prófs í læknisfræði. Nánari upplýsingar um skipulag náms í læknisfræði. Diplómanám Geislafræði Lífeindafræði Lýðheilsuvísindi Þverfræðilegt Diplómanám er fyrra námsár í námi til MS prófs, eða 60e viðbótarnám eftir BS próf, sem veitir rétt til starfsréttinda (á ekki við um Lýðheilsuvísindi). Námið felst í námskeiðum, starfsnámi og rannsóknaverkefni. Meistaranám Faraldsfræði, MS Þverfræðilegt Geislafræði, MS Heilbrigðisvísindi, MS Þverfræðilegt Lífeindafræði, MS Líf- og læknavísindi, MS Líftölfræði, MS Þverfræðilegt Lýðheilsuvísindi, MPH Þverfræðilegt Sjúkraþjálfun, MS Talmeinafræði, MS Þverfræðilegt Nám til MS eða MPH prófs í Læknadeild er 120e nám að loknu BS prófi. Námið byggist á: Rannsóknarverkefni, sem er 90 eða 60e, nema 30e í talmeinafræði. Námskeiðum, sem eru 30 eða 60e, nema 90e í talmeinafræði. Doktorsnám Heilbrigðisvísindi, PhD Líf- og læknavísindi, PhD Lýðheilsuvísindi, PhD Þverfræðilegt Læknavísindi, PhD Faraldsfræði, PhD Þverfræðilegt Nám til doktorsprófs er 180e eða 240e nám að loknu MS-prófi. Heimilt er að skrá nemanda í samþætt doktors- og meistaranám að loknu BS/BA-námi, hafi hann sýnt góða námshæfni og reynslu af rannsóknarstörfum með góðum vitnisburði leiðbeinanda. Þannig geta nemendur, sem lokið hafa BS-prófi í læknisfræði, sömuleiðis skráð sig í doktorsnám samhliða námi til kandídatsprófs. Nánari upplýsingar má finna hér. Námið byggist á 180e eða 240e verkefni. Að auki geta verið allt að 30 einingar í námskeiðum á framhaldsstigi. Tengt efni Reglur um meistaranám Umsóknarferli í framhaldsnám Reglur um doktorsnám Umsóknarferli í doktorsnám Þverfræðilegt framhaldsnám facebooklinkedintwitter