Skip to main content

Læknisfræði

Læknisfræði

Heilbrigðisvísindasvið

Læknisfræði

Kandídatspróf – 180 einingar

Kandídatspróf í læknisfræði veitir rétt til að starfa sem læknakandídat. Nemendur eru búnir undir stigvaxandi ábyrgð og sjálfstæða ákvarðanatöku undir handleiðslu og á ábyrgð sérfræðilækna.

Skipulag náms

X

Lyflæknisfræði, fræðileg (LÆK202F)

Námskeið í lyflæknisfræði skiptist í tvo hluta, klínískan hluta og fræðilegan hluta sem eru samofnir bæði efnislega og í tíma. Próf í lyflæknisfræði verða tvö, skriflegt próf og klínískt stöðvapróf. 

Kennsla í fræðilega hluta námsins felst í fyrirlestrum samkvæmt fyrirlestraskrá, umræðufundum í tengslum við hinn verklega þátt námsins og lestri kennslubóka og tímaritsgreina í lyflæknisfræði. Fjallað er um helstu sjúkdóma sem lyflæknisfræðin og undirgreinar hennar fjalla um með áherslu á útbreiðslu þeirra, orsakir, meinalífeðlisfræði, klíníska mynd, sjúkdómsferil, greiningu og meðferð. 

Forstöðumenn undirsérgreina í lyflæknisfræði, þ.e.a.s. í blóðsjúkdómafræði, efnaskipta-, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómafræði, gigtsjúkdómafræði, hjartasjúkdómafræði, krabbameinslækningum, lungnasjúkdómafræði, meltingarsjúkdómafræði, nýrnasjúkdómafræði, ofnæmis- og ónæmisfræði, smitsjúkdómafræði og öldrunarsjúkdómafræði, gera námsmarkmiðslýsingar sem beinast annars vegar að þekkingaratriðum sem nemendur þarf að kunna góð skil á (I) og þekkingaratriðum sem nemendur þurfa að kunna nokkur skil á (II). 

 
Forstöðumaður lyflæknisfræði er Einar Stefán Björnsson. Umsjón með námi á Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur Gunnar Þór Gunnarsson, dósent. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Teitur Ari Theodórsson
Arnar Snær Ágústsson
Thelma Kristinsdóttir
Þórdís Þorkelsdóttir
Teitur Ari Theodórsson
Læknisfræði

Fyrri þrjú ár námsins eru byggð upp af grunnfögum læknisfræðinnar. Þau veigamestu telja líffærafræði (e. anatomy), lífeðlisfræði, lífefnafræði, lyfjafræði og meinafræði. Skiptist námið þannig að á 1. ári er líffærafræðin fyrirferðarmest, á 2. ári kveður lífeðlis- og lífefnafræðin sér rúms en á 3. ári er tími lyfja- og meinafræðinnar kominn. Bygging námsins er í línulegri röð, þ.e. til þess að öðlast nýja þekkingu þarf sífellt að ryfja upp það sem áður hefur verið lært. Sem gerir það að verkum að þrátt fyrir að náminu sé skipt niður í áfanga hjálpar það nemandanum að byggja upp heildarmynd af virkni og starfsemi líkamans.

Hafðu samband

Skrifstofa Læknadeildar
Læknagarði, 4. hæð
Vatnsmýrarvegi 16, 101 Reykjavík.
Sími: 525 4881   Fax: 525 4884
Netfang: medicine@hi.is

Opið alla virka daga kl. 9-15

Læknagarður - bygging Háskóla Ísland

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.