Skip to main content
19. desember 2025

Jóla- og nýárskveðja frá Menntavísindasviði

Vígsla Saga 15. desember 2025 MYND/Kristinn Ingvarsson

Óhætt er að segja að árið 2025 hafi verið viðburðaríkt á Menntavísindasviði. Í ágústmánuði náðist langþráður áfangi þegar  starfsemi sviðsins flutti úr Stakkahlíð og Skipholti á aðalsvæði háskólans. Mörg hafa lagt hönd á plóg við það umfangsmikla verkefni að gera flutning Menntavísindasviðs í Sögu að veruleika. Að baki liggja ótal vinnufundir, mörg handtök, símtöl, tölvupóstar og formleg og óformleg samskipti – fyrir utan það umfangsmikla verkefni að flytja heilt fræðasvið á einu sumri. Þá lyfti starfsfólk sviðsins grettistaki við að koma starfseminni af stað við flóknar aðstæður á þessu skólaári. Hinn 15. desember síðastliðinn var glæsileg endurbætt Saga loks vígð á táknrænan máta. 

Eins og meðfylgjandi fréttaannáll sýnir þá sló starfsfólk og nemendur sviðsins ekki slöku við á árinu 2025.  Aldrei hafa fleiri doktorsnemar brautskrást, fræðafólk stundaði og miðlaði rannsóknum sínum af miklum krafti og voru hátt í eitt hundrað viðburðir voru haldnir. Framundan eru spennandi tímar hér í fallegu Sögunni. Ég vil þakka frábæru samstarfsfólki mínu innan sviðsins, samstarfsfélögum innan og utan Háskóla Íslands sem og öllum hagaðilum Menntavísindasviðs fyrir gott samstarf á árinu og færi óskir um heillaríkt komandi ár.  

Kolbrún Þ. Pálsdóttir 

Forseti Menntavísindasviðs 

Fréttir af Menntavísindasviði 2025

Holiday and New Year's greetings from the School of Education 
 

Flutningur Menntavísindasviðs í Sögu í ágúst/september  

Menntavísindasvið flutti starfsemi sína í Sögu í ágúst. Flutningur sviðsins í hjarta háskólasvæðisins var nauðsynlegur til að gera fræðafólki og nemendum sviðsins kleift að taka enn virkari þátt í dýnamísku samfélagi Háskólans. Það má segja að síðasta skrefið í sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands hafi verið stigið og því hefur náðst mikilvægur áfangi í sögu Háskóla Íslands. Táknræn kveðjustund Menntavísindasviðs í Stakkahlíð var haldin 11. júní í tilefni af flutningum sviðsins í Sögu. Móttaka nýnema fór jafnframt fram í fyrsta sinn í Sögu þar sem tekist hefur með eindæmum vel að umbreyta hóteli í háskóla Húsakynni Háskóla Íslands í Sögu voru vígð að viðstöddu fjölmenni 15. desember. Sjá umfjöllun: 

Tekist með eindæmum vel að umbreyta hóteli í háskóla

Táknræn kveðjustund Menntavísindasviðs í Stakkahlíð

Húsakynni Háskóla Íslands í Sögu vígð að viðstöddu fjölmenni

Gróska í hlaðvarpsþáttagerð 

Menntavísindavarpið setti í loftið sautján hlaðvarpsþætti á árinu, Námsvarpið um nám, læsi og líðan, birti fjöldi þátta og nýtt hlaðvarp  um alþjóðlega menntunarfræði var sett á laggirnar á haustmisseri. 

Hér má nálgast þessi áhugaverðu hlaðvörp: 

Menntavísindavarpið

Námsvarpið 

Hlaðvarp alþjóðlegrar menntunarfræði

Efst á baugi – fyrirlestraröð Menntavísindasviðs 

Fyrirlestraröðin hófst á haustmisseri 2025 og heldur áfram út vormisseri 2026. Í haust fóru tveir viðburðir fram. Sjá umfjöllun:

Hvað skiptir máli fyrir farsæld barna?

Að auka gæði kennslu: Reynsla kennara af því að nýta myndupptökur

Fjölsótt Menntakvika 

Menntakvika fór fram dagana 2.- 4. október. Kennaramenntun í deiglunni var yfirskrift opnunarmálstofu Menntakviku sem um 250 manns sóttu. Á Menntakviku voru haldin hátt í 240 erindi í 57 málstofum og í ár var einnig boðið skapandi smiðjur. 

Sjá umfjöllun á Menntakvika.hi.is

Nám og kennsla

Náms- og kennsluaðferðir á sviðinu eru fjölbreyttar. Til dæmis er áhersla er lögð á menntunargildi þess að vera úti og læra úti. Í einu námskeiði sigldu nemendur og kennarar til Bessastaða. Kennaranemar HÍ buðu 150 nemendum Melaskóla á leiksýningu í Sögu eftir gefandi samstarf, fræðafólk á sviðinu ásamt starfandi grunnskólakennurum rannsökuðu hvort hvernig leiðsögn nýir grunnskólakennarar fá á vettvangi, yfir 40 nemendur útskrifuðust úr fagháskólanámi í leikskólafræði og styrkur var veittur til að rannsaka reynslu pólskra grunnskólanema af einelti. Sjá fréttir

Sigldu í heimsókn á Bessastaði

Kennaranemar HÍ buðu 150 nemendum Melaskóla á leiksýningu í Sögu

Skortur á leiðsögn fyrir nýja grunnskólakennara

Yfir 40 nemendur útskrifuðust með diplómu úr fagháskólanámi

Styrkur til að rannsaka reynslu pólskra grunnskólanema af einelti

Menntarannsóknir 

Rannsakendur á Menntavísindasviði hafa ekki setið auðum höndum og er mikil gróska í menntarannsóknum. Meðal annars hefur rannsóknarhópur á MVS hefur rannsakað undanfarin ár, framhaldsskólann eftir faraldur: áskoranir, aðlögun og eftirmála og héldu málþing undir lok árs. Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi er umfangsmikil rannsókn sem leidd er af Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor, í INSPECT-rannsókninni skoðar Svava Pétursdóttir upplifun nemenda í 5. og 9. bekk á eigin snjallsímanotkun og Þorsteinn Sæberg, doktorsnemi rannsakar í doktorsverkefni sínu hvernig styrkja megi starfsnám. Þessar rannsóknir eru dæmi um grósku í rannsóknum á sviðinu.  

Sjá umfjöllun:  

Saman eða sundruð? Menntun og félagsleg þátttaka flóttabarna og -ungmenna á Íslandi 

„Börn þurfa  alls konar hæfni út í lífið til þess að nota tæknina“ 

Hvernig má styrkja starfsnám á Íslandi? 

Framhaldsskólinn eftir faraldur: Áskoranir, aðlögun og eftirmálar 

Glæsileg rannsóknarstofa í Laugardalnum nýtist vel við mælingar í íþrótta- og heilsufræði. 

Vísindafólk HÍ og HA leitar þátttakenda fyrir Heilsuferðalagið  

Standa að fyrstu langtímarannsókninni á knattspyrnustúlkum á Íslandi

Efla heilsu knattspyrnudómara og virkja eldri knattspyrnuiðkendur

Aðeins helmingur þátttakenda í Heilsuferðalaginu metur heilsu sína góða

Fjölbreyttar rannsóknir eru stundaðar af fræðafólki við Deild menntunar og margbreytileika, hér má sjá fréttir af ýmsum rannsóknum sem kynntar voru á árinu 

Sjá umfjöllun: 

Rannsaka geðrækt og mikilvægi hennar í skólastarfi

Ræddi við feður sem beitt hafa ofbeldi og greindi 250 fréttir

Aukin niðrandi orðræða um hinsegin fólk í grunn- og framhaldsskólum hérlendis

Hvernig birtist kynbundið ofbeldi í unglingamenningu á Íslandi?

Íslenska æskulýðsrannsóknin  

Árlegt málþing Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar (ÍÆ) fram í Veröld – húsi Vigdísar undir yfirskriftinni: Staða farsældarvísa hjá börnum og ungmennum á fjórða ári innleiðingar farsældarlaga þann 18. nóvember. Sjá umfjöllun: 

Hvað segja Farsældarvísar á fjórða ári innleiðingar Farsældarlaga?

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Á vormisseri voru áhugaverðir viðburðir undir hatti fyrirlestraraðar sviðsins, Menntakerfi á tímamótum – alþjóðlegar áskoranir og tækfæri

Kennaramenntun í kastjósinu. Hvað er að gerast í öðrum löndum?

Alþjóðlegur lærdómur frá PISA: Hlutverk menntunar í síbreytilegum heimi 

Breytt heimsmynd kallar á nám í nýju ljósi

Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna

Nýmennt og nýsköpun á Menntavísindasviði  

Á Nýmennt er haldið utan um starfsþróun fagfólks í skóla- og frístundastarfi og kennara, þar eru fjölbreytt verkefni starfrækt m.a. Nýsköpunarstofa menntunar sem býður upp á ráðgjöf fyrir frumkvöðla, nemendur, rannsakendur og aðra sem vilja þróa nýsköpunarhugmyndir sínar áfram og Menntafléttan sem skipuleggur netnámskeið fyrir fagfólk sem starfar við menntun. Fræðast má um fleiri verkefni á vegum Nýmenntar hér fyrir neðan:   

Berserkir sigruðu í Stóru LEGO-keppni grunnskólanna 

Mjaltavél sem ber sólarvörn á júgur hlaut aðalverðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Stækkaðu framtíðina 

Samsýning framhaldsskólanna

Samfélagsleg verkefni á Menntavísindasviði  

Tvær viðurkenningar féllu í skaut brautryðjenda við námsbraut um starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun. Sjá umfjöllun: 

Ágústa hlaut viðurkenningu Átaks 

Jóhanna Brynja Ólafsdóttir og Hekla Björk Hólmarsdóttir hlutu Múrbrjótinn 2025 

HÍ og Náttúruminjasafn Íslands gerðu samning fyrir skólaárið um að efla menntun náttúrufræðikennara

Samstarf HÍ og skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar endurnýjað

Útgáfa 

Menntavísindastofnun sinnir fjölbreyttum verkefnum þ.á.m. rannsóknastuðningi, utanumhaldi doktorsnáms á sviðinu en einnig  utanumhaldi við útgáfu tveggja tímarita í opnum aðgangi. Annars vegar Netlu, veftímarit um uppeldi og menntun sem gefur út greinar jafnóðum en gefnar voru út 25 ritrýndar greinar á árinu og hins vegar TUM - tímarit um uppeldi og menntun en í ár voru gefin út tvö tímarit. 

Sjá hlekki á tímaritin: Netla og TUM

10 doktorsvarnir á Menntavísindasviði og nærri 90 doktorar brautskráðir frá Háskóla Íslands

Sjá nánar hér - Fréttir af Menntavísindasviði 2025

Holiday and New Year's greetings from the School of Education 

Vígsla Saga 15. desember 2025 MYND/Kristinn Ingvarsson