Skip to main content

STEM-greinar

STEM-greinar

STEM-­menntun í HÍ veitir aðgang að spennandi störfum framtíðarinnar á ótrúlega fjölbreyttum sviðum. Í sumum tilvikum geta STEM-menntaðir skapað sín eigin störf á grunni menntunar, rannsókna, nýsköpunar og hugvits.
STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, raunvísinda, tækni, tölvunarfræði og náttúruvísinda.

Kynntu þér möguleikana – gríptu tækfærið.

STEM-greinar og atvinnulífið

Brautskráðir nemendur úr STEM-greinum hafa komið víða við í atvinnulífinu og látið mikið að sér kveða.

Sjáðu dæmi um hvað fólk með prófgráður úr STEM-greinum hefur gert að loknu námi.

Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 210 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 90 ein. Grunndiplóma
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
STEM-greinar við HÍ

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Klara Sif Sverrisdóttir
Katrín Kjartansdóttir
Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Elísa Ósk Jónsdóttir
Brynjar Örn Arnarson
Klara Sif Sverrisdóttir
Nemandi i umhverfis- og byggingarverkfræði

Mér finnst námið í umhverfis- og byggingarverkfræði fjölbreytt, áhugavert og skemmtilegt. Kennararnir eru lifandi og skemmtilegir ásamt því að vera miklir fagmenn sem hafa mikinn áhuga og vilja til að deila þekkingu og reynslu.
Námið er mjög hagnýtt og snemma í náminu fær maður að kynnast því hvað umhverfis- og byggingarverkfræðingar fást við daglega sem gefur manni góða innsýn í möguleika í framtíðinni.  Félagslífið er mjög gott og alltaf nóg af viðburðum og vísindaferðum sem toppa námið enn frekar.

Katrín Kjartansdóttir
Nemandi í líffræði

Ég valdi líffræði af því að ég hef lengi haft mikinn áhuga á atferlisfræði, vistfræði og öðrum greinum tengdum líffræðinni. Líffræðin er fjölbreytt en krefjandi nám og kynnir mann fyrir mjög breiðu sviði faggreina sem nýtast á mörgum stöðum í samfélaginu.  Námsefnið er áhugavert og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á sviði líffræðinnar. Kennararnir eru mjög skemmtilegir, til í að koma til móts við mann í náminu og aðstoða ef á þarf að halda. Nemendafélagið er duglegt að skipuleggja vísindaferðir og aðra viðburði og þéttur hópur nemenda myndast sem hjálpast að við að vinna verkefni og læra.

Hulda Herborg Rúnarsdóttir
Nemandi í rafmagns- og tölvuverkfræði - læknisfræðilegri verkfræði

Ég var á báðum áttum hvort ég ætti að velja læknisfræði eða verkfræði eftir menntaskólann. Fannst mér því tilvalið að blanda þessum greinum saman og skrá mig í læknisfræðilega verkfræði í HÍ. Mikil framþróun er í gangi í þróun nýrra tækja og aðferða til dæmis við greiningu og meðferð sjúkdóma. Þetta er stækkandi grein sem veitir ótal starfsmöguleika eftir útskrift. Námið er krefjandi en ótrúlega skemmtilegt og áhugavert. Ég er í litlum bekk svo stemningin minnir mig mikið á MR. Aðgengi að kennurum er mjög gott og kennslan verður þar af leiðandi miklu persónulegri. Ég mæli hiklaust með þessu námi fyrir alla sem hafa áhuga á að blanda saman þekkingu á mannslíkamanum og verkfræðilegum aðferðum til að leysa hin ýmsu verkefni.

Elísa Ósk Jónsdóttir
Nemandi í iðnaðarverkfræði

Ég valdi iðnaðarverkfræði vegna þess að mér þótti námið spennandi og það heillaði mig hvað það opnaði á marga möguleika til framhaldsnáms og í atvinnulífinu. Í náminu eru tekin fyrir raunveruleg vandamál og við úrlausn á þeim öðlast nemendur kunnáttu sem ég trúi að muni nýtast vel við nám og störf í framtíðinni. Ég er mjög ánægð í náminu og áhugi minn á því hefur aukist með hverju verkefninu. Félagslífið er fjölbreytt og aðgengilegt og ég mæli eindregið með að taka þátt í því. Ég tók til dæmis þátt í Team Spark, en þar kynntist ég mögnuðu fólki og öðlaðist dýrmæta reynslu. Ég mæli eindregið með námi í iðnaðarverkfræði!

Brynjar Örn Arnarson
Jarðfræðinám

Jarðfræðin er fyrst og fremst áhugavert, fjölbreytt og skemmtilegt nám. Ég myndi segja að helsti kosturinn við nám í jarðfræði sé aðstaðan í Öskju og nálægð við kennara. Kennslan er persónuleg og kennararnir alltaf til taks ef eitthvað vantar. Námið snertir á flestum greinum náttúrufræðinnar og möguleikarnir á sérhæfingu eftir áhugasviði mjög miklir. Vettvangsferðir eru stór hluti námsins strax á fyrstu önn sem gerir námið mun skemmtilegra.