Skip to main content

Ferðamálafræði

Ferðamálafræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Ferðamálafræði

BS – 180 einingar

Í ferðamálafræði er leitað svara við því af hverju fólk ferðast, hvað skapar aðdráttarafl, hvernig aðdráttaraflinu er viðhaldið og hvernig hægt er að byggja upp ferðamannastaði í sátt við umhverfi og menningu.

Skipulag náms

X

Inngangur að ferðamálafræði (FER101G)

Kynnt eru helstu viðfangsefni, hugtök og kenningar ferðamálafræða. Fjallað er um samfélagslegar orsakir ferðamennsku og áhrif ferðamennsku á umhverfi, samfélag og hagkerfi. Fjallað er um upphaf og þróun ferðamennsku og ferðalaga og hvert straumar ferðamanna liggja. Stúdentar þurfa að standast alla prófþætti námskeiðsins.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lilja Karen Kjartansdóttir
Unnar Lúðvík Björnsson
Lilja Karen Kjartansdóttir
Nemandi í ferðamálafræði

Eftir nokkra bakþanka ákvað ég að slá til og skrá mig í ferðamálafræði árið 2018 og sé svo sannarlega ekki eftir því. Þar sem störf í ferðaþjónustu eru fjölbreytt þá er námið gríðarlega þverfaglegt og ætti að koma inn á áhugasvið flestra. Með þessari þverfaglegu þekkingu hef ég myndað meiri og dýpri þekkingu á ferðaþjónustu og ferðamönnum og tel mig tilbúna til að fara á atvinnumarkað að námi loknu. 
Ég vissi það þegar ég skráði mig í námið að ég kæmi ekki til með að taka virkan þátt í félagslífi deildarinnar, með ungt barn og nóg annað á minni könnu en ég hef þó farið á árshátíðirnar og próflokafögnuði og eignast frábæra vini fyrir lífstíð í gegnum háskólanámið. Ég veit að námið mun koma sér vel fyrir mig, hvað svo sem ég ákveð að verða þegar ég verð „stór“.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is

Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

"

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.