Skip to main content

Hugbúnaðarverkfræði

Hugbúnaðarverkfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Hugbúnaðarverkfræði

BS – 180 einingar

Háskóli Íslands var einn af frumkvöðlum á alþjóðavísu í að bjóða nám í hugbúnaðarverkfræði. Greinin er ört vaxandi og deildin fylgist vel með skilgreiningu náms á heimsvísu og er í tengslum við aðra háskóla á þessu sviði.

Hugbúnaðarverkfræði er hagnýtt nám þar sem nemendur læra hönnun, forritun og prófun hugbúnaðar.

Skipulag náms

X

Inngangur að hugbúnaðarverkfræði (HBV101G)

Námskeiðið útskýrir hvað hugbúnaðarverkfræði er, af hverju greinin er mikilvæg og hvaða færni og hæfi hún krefst.

Í  heimsóknum frá hugbúnaðarverkfræðingum úr atvinnugreininni og vinnu að hagnýtum verkefnum, mun námskeiðið kynna sérstaklega lykilhugtök hugbúnaðarverkfræði, krafta sem móta hugbúnaðarvörur og hlutverk og ábyrgð þeirra sem að þeim standa.

Nemendur vinna í hópum og velja verkefni í umhverfi sínu, sem hægt er að leysa eða betrumbæta með hugbúnaði, og greina áskoranir sem þarf að yfirstíga þegar hentugar hugbúnaðarlausnir eru hannaðar og þróaðar. Verkefnavinnan mun mótivera aðferðir og leiðir sem verða kynntar og þjálfaðar í námskeiðum  hugbúnaðarverkfræðinámsleiðarinnar.

Athugið! Námskeiðið er sérstaklega ætlað nýnemum á 1. ári í Hugbúnaðarverkfræði. Nýnemar í Tölvunarfræði eða öðrum námsleiðum þurfa sérstakt leyfi námsbrautar til að skrá sig í námskeiðið en það er ekki ætlað 2. eða 3. árs nemendum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Fannar Steinn Aðalsteinsson
Fannar Steinn Aðalsteinsson
Nemandi í hugbúnaðarverkfræði

Ég sótti um nám í hugbúnaðarverkfræði þar sem mér fannst námið taka á öllum mínum helstu áhugasviðum. Ég hef mikinn áhuga á tækni sem er eitt meginviðfangsefni þessa náms en hugbúnaðarverkfræði er svo miklu meira en bara það. Námið tekur á teymisvinnu, stjórnun og auðvitað nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Ég valdi líka hugbúnaðarverkfræði vegna þess að það býður upp á svo ótrúlega fjölbreytta starfsmöguleika að námi loknu. Hugbúnaður er í dag hluti af nánast öllum fyrirtækjarekstri og því eru verkefnin og áskoranirnar sem hugbúnaðarverkfræðingarnir standa frammi fyrir óendanlega margar. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér nám í hugbúnaðarverkfræði og möguleikana sem það býður upp á. 

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.