Skip to main content

Líffræði

Líffræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Líffræði

BS – 180 einingar

Líffræði fjallar um einkenni tegunda og aðgreiningu þeirra, um innri starfsemi lífvera og hegðun, um samfélög og vistkerfi, útbreiðslu og breytingar í stærð stofna. Hún fjallar um lögmál erfða og þróunar og áhrif umhverfisbreytinga og manna á lífríkið. Líffræði er mikilvæg fyrir ábyrga nýtingu á lífverum, fyrir náttúruvernd, heilsu og líftækni.

Skipulag náms

X

Almenn efnafræði L (EFN112G)

Almenn og sérhæfð atriði um efnatengi og sameindabyggingu. Efnahvörf. Lofttegundir, vökvar, föst efni og lausnir. Varma- og hraðafræði efnahvarfa. Efnajafnvægi: sýru-basa, fellingar-, komplex- og afoxunar. Rafefnafræði og kjarnefnafræði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Katrín Kjartansdóttir
Katrín Kjartansdóttir
Nemandi í líffræði

Ég valdi líffræði af því að ég hef lengi haft mikinn áhuga á atferlisfræði, vistfræði og öðrum greinum tengdum líffræðinni. Líffræðin er fjölbreytt en krefjandi nám og kynnir mann fyrir mjög breiðu sviði faggreina sem nýtast á mörgum stöðum í samfélaginu.  Námsefnið er áhugavert og það er alltaf eitthvað nýtt að gerast á sviði líffræðinnar. Kennararnir eru mjög skemmtilegir, til í að koma til móts við mann í náminu og aðstoða ef á þarf að halda. Nemendafélagið er duglegt að skipuleggja vísindaferðir og aðra viðburði og þéttur hópur nemenda myndast sem hjálpast að við að vinna verkefni og læra.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.