Skip to main content

Landfræði

Landfræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Landfræði

BS – 180 einingar

Landfræði fjallar um umhverfi og samfélag. Hún tengir saman þekkingu úr náttúruvísindum, félagsvísindum og hugvísindum og miðar að því að veita yfirsýn og skilning á samspili umhverfis og samfélags, bæði á Íslandi og á heimsvísu. Landfræðingar fást við greiningar á umhverfi og samfélagi og vinnslu landfræðilegra upplýsinga, sem er mikilvægur þáttur í margskonar áætlanagerð, stjórnun og ákvarðanatöku um framtíðina.

Skipulag náms

X

Náttúrulandfræði (LAN101G)

Markmið námskeiðsins er að nemendur kunni skil á undirstöðuatriðum líflandfræði, jarðvegs og jarðvegsmyndunar, auk umhverfissögu Íslands, þekki helstu hugtök og aðferðir sem beitt er og verði færir um að greina og túlka íslenskt umhverfi í ljósi þeirra. Fjallað verður um flokkunarfræði lífríkis, fæðukeðjur og fæðuþrep, dreifingu tegunda og farið verður yfir hringrásir orku og efna, útbreiðslu lífríkis og áhrifaþætti, búsvæðabelti, líffræðilega fjölbreytni og verndun lífríkis.

Farið verður í myndun jarðvegs og eiginleika hans, útbreiðslu jarðvegsgerða, jarðvegsrof og jarðvegsmengun. Rætt verður sérstaklega um áhrif nýtingar og ástand jarðvegs og gróðurs, orsakir og afleiðingar jarðvegseyðingar og hnignunar gróðurlenda, fyrr og nú.

Haldnir verða þrír fyrirlestrar á viku þar sem farið verður yfir meginefni námskeiðsins. Tveimur tímum á viku, að jafnaði, verður varið í verkefnavinnu þar sem nemendur munu vinna í hópum að úrlausn verkefna. Ein hálfs dags ferð er farin út fyrir Reykjavík til að framkvæma gróðurmælingar og safna jarðvegssýnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Lísbet Perla Gestsdóttir
Erla Diljá Sæmundardóttir
Lísbet Perla Gestsdóttir
Nemandi í landfræði

Ég valdi landfræði vegna þess hve þverfaglegt námið og gefur góðan og víðan grunn hvort sem er fyrir áframhaldandi nám eða atvinnulífið. Það sem heillaði mig mest var að námið er samsett af fjölþættum áföngum sem snúa bæði að umhverfi og náttúru ásamt fjölbreytileika mannlegs samfélags. Það sem gerir námið ekki síður skemmtilegt er mismunandi reynsla og skoðanir bæði samnemenda og kennara sem gera það að verkum að maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netspjall hér á síðunni (í samræmi við þjónustutíma)

​Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði:

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.