Skip to main content

Lífefna- og sameindalíffræði

Lífefna- og sameindalíffræði

Verkfræði- og náttúruvísindasvið

Lífefna- og sameindalíffræði

BS – 180 einingar

Lífefna- og sameindalíffræðin snýst um að rannsaka og útskýra sameindir lífsins, hvort sem um er að ræða inni í dýrafrumum, plöntum, sveppum, bakteríum, veirum eða í tilraunaglasi. Hún útskýrir eiginleika lífsameinda, byggingu og starfsemi próteina, orkubúskap í frumum, hvernig frumur og veirur fjölga sér, hvernig erfðaefnið er eftirmyndað, hvernig gert er við það, hvernig frumur eru byggðar upp, hvernig flóknar lífverur geta þroskast frá einni lítilli frumu.

Meðal hagnýtra viðfangsefna er hvernig hægt er að nýta eiginleika próteina og annarra lífsameinda á nýstárlegan hátt og hvernig er hægt að breyta erfðaefni lífvera til að framleiða gagnleg efni eða í lækningaskyni.

Lífefna- og sameindalíffræðilegar aðferðir eru mjög víða notaðar, til dæmis í erfðatækni, læknisfræði, lyfjaþróun, efnaiðnaði, líftækni, líffræðirannsóknum, veirurannsóknum, stofnfrumurannsóknum og við skyldleika- og sjúkdómsgreiningar bæði hjá mönnum og dýrum.

Skipulag náms

X

Almenn efnafræði 1 (EFN108G)

Grundvallarhugtök atómkenningarinnar; atóm sameindir og jónir. Hlutföll í efnahvörfum. Efnafræði vatnslausna; sýru/basa- oxunar/afoxunar- og fellihvörf. Eiginleikar lofttegunda. Varmafræði; vermi, frjáls Gibbs orka, óreiða. Hraðafræði; hraði og leiðir efnahvarfa. Rafefnafræði og varmafræði rafkera. Efnajafnvægi; sýru/basa jafnvægi leysnimargfeldi og myndunarfasti girðitengja. Eðliseiginleikar lausna.

Námsmat: Sjá nánar í kaflanum um námsmat.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Almenn efnafræði 1 (EFN108G)

Grundvallarhugtök atómkenningarinnar; atóm sameindir og jónir. Hlutföll í efnahvörfum. Efnafræði vatnslausna; sýru/basa- oxunar/afoxunar- og fellihvörf. Eiginleikar lofttegunda. Varmafræði; vermi, frjáls Gibbs orka, óreiða. Hraðafræði; hraði og leiðir efnahvarfa. Rafefnafræði og varmafræði rafkera. Efnajafnvægi; sýru/basa jafnvægi leysnimargfeldi og myndunarfasti girðitengja. Eðliseiginleikar lausna.

Námsmat: Sjá nánar í kaflanum um námsmat.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Anna Huyen Ngo
Máney Dögg Hjaltadóttir
Anna Huyen Ngo
Nemandi í lífefna- og sameindalíffræði

Lífefna- og sameindalíffræði (líf og sam) brúar bilið á milli efnafræði og líffræði og býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt nám sem undirbýr nemendur vel fyrir framhaldsnám. Námið veitir fræðilega og hagnýta þekkingu á lífvísindasviðinu og verklega kennslan veitir dýrmæta þjálfun sem stuðlar að nánum samskiptum við kennara og samnemendur. Að námi loknu opnast fjölbreytt atvinnutækifæri, bæði í akademíu og iðnaði. Nemendafélagið Hvati heldur vel utan um hópinn og því skapast sterk tengsl á milli nemenda á mismunandi námsárum. Því má segja að nemendur í líf og sam séu ekki bara skólafélagar heldur líka einn stór vinahópur.

Hafðu samband

Nemendaþjónusta VoN
s. 525 4466 - ​nemvon@hi.is
Opið virka daga frá 09:00-15:30

Tæknigarður - Dunhaga 5, 107 Reykjavík
Askja - Sturlugata 7, 102 Reykjavík

Fylgstu með Verkfræði- og náttúruvísindasviði

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.