Skip to main content

STEM-greinar

STEM-greinar

STEM-­menntun í HÍ veitir aðgang að spennandi störfum framtíðarinnar á ótrúlega fjölbreyttum sviðum. Í sumum tilvikum geta STEM-menntaðir skapað sín eigin störf á grunni menntunar, rannsókna, nýsköpunar og hugvits.
STEM er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir fræðagreinar á sviði verkfræði, raunvísinda, tækni, tölvunarfræði og náttúruvísinda.

Kynntu þér möguleikana – gríptu tækfærið.

STEM-greinar og atvinnulífið

Brautskráðir nemendur úr STEM-greinum hafa komið víða við í atvinnulífinu og látið mikið að sér kveða.

Sjáðu dæmi um hvað fólk með prófgráður úr STEM-greinum hefur gert að loknu námi.

Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 210 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 90 ein. Grunndiplóma
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
Verkfræði- og náttúruvísindi
Grunnnám 180 ein. BS
STEM-greinar við HÍ

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Breki Pálsson
Elísa Ósk Jónsdóttir
Hafdís Haraldsdóttir
Klara Sif Sverrisdóttir
Fannar Steinn Aðalsteinsson
Breki Pálsson
Stærðfræði - BS nám

Ég valdi stærðfræði við Háskóla Íslands vegna þess að það gaf mér frelsi til að læra það sem ég hef áhuga á. Um þriðjungur námsins er tiltölulega frjáls og þar af leiðandi var auðvelt fyrir mig að fara í skiptinám og læra tungumál samhliða náminu mínu. Deildin býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða með metnaðarfullum kennurum. Mér fannst námið vera bæði áhugavert og krefjandi. Það býður upp á miklu fleiri möguleika en ég hafði gert mér grein fyrir bæði hvað varðar framhaldsnám og starfsmöguleika. Með þeirri þekkingu sem ég hef öðlast tel ég mig vera vel undirbúinn til frekari náms. Ég mæli með að þú sækir um nám við Háskóla Íslands í stærðfræði.

Elísa Ósk Jónsdóttir
Nemandi í iðnaðarverkfræði

Ég valdi iðnaðarverkfræði vegna þess að mér þótti námið spennandi og það heillaði mig hvað það opnaði á marga möguleika til framhaldsnáms og í atvinnulífinu. Í náminu eru tekin fyrir raunveruleg vandamál og við úrlausn á þeim öðlast nemendur kunnáttu sem ég trúi að muni nýtast vel við nám og störf í framtíðinni. Ég er mjög ánægð í náminu og áhugi minn á því hefur aukist með hverju verkefninu. Félagslífið er fjölbreytt og aðgengilegt og ég mæli eindregið með að taka þátt í því. Ég tók til dæmis þátt í Team Spark, en þar kynntist ég mögnuðu fólki og öðlaðist dýrmæta reynslu. Ég mæli eindregið með námi í iðnaðarverkfræði!

Hafdís Haraldsdóttir
Nemandi í efnafræði

Mig hefur alltaf langað að starfa í vísindum og ég valdi efnafræði því það var uppáhaldsfagið mitt í menntaskóla. Efnafræðinámið í HÍ gefur manni góðan grunn, bæði fyrir áframhaldandi framhaldsnám og fyrir atvinnulífið.
Efnafræðingar eru sérstaklega eftirsóttir í nýsköpunar - og þróunarstörfum og til kennslu. Ég er búin að njóta mín alveg ótrúlega mikið í náminu. Það er bæði krefjandi, skemmtilegt og félagslífið alveg gríðarlega öflugt.
Þar sem deildin er frekar lítil þekkjast allir innan fagsins, jafnvel milli ára, og maður kynnist líka kennurunum vel. Síðan er nemendafélagið okkar, Hvarf, alltaf að halda einhverja spennandi viðburði!
Ég hef lært svo mikið á síðustu þremur árum. Ég er sérstaklega þakklát fyrir alla reynsluna inn á tilraunastofunni, en mikil áhersla er lögð á verklega kennslu í náminu. Ég mæli eindregið með námi í efnafræði!

Klara Sif Sverrisdóttir
Nemandi i umhverfis- og byggingarverkfræði

Mér finnst námið í umhverfis- og byggingarverkfræði fjölbreytt, áhugavert og skemmtilegt. Kennararnir eru lifandi og skemmtilegir ásamt því að vera miklir fagmenn sem hafa mikinn áhuga og vilja til að deila þekkingu og reynslu.
Námið er mjög hagnýtt og snemma í náminu fær maður að kynnast því hvað umhverfis- og byggingarverkfræðingar fást við daglega sem gefur manni góða innsýn í möguleika í framtíðinni.  Félagslífið er mjög gott og alltaf nóg af viðburðum og vísindaferðum sem toppa námið enn frekar.

Fannar Steinn Aðalsteinsson
Nemandi í hugbúnaðarverkfræði

Ég sótti um nám í hugbúnaðarverkfræði þar sem mér fannst námið taka á öllum mínum helstu áhugasviðum. Ég hef mikinn áhuga á tækni sem er eitt meginviðfangsefni þessa náms en hugbúnaðarverkfræði er svo miklu meira en bara það. Námið tekur á teymisvinnu, stjórnun og auðvitað nýsköpun svo eitthvað sé nefnt. Ég valdi líka hugbúnaðarverkfræði vegna þess að það býður upp á svo ótrúlega fjölbreytta starfsmöguleika að námi loknu. Hugbúnaður er í dag hluti af nánast öllum fyrirtækjarekstri og því eru verkefnin og áskoranirnar sem hugbúnaðarverkfræðingarnir standa frammi fyrir óendanlega margar. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér nám í hugbúnaðarverkfræði og möguleikana sem það býður upp á.