Skip to main content

Þýðingafræði

Þýðingafræði

Hugvísindasvið

Þýðingafræði

MA gráða – 120 einingar

Helstu markmið með meistaranámi í þýðingum eru að undirbúa nemendur fyrir störf á vettvangi þýðinga eða sem fræðimenn, stundum hvort tveggja. Þetta er nám sem tengir saman fræði og framkvæmd alveg frá upphafi og nemendur fá mikla æfingu í hinum praktíska þætti námsins samhliða hinum fræðilega.

Skipulag náms

X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (ÞÝÐ904F)

Nemendur undirbúa lokaritgerðir sínar undir handleiðslu kennara. Þeir velja sér efni og aðferð, afla sér heimildir og undirbúa ritgerðina þannig að þeir geta klárað hana á innan við misseri.

Mælt er með að nemendur taka þetta námskeið misseri áður en þeir skrá sig í lokaritgerð.

Námsmat: Nemendur flytja munnlegt erindi. Þeir leggja fram heimildaskrá og beinagrind að ritgerðinni.

Umsjón: Marion Lerner

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Bókmenntaþýðingar (DAN702F)

Fjallað verður um þýðingar bókmennta milli íslensku og dönsku. Nemendur fá yfirlit yfir sögu dansk-íslenskra bókmenntaþýðinga og fá þjálfun í þýðingarýni með því að greina mismunandi þýdd verk frá ólíkum tímum. M.a. þurfa nemendur að geta áttað sig á þeim áskorunum sem þýðandinn stendur frammi fyrir og hvaða leiðir hann hefur til úrlausnar.

X

Málnotkun og framsetning: Danska (DAN703F)

Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Nemendur rifja upp helstu reglur um danskt mál, málnotkun og stílbrögð. Þeir greina hvernig ólíkar textagerðir taka mið af mismunandi tilgangi tjáskipta. Áhersla verður einnig lögð á ritfærni nemenda á dönsku og þeir þjálfaðir í notkun hjálpargagna.

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna. 

X

Danskt stjórnkerfi, saga og menning (DAN802F)

Markmið þessa námskeiðs er að nemendur öðlist yfirsýn yfir sögulega, pólitíska og menningarlega þróun í dönskum stjórnarháttum á 20. öld og fram til dagsins í dag – með áherslu á tímabilið: Frá einveldi til fulltrúalýðræðis. Í námskeiðinu verður fjallað um danska velferðarmódelið og lýðræðislegt öryggisnet í ljósi þjóðarbúskapar, landafræði, lýðfræði og trúarbragða, aðstæðna á vinnumarkaði, stjórnmálakerfis, heilbrigðis- og menntunarkerfis, tengsla Danmerkur við alþjóðasamfélagið og almennra strauma í dönsku samfélagi. Nemendur munu kynna verkefni og ljúka námskeiðinu með skriflegu heimaverkefni.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Nytjaþýðingar (ÞÝÐ803F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á mismunandi nytjatextum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara og æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (ÞÝÐ904F)

Nemendur undirbúa lokaritgerðir sínar undir handleiðslu kennara. Þeir velja sér efni og aðferð, afla sér heimildir og undirbúa ritgerðina þannig að þeir geta klárað hana á innan við misseri.

Mælt er með að nemendur taka þetta námskeið misseri áður en þeir skrá sig í lokaritgerð.

Námsmat: Nemendur flytja munnlegt erindi. Þeir leggja fram heimildaskrá og beinagrind að ritgerðinni.

Umsjón: Marion Lerner

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)

Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli. 

X

Merking, mál og mannshugur (ENS216F)

Hvað merkir...

X

Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)

Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna. 

X

Aðlaganir (ENS217F)

Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.

Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.

Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.

X

Rannsóknarverkefni: Breska sögulega skáldsagan frá 1950 (ENS225F)

Í námskeiðinu...

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Nytjaþýðingar (ÞÝÐ803F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á mismunandi nytjatextum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara og æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (ÞÝÐ904F)

Nemendur undirbúa lokaritgerðir sínar undir handleiðslu kennara. Þeir velja sér efni og aðferð, afla sér heimildir og undirbúa ritgerðina þannig að þeir geta klárað hana á innan við misseri.

Mælt er með að nemendur taka þetta námskeið misseri áður en þeir skrá sig í lokaritgerð.

Námsmat: Nemendur flytja munnlegt erindi. Þeir leggja fram heimildaskrá og beinagrind að ritgerðinni.

Umsjón: Marion Lerner

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)

Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna. 

X

Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)

Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Nytjaþýðingar (ÞÝÐ803F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á mismunandi nytjatextum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara og æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (ÞÝÐ904F)

Nemendur undirbúa lokaritgerðir sínar undir handleiðslu kennara. Þeir velja sér efni og aðferð, afla sér heimildir og undirbúa ritgerðina þannig að þeir geta klárað hana á innan við misseri.

Mælt er með að nemendur taka þetta námskeið misseri áður en þeir skrá sig í lokaritgerð.

Námsmat: Nemendur flytja munnlegt erindi. Þeir leggja fram heimildaskrá og beinagrind að ritgerðinni.

Umsjón: Marion Lerner

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Kvikmyndir Spánar (SPÆ101M)

Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna. 

X

Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.

X

Þýðingar (spænska) (SPÆ401M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í sögu og kenningar þýðingafræði og þjálfun á sviði þýðinga. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í fræðunum frá upphafi til loka tuttugustu aldar. Auk þess sem stiklað er á stóru yfir helstu ágreiningsefni fræðimanna á sviði þýðinga. Jafnhliða vinna nemendur við þýðingar texta af ólíkum toga, s.s. á sviði fjölmiðlunar, laga, tækni og bókmennta.

X

Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)

Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)

Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.

Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.

X

Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)

Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Nytjaþýðingar (ÞÝÐ803F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á mismunandi nytjatextum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara og æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)

Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.

X

Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)

Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.

X

Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)

Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.

Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.

Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.

Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.

Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.

X

Þýðingasaga (ÞÝÐ030F)

Fjallað um sögu þýðinga, einkum á Vesturlöndum og svo á Íslandi. Farið verður yfir helstu hátinda þýðingasögunnar frá fornöld til nútíma. Litið verður á valda texta sem markað hafa þáttaskil í þýðingasögu eins og reyndar bókmennta- og mannkynssögunni (Cicero, Hóras, Hierónymus, Erasmus, Lúther, Oddur, Dolet o.fl.). Einkum verður litið til röksemda og verka þýðenda á sömu sviðum til samanburðar, t.d. biblíuþýðenda, ljóðaþýðenda o.s.frv. Nemendur taka fyrir einn fræðimann eða stefnu og halda erindi auk þess sem þýddur verður texti á því sviði. Einnig þýða nemendur bókmenntatexta frá því fyrir 1900. Námskeiðinu lýkur síðan með málstofu í þýðingarýni þar sem nemendur rýna í eina þýðingu að eigin vali.

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Rannsóknarverkefni vegna MA-ritgerðar (ÞÝÐ904F)

Nemendur undirbúa lokaritgerðir sínar undir handleiðslu kennara. Þeir velja sér efni og aðferð, afla sér heimildir og undirbúa ritgerðina þannig að þeir geta klárað hana á innan við misseri.

Mælt er með að nemendur taka þetta námskeið misseri áður en þeir skrá sig í lokaritgerð.

Námsmat: Nemendur flytja munnlegt erindi. Þeir leggja fram heimildaskrá og beinagrind að ritgerðinni.

Umsjón: Marion Lerner

X

Meistararitgerð í þýðingafræðum (ÞÝÐ444L)

Meistararitgerð í þýðingafræðum

X

Þýsk menningarsaga A (ÞÝS104F)

Veitt verður yfirlit yfir þýska menningarsögu frá Bach til samtímans. Sýnt verður hvernig hugmyndasagan endurspeglast í bókmenntum, tónlist, myndlist og vísindum og byggist greiningin á hinum þverfaglegu tengslum þessara sviða. Lögð verður áhersla á ákveðna hugsuði, skáld og listamenn sem  dæmigerða fulltrúa fyrir tilteknar stefnur (t.d. barokk og rómantík). Nemendur skrifa fræðilega ritgerð um valið efni en nemendum í hagnýtri þýsku stendur til boða að velja í staðinn verkefni sem lýtur að miðlun íslenskrar menningar til þýskumælandi markhópa.

Þeir nemendur sem þegar hafa lokið námskeiðinu ÞÝS702F Þýska og þvermenningarleg tjáskipti þurfa ekki að taka þetta námskeið, en nemendur í námsleiðunum MA í þýsku og MA-nám í þýsku í ferðaþjónustu og miðlun geta þó tekið það sem valnámskeið.

X

Þýsk menningarsaga B (ÞÝS702F)

Veitt verður yfirlit yfir þýska menningarsögu frá Bach til samtímans. Sýnt verður hvernig hugmyndasagan endurspeglast í bókmenntum, tónlist, myndlist og vísindum og byggist greiningin á hinum þverfaglegu tengslum þessara sviða. Lögð verður áhersla á ákveðna hugsuði, skáld og listamenn sem  dæmigerða fulltrúa fyrir tilteknar stefnur (t.d. barokk og rómantík). Nemendur skrifa fræðilega ritgerð um valið efni en nemendum í hagnýtri þýsku stendur til boða að velja í staðinn verkefni sem lýtur að miðlun íslenskrar menningar til þýskumælandi markhópa.

Þeir nemendur í námsleiðinni Þýskukennsla, MA sem þegar hafa lokið annaðhvort ÞÝS702F Þýska og þvermenningarleg tjáskipti eða ÞÝS104F Þýsk menningarsaga frá Bach til samtímans taka námskeiðið þó ekki, en nemendur í námsleiðunum Þýska, MA og Hagnýt þýska í ferðaþjónustu og miðlun, MA geta tekið það sem valnámskeið þótt þeir hafi lokið ofangreindum námskeiðum.

X

Málnotkun og framsetning: Þýska (ÞÝS703F)

Hagnýtar æfingar í málfræði, textagreiningu, ritun og munnlegri framsetningu fyrir nemendur í meistaranámi.

X

Á slóðum bókmennta og menningar í Austurríki, Þýskalandi og Sviss (ÞÝS701M)

Í námskeiðinu verður fjallað um menningu og bókmenntir þýskumælandi landa þar sem áhersla er lögð á þætti sem reynast vel í ferðaþjónustu og miðlun.

X

Skáldsagnaþýðingar (ÞÝÐ704F)

Námskeiðið snýst um þýðingar á skáldsögum og verða þær skoðaðar frá sögulegum sjónarhóli sem og fræðilegum. Lesnar verða greinar rithöfunda og þýðenda og skoðuð dæmi um mismunandi þýðingar; reynt verður að greina hvort þýðendur fylgi tilteknum aðferðum eða hvort afstaða þeirra almennt er breytileg á hverjum tíma. Nemendur skoða einn tiltekinn þýðanda að eigin vali og fjalla um verk hans í fyrirlestri. Auk þess verður farið yfir ýmis atriði í frásagnartækni og fjallað um þau í ritgerð. Loks þýða nemendur stuttan kafla úr áður óþýddri skáldsögu.

X

Tungumál og menning I (MOM301F)

Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.

X

Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)

Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg,  bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).

Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.

X

Menningarfræði og þjóðfélagsrýni (MFR701F)

Í námskeiðinu er litið yfir sögu menningarfræðinnar og sjónum beint að gildi hennar sem róttæks forms þjóðfélagsrýni. Lesnir verða textar lykilhöfunda 19. öld og til samtímans. Í forgrunni er sjálft menningarhugtakið og spurningin um gildi þess fyrir gagnrýna umræðu um þjóðfélag, sögu og samtíma. Fjallað er um samspil gagnrýni og fræða og hvernig menningarfræðin setur slíkt samspil í forgrunn. Þetta kemur fram jafnt í textum eldri og yngri höfunda og skapar togstreitu sem hefur á undanförnum áratugum verið frjór jarðvegur allra hugvísinda og einkennt samhengi þeirra við menningarpólitíska hugsun. Til grundvallar eru lögð hugtök á borð við hugmyndafræði, vald, forræði, kyngervi og orðræða.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði í samráði við umsjónarkennara.

X

Nytjaþýðingar II/viðskipti (ÞÝÐ903F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á sviði laga, fjármála, ESB og markaðsmála á móðurmálið undir leiðsögn kennara. Kennari velur texta fyrir nemendur til æfingar í tíma og leggur fyrir verkefni. Nemendur æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um þýðingarvinnuna. 

X

Stjórnkerfi, saga og menning: Þýska (ÞÝS804F)

Umfjöllun um stjórnkerfi, sögu og menningu þýskumælandi landa. Gert er ráð fyrir að nemendur búi þegar yfir grunnþekkingu á þessum sviðum.

X

Blitz aus heiterem Himmel: Hagnýtur samanburður á íslensku og þýsku (ÞÝS808M)

Umfjöllun um valin svið íslenskrar og þýskrar tungu á samanburðargrundvelli með hagnýtt gildi að leiðarljósi.

X

Þýska sem erlent tungumál á Íslandi (ÞÝS003F)

Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að dýpka þekkingu nemenda á grunnaðferðum í þýsku sem erlends máls og hagnýtri beitingu þeirra. Einnig verður skoðað hvernig aðferðafræði í þýskukennslu hefur breyst og þróast með tilkomu nýrra nálgana. Þessar breytingar lúta að nýjum tegundum verkefna, nýrri nálgun í námsmati og gerð prófa, aukinni áherslu á tjáningarhæfni sem og nýrri nálgun í þvermenningarlegu og sjálfstýrðu námi. Einnig verður rætt hvaða efni og aðferðir höfði helst til íslenskra nemenda. Vinna í námskeiðinu byggist á hópumræðum og samspili kynninga og umræðna.

X

Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)

Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.

X

Franz Kafka og frásagnarlistin (ABF601M)

Franz Kafka er meðal þekktustu nútímarithöfunda Vesturlanda. Höfundarverki hans er stundum lýst sem torveldu í túlkun en þó er sem margir álíti það búa yfir mjög ákveðinni merkingu sem draga megi saman í lýsingarorðið „kafkaískur“. Sumir telja hann sviðsetja mannskepnuna á myrkum tímum en aðrir finna glettni og launkímni í textum hans. Á námskeiðinu verður tekist á við þessar þversagnir með því að kanna sagnaheim Kafka frá ýmsum hliðum. Leitað verður að frásagnarummerkjum í kjarnyrðum (afórismum) hans og þeim fylgt eftir í dagbókum hans og bréfum, örsögum (smáprósum), smásögum, nóvellum og skáldsögum. Ritverk Kafka bjóða upp á fjölbreytilegar athuganir á tengslum og mismun þessara ólíku tjáningarforma.

Jafnframt verður hugað að stöðu þessara verka gagnvart frásagnarhefðum sem og umbrotum módernismans á 20. öld, með áherslu á spurningar um einstaklingstilvist, frelsi, vald og samfélagsmyndir í nútímanum. Þá verður einnig vikið að vandanum við að flytja þessi ummerki og einkenni á milli tungumála, því að langflestir lesa verk Kafka í þýðingum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru í framhaldsnámi eða komnir áleiðis í grunnnámi. Til greina kemur að nemendur vinni ritlistarverkefni, þýðingafræðileg verkefni eða samanburðarverkefni þar sem verk annarra rithöfunda eru einnig tekin til athugunar.

X

Miðlun og menning (HMM240F)

Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar. 

Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.

X

Mál og samfélag (ÍSL004M)

Í þessu námskeiði verður fjallað um samspil tungumáls og samfélags með aðferðum og hugtökum félagslegra málvísinda og með hliðsjón af alþjóðlegum og innlendum rannsóknum á því sviði.
 
Rætt verður m.a. um málviðhorf, málsnertingu, mállýskur, málsnið og málstýringu. Hugað verður að ýmsum birtingarmyndum málnotkunar og breytileika í máli og að því hvernig þættir á borð við umhverfi, samhengi og bakgrunn málnotanda hafa áhrif á málnotkun og val málsniðs.

Yfirlit verður veitt um helstu rannsóknaraðferðir, eigindlegar og megindlegar, nýlega strauma í félagslegum málvísindum og aðferðir metnar með tilliti til rannsóknarefnis.

Kynntar verða rannsóknir á viðhorfum til málnotkunar og máls, eigin máls og annarra, ásamt því að ræða hvað óhefðbundin málnotkun hefur í för með sér. Í því samhengi verður sérstök áhersla lögð á mál þeirra sem tala íslensku sem erlent mál og stöðu innflytjenda.

Fjallað verður um stöðu íslensku í dag, einkum gagnvart ensku og öðrum tungumálum. Hugað verður að lögmálum um málstýringu og að hugmyndum fólks um tungumálið fyrr og síðar. Fjallað verður um íslenska málstefnu, málstýringu, málstöðlun og hreintunguhneigð frá ýmsum hliðum, m.a. í samtímalegu og sögulegu ljósi og með hliðsjón af erlendum málsamfélögum.

Til umræðu verður málnotkun tiltekinna félagshópa (t.d. unglinga) með tilliti til félagslegs hlutverks málnotkunarinnar innan hópsins annars vegar og innan málsamfélagsins í heild sinni hins vegar.

Gert er ráð fyrir að nemendur vinni verkefni, hópverkefni eða einstaklingsverkefni, þar sem leitað er svara við ýmsum spurningum sem bornar verða fram í kennslu og umræðu.

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ601F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Einstaklingsverkefni í þýðingafræði (ÞÝÐ602F)

Einstaklingsverkefni í þýðingarfræði

X

Nytjaþýðingar (ÞÝÐ803F)

Nemendur æfa nytjaþýðingar á mismunandi nytjatextum. Nemendur þýða á móðurmál sitt undir leiðsögn kennara og æfa sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu við þýðingar. Farið verður yfir gagnleg hjálpartæki og vinnulag sem nýtist í störfum þýðenda. Áhersla er á hagnýt verkefni og umræður um áskoranir tengdar þýðingarvinnunni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.