Forysta og verkefnastjórnun er annað af tveimur kjörsviðum í MS-námi í hjúkrunarstjórnun. Kjörsviðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa við stjórnun og forystu ákveðinna málaflokka og verkefna í heilbrigðisþjónustu.
Markmið
Að veita nemendum tækifæri til að efla sig á sviði forystu og verkefnastjórnunarí heilbrigðisþjónustu og er tekið mið af þeim sem hyggjast vinna við stjórnun og forystu hópa og verkefna. Í náminu öðlast nemendur þekkingu og færni í hugmyndafræði og kenningum forystu, hlutverki leiðtoga, stjórnun breytinga og nýsköpunar, leiðsagnar og kennslu fullorðinna, nýtingu gagna og upplýsinga og gagnreyndum starfsháttum.
Skyldunámskeið (49,5e)
- HJÚ143F Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (6e)
- HJÚ135F Hagnýt tölfræði (6e)
- HJÚ0AHF Leiðsögn og kennsla á vettvangi (6e)
- HJÚ252F Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (6e)
- HJÚ253F Eigindleg aðferðafræði (6e)
- VIÐ172F Aðferðafræði verkefnastjórnunar
- HJÚ149F Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e)
- HJÚ258F Forysta í heilbrigðisþjónustu (6e)
- HJÚ0AIF Málstofa í hjúkrunarfræði (hluti af meistaraverkefni)
Valnámskeið (10,5e)
Nemendum er sérstaklega bent á námskeið í Hjúkrunarfræðideild (HJÚ), námskeið í nýsköpun og frumkvöðlafræði (VIÐ/VER), lýðheilsu (LÝÐ), hnattrænum tengslum (MAN) og þróunarfræði (ÞRÓ). Þó skal tekið fram að valnámskeið þurfa að falla að námsmarkmiðum hvers nemanda og mikilvægt er að ráðfæra sig við umsjónarkennara.
Lokaverkefni (30e)
HJÚ441L Lokaverkefni