Rekstur og mannauðsstjórnun er annað af tveimur kjörsviðum í MS-námi í hjúkrunarstjórnun. Kjörsviðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa við stjórnun og forystu stofnana og skipulagsheilda í heilbrigðisþjónustu.
Markmið
Að veita nemendum tækifæri til að efla sig á sviði rekstrar og mannauðsstjórnunar í heilbrigðisþjónustu. Tekið er mið af þeim sem hyggjast vinna við stjórnun og forystu stofnana og skipulagsheilda. Í náminu öðlast nemendur þekkingu og færni í hugmyndafræði og kenningum stjórnunar og forystu, hlutverki stjórnenda, grunnatriðum fjármála og rekstrar, öryggis í heilbrigðisþjónustu og gagnreyndum starfsháttum.
Skyldunámskeið (48e)
- HJÚ143F Þekkingarþróun í hjúkrunarfræði (6e)
- HJÚ135F Hagnýt tölfræði (6e)
- HJÚ142F Rekstur og heilbrigðisþjónusta (6e)
- HJÚ252F Hagnýting megindlegrar aðferðafræði (6e)
- HJÚ253F Eigindleg aðferðafræði (6e)
- HJÚ259F Stjórnun í heilbrigðisþjónustu (6e)
- HJÚ149F Nýting gagna og upplýsinga í heilbrigðisþjónustu (6e)
- HJÚ258F Forysta í heilbrigðisþjónustu (6e)
- HJÚ0AIF Málstofa í hjúkrunarfræði (hluti af meistaraverkefni)
Valnámskeið (12e)
Nemendum er sérstaklega bent á námskeið í Hjúkrunarfræðideild (HJÚ) og námskeið í mannauðsstjórnun (VIÐ), opinberri stjórnsýslu (OSS), stjórnun og stefnumótun (VIÐ) og námskeið innan lýðheilsuvísinda (LÝÐ).
Lokaverkefni (30e)
HJÚ441L Lokaverkefni