![](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa_svi_/public/ghg/kri_alfa_magdalena_herferd_24_231020_015.jpg?itok=oV-k6JcK)
Hugvísindasvið
Hugvísindasvið Háskóla Íslands býður upp á afar fjölbreytt nám um mannlegt samfélag, tungumál, málvísindi, trúarbrögð, listir, bókmenntir, fornleifafræði, sögu, heimspeki og fleira.
![](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa/public/ghg/kri_herferd_220128_004.jpg?itok=EC5hsYPx)
Samfélag nemenda
Rúmlega tvö þúsund nemendur leggja stund á nám við Hugvísindasvið ár hvert. Við skólann myndast því skapandi og líflegt samfélag. Félagsstofnun stúdenta rekur bókakaffi og kaffistofur, mötuneyti, atvinnumiðlun, stúdentagarða og leikskóla.
![""](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd___kassa/public/ghg/_a9t5581_0.jpg?itok=f4Hw113Z)
Starfsmöguleikar að loknu námi
Nám í hugvísindum víkkar sjóndeildarhringinn og veitir þjálfun í að beita gagnrýninni hugsun, greina flókin viðfangsefni og setja fram hagnýtar lausnir á skiljanlegan hátt. Námið veitir fólki færni til að skapa sér sín eigin tækifæri, t.d. í fjölmiðlum, menningarstofnunum, ferðaþjónustu, kennslu, útgáfu, stjórnsýslu og ritstöfum.
Sjáðu um hvað námið snýst
Hafðu samband
Skrifstofa Hugvísindasviðs er staðsett á 3. hæð í Aðalbyggingu Háskólans við Sæmundargötu 2. Skrifstofan er opin virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
Hægt er að nálgast upplýsingar í netspjalli hér á síðunni, í síma 525 4400 eða með tölvupósti á netfangið hug@hi.is. Þú getur líka fylgst með okkur á Instagram og Facebook.
Nemendur við Hugvísindasvið geta einnig nýtt sér þjónustuborð Háskólans á Háskólatorgi.
![""](https://hi.is/sites/default/files/styles/mynd_hafdusamband/public/ghg/_kri4332.jpg?itok=NRl83Iif)