Háskólinn og samfélagið var heitið á fyrirlestraröð sem rektor Háskóla Íslands hleypir af stokkunum á árinu 2018.
Viðfangsefni voru af ýmsum toga en áttu það sameiginlegt að hafa verið áberandi í samfélagsumræðunni síðustu misseri.
Best fyrir börnin 2018
Í fundarröðinni sem fékk heitið „Best fyrir börnin“ var velferð barna og ungmenna í brennidepli. Þar var meðal annars fjallað um þætti sem snerta velferð barna og ungmenna svo sem:
- andlega líðan
- hreyfingu
- svefn
- læsi
- mataræði
- samskipti
Markmiðið með fundaröðinni var að dýpka sýn almennings og fagfólks á vandamál og lausnir á mikilvægum samfélagslegum þáttum. Einnig að styðja fjölskyldur og samfélag í því að tryggja velferð barna og ungmenna.
Á fyrirlestrunum var stefnt saman virtum rannsakendum úr Háskóla Íslands og fagfólki víðar úr samfélaginu. Allir frummælendur eiga það sameiginlegt að vinna með börnum og ungmennum. Alls var boðið upp á sex fyrirlestra á fyrri hluta árs 2018.
Upptaka af erindum í fundaröðinni og stutt myndbönd tengd henni er að finna hér að neðan.
Dagskrá:
- Er þetta ekki bara frekja? Samspil kvíða og hegðunarvanda barna – Urður Njarðvík, dósent við Sálfræðideild
- Ræðum í stað þess að rífast. Mikilvægi samskipta fyrir þroska barna og ungmenna – Hrund Þórarins Ingudóttir, lektor við Uppeldis- og menntunarfræðideild, og Sigrún Aðalbjarnardóttir, prófessor við sömu deild
- Af hverju skiptir útlit máli? Áhrif hugsana um eigið útlit á líðan ungmenna – Andri Steinþór Björnsson, prófessor við Sálfræðideild
- Hvernig má styðja við læsi heima? – Freyja Birgisdóttir, dósent við Sálfræðideild, Sigríður Ólafsdóttir, nýdoktor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Dröfn Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Miðju máls og læsis hjá Reykjavíkurborg, Þóra Sæunn Úlfsdóttir, talmeinafræðingur og læsisráðgjafi hjá Miðju máls og læsis.
- Börn og unglingar á yfirsnúningi – mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga – Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild, og Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild
- Hvernig höldum við gleðinni í íþróttastarfi á tímum afreksmennsku? – Viðar Halldórsson, dósent við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, Gunnar Valgeirsson, prófessor við California State University, og Stefán Arnarson, handknattleiksþjálfari og íþróttastjóri KR.