Skip to main content

Menntun allra og stoðþjónusta

Menntun allra og stoðþjónusta

Menntavísindasvið

Menntun allra og stoðþjónusta

M.Ed. – 120 einingar

Námsleiðin eru ætluð kennurum með leyfisbréf eða bakkalárpróf á sviði menntunar-, uppeldis-, þroskaþjálfa-, eða sálfræði.
Markmið námsleiðarinnar er að þátttakendur geti styrkt sig sem fagfólk í námi og kennslu í skóla án aðgreiningar í fjölmenningarsamfélagi, sem og hæfni sína til að leiða skólastarf á þeim grunni. 

Skipulag náms

X

Menntun allra í fjölmenningarsamfélagi: Kenningar og rannsóknir (MAL104F)

Hugmyndir um menntun allra, fjölmenningarmenntun og sérkennslu eru mikilvægir þættir í skilvirkum skólum með fjölbreyttum nemendahópum.

Megintilgangur námskeiðsins er að gefa nemendum kost á að dýpka þekkingu sína og skilning á rannsóknum og kenningum á sviði menntunar allra og fjölmenningarfræða á Íslandi og í öðrum löndum.

Fjallað verður um rannsóknir og kenningar er varða jaðarsetningu barna og ungmenna í skólakerfinu út frá hugmyndum um jafnræði, jafnrétti og mannréttindi. Ennfremur verður fjallað um menntun allra og fjölmenningarlega menntun í sögulegu og alþjóðlegu samhengi, stöðu minnihlutahópa og stöðu flóttafólks.

Hugtakið samtvinnun (e. intersectionality) dregur athygli að því að þegar breytur eins og kynþáttur, tungumál, trú, þjóðerni, fötlun, kynhneigð mætast, hafa þær margfeldisáhrif á stöðu nemenda.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.