Skip to main content

Verkefnastjórnun

Verkefnastjórnun

Félagsvísindasvið

Verkefnastjórnun

MS gráða – 120 einingar

Meistaranám í verkefnastjórnun er fyrir þau sem vilja öðlast þekkingu og skilning á verkefnastjórnun innan fyrirtækja og stofnana.

Fátt er verkefnastjórnun óviðkomandi en verkefnastjórnun er bæði hagnýtt og fræðilegt nám.

Skipulag náms

X

Breytingastjórnun (VIÐ190F)

Í þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði breytingastjórnunar, s.s. innleiðingu breytinga, viðbrögð starfsmanna, helstu hindranir í vegi breytinga ásamt þeim hamlandi og hvetjandi kröftum sem eru að verki í breytingaferlinu.  Farið verður ítarlega í kenningar og aðferðir sem breytingastjórnun byggir á og ræddar verða algengustu lausnir og aðferðir í stjórnun breytinga.  Rætt verður um hlutverk leiðtoga, stjórnenda almennt og millistjórnenda í breytingum sem og krísustjórnun. Fjallað verður einnig um fyrirtækjamenningu og hvers vegna hún er mikilvægur þáttur í breytingaferlinu.

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Aðferðafræði verkefnastjórnunar (VIÐ172F)

Markmið námskeiðsins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að kynna fyrir nemendum helstu kenningar og aðferðir, sem þróaðar hafa verið á sviði verkefnastjórnunar. Takmarkið er, að nemendur öðlist góðan skilning á þætti verkefnavinnu og verkefnastjórnunar í rekstri fyrirtækja annars vegar, og hæfni til stjórnunar einstakra verkefna hins vegar. Nemendur kynnist þeim þáttum, sem stuðla að markvissri og skilvirkri verkefnastjórnun. Nemendur kynnist uppbyggingu áætlunar, framvindu og lúkningu í verkefnum. Nemendur kynnast jafnframt hugbúnaði og tækni sem nýta má við verkefnastjórnun. Nemendur fái kynningu á verkefnum í alþjóðlegu umhverfi og Agile hugmyndafræði.

Athugið, nemendur þurfa að stofna sér aðgang og kaupa bókina Project Management, The Managerial Proces á heimasíðu McGraw - Hill. Nánari upplýsingar má finna á Canvas síðu námskeiðsins.

X

Starf stjórnandans, forysta og samskipti (VIÐ182F)

Í forgrunni námskeiðsins er starf stjórnandans, á öllum stjórnstigum, eðli þess og áskoranir. Starfsmannamál sem og samskiptaþátturinn er í brennipunkti og rauður þráður í öllum viðfangsefnum eða þáttum námskeiðsins. Forystuhlutverk stjórnandans er sérstaklega til skoðunar. Það er sett í samhengi við stjórnun mannauðsmála almennt og tengt við að stjórna starfsfólki í umbótaverkefnum og róttækum breytingum. Forysta er einnig skoðuð í tengslum við árangursríka teymisvinnu og aðferðir við að leysa og höndla ágreining og erfið starfsmannamál.

Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist djúpa þekkingu á merkingu lykilhugtaka og góðan skilning á kenningarlegum viðmiðum, aðferðum og mögulegum leiðum stjórandans til að sinna starfinu með árangursríkum hætti. Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir með það að markmiði að ýta undir áhuga, virkni og þátttöku nemenda.

X

Agile og straumlínustjórnun (VIÐ188F)

 Markmið námskeiðsins er að kynna nemendum aðferðafræði og meginreglur straumlínustjórnunar (Lean) og Agile og hvernig þessar aðferðir nýtast við útfærslu og stjórnun verkefna.

Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hinn hlutinn fer fram í vinnustofum sem verða haldnar á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.

X

Árangur verkefna og eftirlit (VIÐ290F)

Árangursstjórnun er  mikilvægur hluti stofnanna og verkefna. Hún tryggir að aðgerðir séu í takt við stefnumótandi áherslur. Í þessu námskeiði læra nemendur að beita margskonar aðferðum í árangursstjórnun, öðlast hæfni í eftirliti verkefna og skilja mikilvægi árangursstjórnunar þannig að stefnumótandi markmið stofnanna náist.

Námskeiðið byggir á raundæmum (e. Case studies) og verkefnum sem fara fram í kennslustund. Þannig kynnast nemendur, eins og mögulegt er í kennslustofu, raunverulegum aðstæðum þar sem árangursstjórnun nýtist til að styðja ákvarðanatöku innan stofnanna.

Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í  vinnustofum sem verða haldnar  á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.

X

Inngangur að rekstri (VIÐ155M)

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum breiða og haldgóða innsýn í þau fyrirbæri, lögmál og kenningar sem viðskiptafræðingum nauðsynlegt er að þekkja við rekstur bæði fyrirtækja og stofnana.

Námskeiðið byggist upp af fimm efnisþáttum:
• fjármál
• lögfræði
• rekstrarhagfræði
• reikningshald
• þjóðhagfræði

Fyrirkomulag:
Námskeiðið Inngangur að rekstri er í boði tvisvar á ári og eiga nemendur að ljúka því á fyrsta ári náms síns. Annars vegar í ágúst og hins vegar í janúar. Nemendur sem hefja nám að hausti gera best í því að ljúka námskeiðinu í ágúst, en hafa þó möguleika á að ljúka því í janúar. Nemendur sem hefja nám í janúar skulu ljúka námskeiðinu í janúar en geta þó einnig tekið það í ágúst.
Námskeiðið opnar 1. hvors mánaðar og lokar þann 31. Allt námsefni verður aðgengilegt frá þeim 1. 

Námskeiðið nýtist ekki til eininga í meistaranáminu.

X

Alþjóðleg verkefni og verkefnasöfn (VIÐ277F)

Í námskeiðinu er lögð áhersla á alþjóðleg verkefni og stjórnun verkefnasafna. Kafað er dýpra í þætti sem fjallað er um í Aðferðarfræði verkefnastjórnunar varðandi alþjóðleg verkefni og verkefnasöfn. Einn af áhersluþáttunum er stjórnun margra verkefna samtímis, en það felur í sér tvö skyld viðfangsefni, annars vegar stjórnun eignasafna (e. project portfolio management, program management) og hins vegar verkefnastofu (e. project management office). Annar áhersluþáttur er stjórnun alþjóðlega verkefna eða verkefnasafna í alþjóðlegum fyrirtækjum. Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nemendur vinni saman að raunverkefni og kynnist verkefnastjórnun í íslensku atvinnulífi.

Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í  vinnustofum sem verða haldnar  á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.

X

Forysta og framtíð fyrirtækja (VIÐ289F)

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna fyrir nemendum þróunina sem mun hafa áhrif á fyrirtæki í framtíðinni og hlutverk sjálfbærni hvað varðar framtíð þeirra. Nemendur munu einnig fá gott yfirlit yfir það hvernig þessi nýja þróun samtvinnast skipulagsheildum og mörkuðum.
Hraðar breytingar í umhverfi skipulagsheilda krefjast þess að skoða verður núverandi stöðu sem og framtíð fyrirtækja. Í námskeiðinu verða því teknar fyrir nýjustu áherslur í stjórnun sem þegar eru nýttar í viðskiptalífinu. Námskeiðið er einstakt hvað varðar áherslur á framtíð fyrirtækja, innan samhengis sjálfbærni, þar sem rædd verður heildstæð sýn á skipulagsheildir og samhengi þeirra. Námskráin er byggð á nýjustu vísindaniðurstöðum, hagnýtum dæmum og verkefnum.
Markmiðið með námskeiðinu er:

  • Að kynna fyrir nemendum nýjustu þróun í viðskiptaumhverfi.
  • Að kanna áhrif núverandi þjóð- og rekstrarhagfræði á fyrirtæki og áhrif þessara þátta á framtíð skipulagsheilda.
  • Að beita fræðilegri þekkingu til að skilja raunveruleg feril, en slíkt er gert með umræðum, rannsóknum og ritgerðum.
  • Að stuðla að gagnrýninni hugsun um samtengingu þátta innan skipulagsheilda og samhengi þeirra í mesó- og þjóðhagfræðilegu samhengi.
  • Að veita innsýn í hvernig fræðilegt sjónarhorn getur hjálpað til við að búa okkur betur undir framtíðina.
X

Fjölbreytileiki og inngilding (inclusion) í skipulagsheildum (VIÐ288F)

Námskeiðið veitir nemendum tækifæri til að bera kennsl á þörfina á að þróa vinnuumhverfi sem byggir á jafnréttishugsun og inngildingu ólíkra hópa þar sem fjölbreytt framlag er velkomið. Nemendur læra að bera kennsl á félagslegt réttlæti/útilokun minnihlutahópa t.d. vegna kynþáttar, uppruna, aldurs, kyns, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar/færni, stéttar og annara fjölbreytileikaþátta í skipulagsheildum og nýta þekkinguna til að greina og beita aðferðum stjórnunar fjölbreytileika og  inngildingar í skipulagsheildum. Nemendur kynnast nýjum rannsóknum á sviðinu til að efla gagnrýna hugsun um viðfangsefni eins og sjálfsmynd (identity), (ó)meðvitaða hlutdrægni, samvinnu í fjölbreyttum teymum, (ó)jöfn tækifæri í skipulagsheildum og tækifærum sem felast í fjölbreytileikanum. 

Námskeiðið er kennt á ensku

X

Eigindleg aðferðafræði (VIÐ184F)

Markmið námskeiðsins er að gefa nemendum yfirsýn yfir eigindlegar aðferðir, sem notaðar eru til að safna og greina gögn um einstaklinga og skipulagsheildir. Nemendur munu fá þjálfun í að skilgreininga vandamál og semja rannsóknarspurningu. Þá munu nemendur skipuleggja og framkvæma gagnasöfnun, úrvinnslu gagna og greina frá niðurstöðum skriflega. Nemendur munu kynnast veikum og sterkum hliðum  mismunandi aðferða innan eigindlegra rannsóknaraðferða, þannig að þeir geti valið þá aðferð, sem best hentar til að leysa tiltekið vandamál.

X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur sem fá stöðu ljúka 200 tímum í starfsþjálfun, auk þess að skila skýrslu og dagbók.  Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo. Hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. 

Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.
Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is

X

Stjórnarhættir (VIÐ198F)

Markmið námskeiðsins er að stuðla að sem mestri getu og færni nemenda í stjórnarháttum, ekki síst þegar kemur að hlutverki, verkefnum og ábyrgð stjórnar á stöðu og þróun fyrirtækja og stofnana gagnvart hluthöfum og öðrum hagsmunaaðilum í samfélaginu.

Markmiðið er einnig að opna augu nemenda fyrir þeirri fjölbreytni sem er að finna á fræðasviðinu og þeim mun sem kann að vera á skilgreiningu og framkvæmd stjórnarhátta í mismunandi löndum og heimshlutum.

Námskeiðið miðar að því gegnum fyrirlestra og kennsluefni að nemendur tileinki sér þekkingu af hinum fjölbreytta fræðilega grunni sem til er í faginu. Gegnum vinnu með dæmisögur og íslensk raundæmi, bæði í fyrirlestrum og í verkefnavinnu námskeiðsins, er markvisst ýtt undir leikni og hæfni nemenda

Námskeiðið er kennt á ensku.

X

Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði (VIÐ186F)

Markmiðið með námskeiðinu er að veita nemendum yfirsýn um fræðasviðið nýsköpunar- og frumkvöðlafræði og undirbúa þá undir frekara nám, bæði fræðilegt og hagnýtt.

Farið verður í helstu kenningar og álitamál innan sviðsins, nýlegar fræðigreinar rýndar og kynnt verkfæri sem nota má til að greina helstu strauma og stefnur nýsköpunar í atvinnulífinu.

X

Hagnýt tölfræði (VIÐ278F)

Markmið þessa námskeiðs er að styrkja tölfræði og aðferðafræði þekkingu nemenda og gera þeim betur kleift að tileinka sér rannsóknaraðferðir og rannsóknarniðurstöður. Farið verður yfir vandaðar rannsóknir og fjallað um þá tölfræði og aðferðafræði sem er nauðsynleg til að framkvæma þær.  Einnig er ætlast til að nemendur framkvæmi sitt eigið rannsóknarverkefni sem undirbúning undir greiningarvinnu í atvinnulífinu og lokaverkefni til mastersgráðu.

X

Starfsþjálfun (VIÐ0AFF)

Markmiðið er að auka færni nemenda með starfsþjálfun og efla tengsl þeirra við atvinnulífið. Starfsþjálfun fyrir nemendur í framhaldsnámi er metin til 7,5 eininga. Nemendur vinna störf undir handleiðslu sérfræðinga hjá fyrirtæki eða stofnun og skulu verkefnin tengjast því fagsviði sem viðkomandi nemandi stundar nám á. Nánar er kveðið á um einstaka þætti starfsþjálfunarinnar í samningi við viðkomandi fyrirtæki eða stofnun sem og viðauka sem fylgir hverjum samningi.
Í upphafi hvers misseris eru þau störf sem í boði eru auglýst til umsóknar. Nemendur sækja um og uppfylli þeir skilyrði skv. reglum deildar fær það fyrirtæki eða stofnun sem að starfinu stendur umsóknir til skoðunar og velur umsækjanda sem hentar fyrir starfið en geta einnig hafnað öllum. Framkvæmd starfsþjálfunar fer svo eftir nánara samkomulagi aðila.
Viðskiptafræðideild getur ekki tryggt öllum þeim sem sækja um starfsþjálfun pláss hjá fyrirtækjum/stofnunum.
Ef fjöldi nemenda sem sækja um starfsþjálfun er meiri en þau pláss sem í boði eru þá er lokaákvörðun um val á nemanda hjá stjórnendum fyrirtækis/stofnunar og er þeim heimilt að hafna öllum umsóknum kjósi þeir svo. Hver nemandi getur eingöngu lokið einni starfsþjálfunarstöðu. 

Nánari upplýsingar má sjá í reglum deildar um starfsþjálfun sem og viðauka sem fylgir hverju starfi.

Starfsþjálfunarstöður eru auglýstar sérstaklega í upphafi hvers kennslumisseris. Allar frekari upplýsingar má finna hér.

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á vidskipti@hi.is

X

Samningafærni (VIÐ284F)

Námskeiðið fjallar um samningagerð og samningafærni. Markmið þess er að undirbúa nemendur og veita þeim þjálfun í að takast á við greiningu tækifæra til verðmætasköpunar, lausn ágreinings, samningaviðræður, setja upp samning og útfæra ákvæði hans. Námskeiðið skiptist í fyrirlestra og raunhæf verkefni og æfingar. Í fyrirlestrum eru kynntar fræðikenningar á þessu sviði, og uppbygging og algeng ákvæði samninga eru skoðuð. Verkefnin felast aðallega í samningaæfingum sem taka mið af algengum úrlausnarefnum sem á reynir við samningagerð í viðskiptalífinu.

X

MS ritgerð (VST101L, VST101L, VST101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (VST101L, VST101L, VST101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.
Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.
Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

X

MS ritgerð (VST101L, VST101L, VST101L)

Meistaraprófsritgerð skal valin í samráði við leiðbeinanda (leiðbeinendur) úr hópi fastra kennara Viðskiptafræðideildar.

Ritgerðin skal vera 30 einingar og kynna nemendur niðurstöður rannsókna sinna.

Ritgerð skal skilað rafrænt í samræmi við auglýsingu þar að lútandi hverju sinni. Kennari og prófdómari skulu meta meistaraprófsritgerð til einkunnar samkvæmt almennum prófreglum Háskóla Íslands.

Ath.! Skv. reglum Háskóla Íslands eiga allar MS ritgerðir eiga að vera opnar eftir að þeim hefur verið skilað til Háskólabókasafns.
Æski stúdent þess að MS ritgerð hans verði lokuð í tiltekinn tíma, að lokinni brautskráningu, ber honum að senda rökstudda beiðni til sviðsstjóra Kennslusviðs HÍ og fá skriflegt samþykki hans. Æskilegt er að sótt sé um heimildina áður en ritgerðaskrif hefjast.

Umsókn um lokun meistararitgerða.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
Linda Björk Hávarðardóttir, Stjórnarmeðlimur í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
Margrét Lúthersdóttir, deildarstjóri Rauða krossins í Mosfellsbæ
MS í verkefnastjórnun

Nám í verkefnastjórnun er hagnýtt nám með fræðilegum grunni. Verkfærin sem námið veitir eru ekki bara nytsamleg í starfi, heldur einnig til skipulagningar og tímastjórnunar í verkefnum lífsins. Í náminu er góð tenging við atvinnulífið með kynningum og vettvangsferðum og námið opnar á fjölbreytta atvinnumöguleika. Allt frá því að starfa fyrir félagasamtök yfir í að starfa fyrir opinbera geirann eða einkageirann. Viðfangsefni verkefnastjórnunarlínunnar hafa nýst mér gífurlega vel í vinnu minni sem verkefnastjóri.

Linda Björk Hávarðardóttir, Stjórnarmeðlimur í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands
MS í verkefnastjórnun

Í námi mínu í verkefnastjórnun kynntist ég verkfærum verkefnastjórnunar auk þess að læra betur að þekkja sjálfa mig sem stjórnanda. Námið er fjölbreytt og býður upp á ótal möguleika þegar kemur að því að velja námskeið, allt eftir því hvað þú vilt leggja áherslu á í þínu námi. Námið nýtist mér á hverjum degi, sama hvort það er óformlega eða formlega, bæði í starfi og leik. Verkefnastjórnunarnámið er fræðandi og gagnlegt í skemmtilegu umhverfi með áhugaverðum kennurum og fyrirlesurum ásamt fjölbreyttum og eftirminnilegum fyrirlestrum.

Cecilie Gaihede, Fagstjóri Sarps
MS í verkefnastjórnun

Með bakgrunn í hugvísindum ákvað ég að sækja um nám í verkefnastjórnun, til að auka möguleika mína á atvinnumarkaði. Það að geta tekið námskeiðið „Inngangur að rekstri“ og með því fengið aðgang inn í mastersnám í Viðskiptafræðideild höfðaði til mín og þá var ekki aftur snúið. Í náminu hef ég lært ótrúlega mikið um sjálfa mig og sömuleiðis að vinna með öðrum. Kennslan var mjög metnaðarfull, bæði fjölbreytt og skemmtileg. Námið krafðist þess að ég lagði mig alla fram og væri vel undirbúin fyrir hvern tíma, til að fá sem mest út úr hverju námskeiði. Tækin, tólin og hugmyndafræði verkefnastjórnunar sem ég hef tileinkað mér í gegnum námið eru hagnýt og hafa gagnast mér mikið þegar það kemur að því að leysa flókin verkefni á skipulagðan hátt. Námið hefur tvímælalaust hjálpað mér í atvinnuleit og eftir námið var ég ekki lengi að fá draumastarfið mitt. Ég myndi hiklaust mæla með mastersnáminu í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.