Skip to main content

Íslenskukennsla, MT

Íslenskukennsla, MT

Hugvísindasvið

Íslenskukennsla

MT – 120 einingar

Markmið námsins er að veita nemendum kennslufræðilega og vísindalega þjálfun og búa þá undir að kenna íslensku í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Að loknu MT prófi í íslenskukennslu geta nemendur fengið leyfisbréf sem framhaldsskólakennarar.

Skipulag náms

X

Kennsla íslensku og vettvangsnám 1 (ÍET104F)

Í námskeiðinu kynnast nemendur undirstöðuatriðum í kennslu íslensku, fá kennslu í verkefnagerð á flestum sviðum íslensku og grundvallarþjálfun í námsmati í íslensku á framhaldsskólastigi. Þá verður leikni nemenda við að vinna með aðalnámskrá efld. Lögð er áhersla á að nemendur læri aðferðir til að hagnýta fræðilega þekkingu sína á faggreininni og nýti sér ígrundun til að móta og þróa hugmyndir um eigin kennslu og nám nemenda. Verkefni í námskeiðinu eru samþætt vettvangsnámi.

Innan námskeiðsins kynnast nemendur umgjörð og innra starfi skóla. Auk þess fá nemendur nokkra þjálfun í kennslu sinnar greinar. Starfsþjálfun fer fram í framhaldsskólum með megináherslu á faggreinakennslu og tekur mið af starfstíma framhaldsskóla. Gert er ráð fyrir umtalsverðri viðveru nemenda í skólum. Starfsþjálfun er skipulögð í samstarfi við valda skóla og felst m.a. í þátttöku í almennu skólastarfi, aðstoð við kennslu og æfingakennslu.

Starfsþjálfun á haustmisseri er tengd námskeiðinu Inngangi að kennslufræði og skal þetta námskeið því tekið samhliða því.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Ösp Vilberg Baldursdóttir
Ösp Vilberg Baldursdóttir
Nemi í íslensku

Rétt áður en ég lauk stúdentsprófi hvíslaði íslenskukennarinn minn því að mér hvort ég hefði skoðað Hugvísindasvið HÍ. Ég þakkaði henni fyrir hvatninguna en aðeins fyrir kurteisissakir, Hugvísindasvið kom ekki til greina. Hvatning kennarans hafði þó einhver áhrif á mig – í það minnsta nægilega mikil til þess að ég íhugaði málið. Fjölbreytileiki námsins heillaði mig og ég sló til. Íslenska er best geymda leyndarmál Háskóla Íslands.

Hafðu samband

Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.

3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.

Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.

Fylgstu með Hugvísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Aðalbygging Háskóla Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.