Skip to main content

Íþrótta- og heilsufræði, MT

Íþrótta- og heilsufræði, MT

Menntavísindasvið

Íþrótta- og heilsufræði

MT – 120 einingar

Meistaranám í íþrótta- og heilsufræði veitir faglegan grunn til að starfa á vettvangi íþrótta og heilsuræktar, útivistar og lífsstíls. Lögð er áhersla á að auka þekkingu nemenda í fræðilegum vinnubrögðum sem tengjast þróunarstarfi og rannsóknum. Hreyfing er órjúfanlegur hluti heilbrigðra lífshátta og skilningur á áhrifaþáttum heilbrigðis er veigamikill þáttur í uppbyggingu nútímavelferðarsamfélags. 

Skipulag náms

X

Námskrá, námsmat og heilsurækt (ÍÞH113F)

Nemendur kynna sér og fjalla um námskrár og mat á námsframvindu og námsárangri, þar sem heilsurækt og velferð í grunn- og framhaldsskólum eru meginviðfangsefnið. Nemendur rýna og ræða ákvæði gildandi aðalnámskráa og skólanámskráa kynnast og setja sjálfir fram rökstuddar áætlanir til heilsueflingar nemenda á grunn- og framhaldsskólastigi, þar sem gengið er út frá markmiðum og hæfniviðmiðum með tilliti til aldurs og þroska samkvæmt gildandi námskrám.

Í námskeiðinu er fjallað um fræðilega og verklega þætti kennslunnar. Hlutverk íþróttakennara og annarra fagmanna á sviði kennslu er skoðað á mismunandi skólastigum.

Fjallað er um opinbera stefnumótun eins og hún birtist í gildandi aðalnámskrá, stefnu ríkis og sveitarfélaga og skipulagi skóla. Fjallað er um framtíðarsýn heilsuræktar í skólum, aðstæður á vettvangi og mat á skólastarfi er lýtur að heilsu, velferð og námsframvindu. Tekin eru fyrir álitamál og ólíkir hugmyndafræðilegir straumar í námskrárþróun og námsmati og tengsl við heilsueflandi samfélög og alþjóðlegar ráðleggingar varðandi heilsu og velferð.

Vinnulag felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum, einnig gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Alda Ólína Arnarsdóttir
Alda Ólína Arnarsdóttir
Íþrótta- og heilsufræði

Ég valdi að fara í framhaldsnám í íþrótta- og heilsufræðum við HÍ til að auka vitneskju mína í fræðunum og styrkja stöðu mína á vinnumarkaði í störfum tengdu faginu. Mér líkar námið vel og er það góð viðbót við grunnnámið. Það kom á óvart hversu gott samstarf leiðbeinenda og nemenda er og tel ég það mikilvægan þátt þegar nemendur eru að vinna sýnar fyrstu rannsóknir í fræðunum. Ég tel námið henta þeim sem vilja styrkjar sína stöðu í fræðunum og hafa áhuga á að kafa betur í efni tengd íþróttum- og heilsufræðum leiðbeinendur deildarinnar eru frábærir að vinna með við lokaverkefni til meistaragráðu og er námið heilt yfir mjög skemmtilegt og fræðandi. 

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa 
Saga, 2. hæð
Hagatorg 1, 107 Reykjavík
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube

Saga bygging HÍ

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.